Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2024 | 18:00

GM: Skúli með ás!

Skúli Guðmundsson, GM, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 9. braut í Bakkakoti, þann 4. ágúst síðastliðinn. Níunda brautin er par-3, 82 metrar frá teig að holu. Skúli  notaði 9. járn og flaug boltinn beint á pinna, lenti rétt fyrir framan holu og rúllaði beinustu leið ofan í. Fjöldi fólks, sem sat út á palli við golfskálann, varð vitni að draumahögginu og fagnaði ákaft. Golf 1 óskar Skúla til hamingju með ásinn!


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2024 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Viktor Páll Magnússon – 24. ágúst 2024

Afmæliskylfingur dagsins er Viktor Páll Magnússon. Viktor Páll er fæddur 24. ágúst 1999 og á því 25 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Viktors Páls hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið   Viktor Páll Magnússon – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bergljót Davíðsdóttir, 24. ágúst 1953 (71 árs); Sam Torrance, 24. ágúst 1953 (71 árs); Hrafnhildur Sigurðardóttir, 24. ágúst 1957 (67 ára); Svandís Svavarsdóttir 24. ágúst 1964 (60 ára MERKISAFMÆLI – Innilega til hamingju!!!); Gísli Tryggvason, 24. ágúst 1969 (Innilega til hamingju með 55 ára afmælið!!!); Jesús Armando Amaya Contreras, 24. ágúst Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2024 | 13:00

Áskorendamótaröðin ´24: Allir Íslendingarnir úr leik á Indoor Golf Group mótinu

Fimm íslenskir kylfingar tóku þátt í móti á Áskorendamótaröð Evrópu, Indoor Golf group mótinu  þ.e. þeir: Aron Bergsson, Axel Bóasson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús og Sigurður Arnar Garðarsson. Mótið fer fram á Landeryds golfsvæðinu í Svíþjóð og er leikið á Vesterby Links vellinum, dagana 22.-25. ágúst 2024. Enginn íslensku keppendanna komst í gegnum niðurskurð og eru því úr leik, en þeir spiluðu með eftirfarandi hætti: Haraldur Franklín 2 yfir pari, 144 högg (70 74). Guðmundur Ágúst 5 yfir pari, 147 högg (74  73). Sigurður Arnar Garðarsson 11 yfir pari,  153 högg (73 80). Axel Bóasson 12 yfir pari, 154 högg (76  78). Aron Bergsson 12 yfir pari, 154 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2024 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Auður Kjartansdóttir – 23. ágúst 2024

Afmæliskylfingur dagsins er Auður Kjartansdóttir. Auður er fædd 23. ágúst 1991 og á því 33 ára afmæli í dag! Hún er klúbbmeistari Golfklúbbsins Mostra í Stykkishólmi 2013, 2014, 2015 og 2016 eða 4 ár í röð!!! Síðan er hún kvenklúbbmeistari GJÓ 2021 og 2022! Frábær árangur þetta hjá Auði!!! Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Auði með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Auðar til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Klúbbmeistarar GJÓ 2022 Auður t.v. klúbbmeistari kvenna í GJÓ í ár Auður Kjartansdóttir – Innilega til hamingju með 31 árs afmælið!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Peter Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2024 | 16:45

Ýmsir geta ekki beðið eftir að Tiger spili á Öldungamótaröðinni

Dagsetninguna 30. desember 2026 ætti að krossa við; þá verður golfgoðsögnin Tiger Woods 50 ára. Og þá fær hann líka þátttökurétt á Öldungamótaröðinni þ.e. PGA Tour Champions. Þar á bæ bíða menn spenntir eftir honum; bæði mótshaldarar sem gera sér vonir um að Öldungamótaröðin verði jafnvel vinsælli en PGA Tour, en líka fyrrum keppinautar. Þeirra á meðal er Rocco Mediate.  Hann lét hafa eftir sig að mun hljóðlátara væri á mótum PGA Tour Champions  en PGA Tour og sagði jafnframt í viðtali við Detroit News: „Ég kann betur við meiri læti. Mér myndi líka við að fá fleiri áhorfendur. Ég get ekki beðið. Hvað annað ætti hann (Tiger) að gera? Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2024 | 16:25

PGA: Matsuyama sigraði á FedEx St. Jude Classic!

Hideki Matsuyama, frá Japan, sigraði á FedEx St. Jude Classic sem er þriðja síðasta mótið á þessu tímabili PGA mótaraðarinnar og það fyrsta af 3 umspilum (ens.: Playoffs). Alls eru FedEx Playoff-in 3 í ár: St. Jude Classic er það fyrsta og var spilað á TPC Southwind í Memphis, Tennessee dagana 15.-18. ágúst sl. Umspilin er með föstu formi: Í fyrsta mótinu fá 70 þátttökurétt í öðru mótinu eru keppendur 50 og síðan á East Lake eru einungis 30, sem spila m.a. um bónus pottinn eftirsótta. Sigurskor Matsuyama var 17 undir pari og 2. sætinu deildu þeir Xander Schauffele og Victor Hovland, báðir á 15 undir pari. Einn í 4. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2024 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Brittany Lang —- 22. ágúst 2024

Afmæliskylfingur dagsins er Brittany Lang. Brittany fæddist í Richmond, Virginia, 22. ágúst 1985 og á því 39 ára afmæli í dag!!! Brittany var í Solheim Cup liði Evrópu 2013 og m.a. aðeins önnur af 2 til þess að vinna leik sinn í tvímenningsleikum sunnudagins f.h. liðs Bandaríkjanna, en Brittany vann leik sinn gegn Azahara Muñoz 2&1. Brittany var jafnframt í Solheim Cup liðum Bandaríkjanna 2015 og 2017. Brittany var 2 ár í háskóla, Duke University og spilaði golf með háskólaliðinu. Hún hætti samt í háskóla og gerðist atvinnumaður í golfi 2005 eftir gott gengi á US Women´s Open þar sem hún náði 2. sætinu (T-2) (sem er næstbesti árangur hennar Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2024 | 21:00

LET Access: Andrea T-12 á Destination Gotland Open mótinu!!! – Glæsileg!!!

Andrea Bergsdóttir, GKG, var meðal keppenda á Destination Gotland Open mótinu, á LET Access. Mótið fór fram dagana 16.-18. ágúst sl. og var mótsstaður Gumbalde Resort í Stånga, Svíþjóð. Stånga er á eyjunni Gotlandi, í u.þ.b. 41 km fjarðlægð frá „höfuðstað“ eyjunnar, Visby. Andrea lék á samtals 3 yfir pari, 213 höggum (69 70 74). Hún deildi 12. sæti með 6 öðrum keppendum. Sigurvegari mótsins var hin sænska Kajsa Arwefjall, sem lék á samtals 3 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Destination Gotland Open með því að SMELLA HÉR:  Í aðalmyndaglugga: Andrea Bergsdóttir. 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2024 | 18:00

GS: Sigurður Stefánsson fékk ás á Stigamóti 3 – Klúbbmeistarinn með nýtt vallarmet í Leirunni!

Stigamót 3 hjá GS fór fram í gær, 20. ágúst og tóku yfir 70 félagsmenn þátt að þessu sinni og voru margir að skila inn góðum hringjum. Ingi Rafn William Davíðsson vann punktakeppnina á 42 punktum en Ingi verður 14 ára eftir 2 vikur. Sveinn Andri Sigurpálsson gerði sér lítið og lék hringinn 7 höggum undir pari eða á 64 höggum sem er nýtt vallarmet af gulum teigum á Hólmsvelli. Sigurður Stefánsson fór svo holu í höggi á 9.braut. Innilega til hamingju með ásinn!!! Annars urðu helstu úrslit eftirfarandi: Punktakeppni með forgjöf: 1. sæti: Ingi Rafn Davíðsson, – 42 punktar 2. sæti: Brynjar Steinn Jónsson – 40 punktar 3. sæti: Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2024 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Anna Björk Birgisdóttir – 21. ágúst 2024

Afmæliskylfingur dagsins er Anna Björk Birgisdóttir. Hún fæddist 21. ágúst 1966 og á því 58 ára afmæli í dag!!! Hún er í  Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Önnu Björk til hamingju með afmælið Anna Björk Birgisdóttir Anna Björk Birgisdóttir (58 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Eiríkur Jónsson, 21. ágúst 1905 (hefði orðið 119 ára); Sigridur Eythorsdottir, f. 21. ágúst 1940- d. 22. júlí 2016 (hefði orðið 84 ára); Richard Francis „Dick“ Zokol, 21. ágúst 1958 (66 árs); Sturla Friðriksson, 21. ágúst 1962 (62 ára); Keramikhofið Slf, 21. ágúst 1972 Lesa meira