Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2024 | 19:00

Unglingamótaröðin 2024: Björn Breki Íslandsmeistari í strákaflokki 14 ára og yngri

Íslandsmót unglinga í höggleik 2024 fyrir keppendur 14 ára og yngri fór fram á Nesvellinum á Seltjarnarnesi dagana 16.-18. ágúst. Aðstæður voru krefjandi fyrir yngstu afreksefni landsins – en töluverður vindur var á Seltjarnarnesinu alla þrjá keppnisdagana. Í piltaflokki 13-14 ára og yngri sigraði Björn Breki Halldórsson, Golfklúbbi Kópavogs – og Garðabæjar, Skarphéðinn Egill Þórisson, Nesklúbbnum, varð annar og Máni Freyr Vigfússon, Golfklúbbnum Keili, varð þriðji. Leiknir voru þrír 18 holu hringir í þessu móti. 1. Björn Breki Halldórsson, Golfklúbbur Kópavogs – og Garðabæjar 207 högg (-3) (69-70-68) 2. Skarphéðinn Egill Þórisson, Nesklúbburinn 211 högg (+1) (66-72-73) 3. Máni Freyr Vigfússon , Golfklúbburinn Keilir 216 högg (+6) (66-76-74) Sjá má Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2024 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Garrett Philips – 20. ágúst 2024

Afmæliskylfingur dagsins er Garrett Whitney Phillips. Hún fæddist í Houston, Texas 20. ágúst 1986 og á því 38 ára afmæli í dag. Garrett spilaði bæði á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour) og LPGA Futures Tour (nú Symetra Tour). Hún gerðist atvinnumaður í golfi eftir að hún útskrifaðist frá University of Georgia, þar sem hún spilaði golf með háskólaliðinu. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ólafur Bjarnason Sh, 20. ágúst 1973 (51 árs); Álsey Ve, 20. ágúst 1987 (37 ára); Zac Blair, 20. ágúst 1990 (34 ára); Góðir Landsmenn …. og …. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2024 | 19:00

Unglingamótaröðin 2024: Sara María varð Íslandsmeistari í stelpuflokki

Íslandsmót unglinga í höggleik 2024 fyrir keppendur 14 ára og yngri fór fram á Nesvellinum á Seltjarnarnesi dagana 16.-18. ágúst 2024. Aðstæður voru krefjandi fyrir yngstu afreksefni landsins – en töluverður vindur var á Seltjarnarnesinu alla þrjá keppnisdagana. Í stelpuflokki 13-14 ára og yngri sigraði Sara María Guðmundsdóttir, GM, Elva María Jónsdóttir, GK, varð önnur og Katla María Sigurbjörnsdóttir, GR varð þriðja. Leiknir voru þrír 18 holu hringir í þessu móti. 1. Sara María Guðmundsdóttir, Golfklúbbur Mosfellsbæjar 239 högg (+29) (81-78-80). 2. Elva María Jónsdóttir, Golfklúbburinn Keilir 248 högg (+38) (76-88-84). 3. Katla María Sigurbjörnsdóttir , Golfklúbburinn Reykjavíkur 256 högg (48) (85-89-82). Sjá má öll úrslit með því að SMELLA Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2024 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jhonattan Vegas – 19. ágúst 2024

Það er Jhonattan Vegas frá Venezuela sem er afmæliskylfingur dagsins. Jhonattan fæddist í Maturín, Venezuela 19. ágúst 1984 og fagnar því 40 ára stórafmæli í dag. Hann spilaði með golfliði University of Texas, gerðist atvinnumaður í golfi 2008 og fór að spila á Nationwide Tour 2009. Hann á einn sigur í beltinu á Nationwide Tour (sem nú heitir Web.com Tour) þ.e. á Preferred Health Systems Wichita Open og eins sigraði hann í móti á suður-ameríska túrnum, Tour de las Américas; Abierto de la República. Jhonattan skaust upp á frægðarhiminn golfsins þegar hann sigraði Bob Hope Classic þ.e. 1. mótið sitt á PGA Tour 23. janúar 2011, eftir sigur á Billy Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2024 | 22:00

Áskorendamótaröðin ´24: Guðmundur Ágúst lauk leik T-42 í Vierumäki

Guðmundur Ágúst Kristjánsson var sá eini af 3 íslenskum kylfingum, sem komst í gegnum niðurskurð í Vierumäki Finnish Challenge, en mótið fór fram í Veirumäki í Finnlandi, dagana 15.-18. ágúst 2024. Hinir íslensku keppendurnir voru Axel Bóasson, GK og Haraldur Franklín Magnús, GR. Guðmundur Ágúst spilaði á samtals 9 undir pari, 279 höggum (68 71 68 72). Sigurvegari mótsins var Svíinn Christofer Blomstrand, en hann lék á samtals 20 undir pari, 268 höggum (66 69 68 65). Sjá má lokastöðuna á Vierumäki Finnish Challenge með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2024 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Stefán Guðmundur Þorleifsson – 18. ágúst 2024

Afmæliskylfingur dagsins er Stefán Guðmundur Þorleifsson. Stefán er fyrrverandi íþróttakennari og fyrrverandi framkvæmdastjóri Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað, Hann var fæddur 18. ágúst 1916 og hefði því orðið 108 ára í dag. Stefán var í Golfklúbbi Neskaupsstaðar, (GN)., Hann lést þann 14.mars 2021 og var þá elsti karlmaður landsins. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Reykjavík Reykvíkingur (100 ára); Egill Egilsson, GMS, 18. ágúst 1956 (68 ára); Anna Kr. Jakobsdottir (68 ára); Grasagarður Reykjavíkur (63 ára); Thorey Vilhjalmsdottir (52 ára); Joachim B. Hansen, 18. ágúst 1990 (34 ára – hann er danskur og var á Áskorendamótaröðinni) ….. og ….. Golf 1 óskar þeim, sem afmæli eiga í dag innilega Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2024 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (6/2024)

Tveir kylfingar spila hring í roki og rigningu. Þá segir annar þeirra: „Hugsaðu þér! Konan mín spurði mig virkilega að því hvort ég gæti hjálpað henni í garðinum – í þessu hræðilega veðri!


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2024 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Högna Kristbjörg Knútsdóttir – 17. ágúst 2024

Afmæliskylfingur dagsins er Högna Kristbjörg Knútsdóttir. Högna er fædd 17. ágúst 1994 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Högna Kristbjörg er í Golfklúbbnum Setbergi í Hafnarfirði. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Högnu Kristbjörgu til hamingju með afmælið….. Högna Kristbjörg Knútsdóttir (30 ára afmæli – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hugh John Baiocchi 17. ágúst 1946 (78 ára); Dottie Pepper, aðstoðarfyrirliði Meg Malone í Solheim Cup 2013, 17. ágúst 1965 (59 ára); Þröstur Ársælsson (56 ára); Peter Gustafson, 17. ágúst 1976 (48 árs); Songlist Song Og Leiklistarskoli ….. og …. Golf 1 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2024 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Vífill Karlsson ——- 16. ágúst 2024

Afmæliskylfingur dagsins er Vífill Karlsson. Hann var fæddur 16. ágúst 1948 og hefði því orðið 76 ára í dag. Hann lést langt um aldur fram 10. desember 2018. Vífill var í Golfklúbbnum á Höfn í Hornafirði. Honum gekk vel í opnum mótum og var iðulega í efsta sæti. Eftirlifandi ekkja Vífils er Anna Halldórsdóttir. Komast má á minningarsíðu Vífils með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Temper Netverslun (85 ára); Sveinsdóttir Sveinbjörg (58 ára); Ekki Spurning (47 ára); Will Zalatoris, 16. ágúst 1996 (28 ára) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2024 | 15:00

Áskorendamótaröðin ´24: Guðmundur Ágúst komst einn Íslendinganna gegnum niðurskurð

Guðmundur Ágúst Kristjánsson var sá eini af íslensku kylfingunum 3 sem keppa á Vierumäki Finnish Challenge mótinu, sem komst í gegnum niðurskurð. Axel Bóasson og Haraldur Franklín Magnús eru úr leik. Guðmundur Ágúst gerði nákvæmlega það sem þurfti; spilaði á 5 undir pari, en við það miðaðist niðurskurður. Samtals lék hann á 5 undir pari, 139 höggum (68 71). Í efsta sæti, sem stendur, er Angel Ayora frá Spáni, á samtals 12 undir pari (68 64). Sjá má stöðuna á Vierumäki Finnish Challenge mótinu með því að SMELLA HÉR: