Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2024 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kjartan Dór Kjartansson – 15. ágúst 2024

Golf 1 gerði þau leiðu mistök að birta afmælisdag Kjartans Dór, 5. ágúst, en hið rétta er að hann fagnar 40 ára afmæli í dag. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum og greinin nú birt á réttum degi. Afmæliskylfingur dagsins er Kjartan Dór Kjartansson. Kjartan Dór er fæddur 15. ágúst 1984 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Kjartan Dór er í Golfklúbbi Kópvogs og Garðabæjar (GKG).  Kjartani Dór hefir gengið vel í opnum mótum og eins spilaði hann áður fyrr á Eimskipsmótaröðinni. Kjartan Dór var t.a.m. í sigursveit GKG í 1. deild í sveitakeppni GSÍ 2012, Kjartan er búsettur í Svíþjóð og eiga hann og Hörpa Kristinsdóttir saman 1 barn. Komast Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2024 | 15:02

Áskorendamótaröðin ´24: Axel, Haraldur og Guðmundur keppa í Finnlandi

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús og Axel Bóasson eru á meðal keppenda á Vierumäki Finnish Challenge mótinu sem fram fer á Vierumäki golfsvæðinu. Mótið er hluti af Challenge Tour mótaröðinni, sem er næst sterkasta atvinnumótaröð í karlaflokki í Evrópu. Mótið hefst fimmtudaginn 15. ágúst og eru leiknir fjórir 18 holu hringir á fjórum dögum. Niðurskurður er eftir 2. keppnisdag. Til að sjá rástíma, stöðu og úrslit SMELLIÐ HÉR:  Haraldur Franklín er að leika á sínu þrettánda móti á þessu tímabili. Guðmundur Ágúst hefur leikið á tíu mótum og Axel á níu mótum. Guðmundur Ágúst er í 64. sæti á stigalistanum, Haraldur Franklín er í 91. sæti og Axel er Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2024 | 21:00

GA: Úrslit í Hjóna- og parakeppni GA & Icelandair 2024

Lokahóf Hjóna- og parakeppni Icelandair og GA var haldið á laugardagskvöldið síðastliðið (10. ágúst 2024)  og heppnaðist það einstaklega vel og það sama má segja um mótið allt, keppendur alsælir með skemmtilegt mót. Alls voru 208 keppendur mættir til leiks með það að markmiði að njóta þess að spila golf í góðum félagsskap og auðvitað reyna sitt til að vinna mótið og var gríðarleg spenna í keppninni og fór það svo að GA kylfingarnir Stefán Bjarni Gunnlaugsson og Linda Hrönn Benediktsdóttir sigruðu mótið annað árið í röð á 15 höggum undir pari! Stórglæsilega gert hjá þessum eðalhjónum. Keppendur skemmtu sér einstaklega vel og var dansað og sungið langt frameftir kvöldi Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2024 | 20:00

GFB: Guðrún Fema og Kristján Benedikt klúbbmeistarar 2024

Meistaramót Golfklúbbs Fjallabyggðar (GFB) fór fram dagana 6.-11. ágúst sl. á Skeggjabrekkuvelli, á Ólafsfirði. Þátttakendur í meistaramóti GFB, sem luku keppni í ár, voru 22 og kepptu þeir í 8 flokkum. Klúbbmeistarar GFB eru þau Guðrún Fema Sigurbjörnsdóttir og Kristján Benedikt Sveinsson. Til nokkurra tíðinda telur að Sigurbjörn Þorgeirsson er ekki klúbbmeistari karla í GFB, í fyrsta sinn í óratíma, þrátt fyrir mikla baráttu lokahringinn en 2 högg skyldu þá Sigurbjörn og Kristján Benedikt, klúbbmeistara GFB 2024, að.  Sigurbjörn lék lokahringinn á 67 glæsihöggum,lægsta skori meistaramótsins, en það dugði ekki til. Þess mætti geta að Kristján hefir áður orðið klúbbmeistari GA, árið 2015. Sigurbjörn hefir eiginlega alltaf verið klúbbmeistari karla Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2024 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Bergur Rúnar Björnsson – 14. ágúst 2024

Afmæliskylfingur dagsins er Bergur Rúnar Björnsson. Bergur Rúnar er fæddur 14. ágúst 1974 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Bergur Rúnar er í Golfklúbbi Fjallabyggðar. Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Bergur Rúnar Björnsson (50 ára stórafmæli – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar og golftengdir aðilar sem eiga afmæli í dag eru: GSÍ, 14. ágúst 1942 (82 ára); José Eusebio Cóceres, 14. ágúst 1963 (61 árs); Paul Broadhurst, 14. ágúst 1965 (59 ára), Darren Clarke, 14. ágúst 1968 (56 ára); Haukur Sörli Sigurvinsson, 14. ágúst 1980 (44 ára) Lucas Bjerregaard, 14. ágúst 1991 (33 ára) ….. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2024 | 14:00

R&A Amateur u. 18: Skúli Gunnar og Markús komnir áfram í 32 manna úrslit

Skúli Gunnar Ágústsson, GK og Markús Marelsson, GK eru komnir áfram í 32 manna úrslit á R&A Amateur mótinu sem er fyrir keppendur 18 ára og yngri. Á þessu móti keppa sterkustu áhugakylfingar heims og á mótið sér langa sögu. Skúli Gunnar sigraði á 19. holu í bráðabana í viðureign sinni gegn Jorge Siyuan Hao frá Spáni í 64-manna úrslitum í miklum spennuleik. Skúli Gunnar keppir gegn Svíanum Edwin Sjödin í 32-manna úrslitum fimmtudaginn 15. ágúst. Markús lék gegn Skotanum Robby Turnbull í 64 manna úrslitum og sá leikur fór einnig í bráðabana þar sem að Markús tryggði sér sigur á 1. holu bráðbanans eða 19. holunni. Albin Ivarsson frá Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2024 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ben Hogan ——— 13. ágúst 2024

Afmæliskylfingur dagsins er einn besti kylfingur allra tíma, Ben Hogan.  Ben var fæddur 13. ágúst 1912 og hefði átt 112 ára afmæli í dag. Ben Hogan dó 25. júlí 1997, 84 ára eða á 85. aldursári. Ben Hogan gerðist atvinnumaður 1930 og hætti keppni 1971 eftir 41 árs farsælan feril. Hann var  einkum þekktur fyrir fallega golfsveiflu sína. Ben Hogan sigraði 68 sinnum á atvinnumannsferli sínum þar af 64 sinnum á PGA Tour og situr í 4. sæti yfir þá sem sigrað hafa oftast á þeirri mótaröð.  Hogan vann 9 risamótstitla á ferli sínum. Hann fékk inngöngu í frægðarhöll kylfinga 1974. Hann vann auk þess til allra helstu verðlauna og viðurkenninga í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2024 | 10:00

LIV: Graeme McDowell féll á lyfjaprófi

Fyrrum sigurvegari Opna bandaríska, Graeme Mc Dowell féll á lyfjaprófi, en hann var valinn sem hluti slembiúrtaks, þar sem verið var að kanna lyfjanotkun leikmanna LIV mótaraðarinnar. McDowell hafði notað nefúða, fyrir LIV mót í Nashville, þar sem hann var með stíflað nef og gat ekki sofið. Nefúðinn innihélt R-methamphetamine (levo-methamphetamine), sem er á bannlista. Í kjölfarið svipti LIV McDowell verðlaunafé hans og liðsfélaga hans í liðahluta mótsins í Nashville upp á $128.000, eins fékk McDowell sekt upp á $125.000,- og fær ekki að spila á næsta móti LIV, þ.e. LIV Greenbrier. McDowell hefði getað sótt um undanþágu fyrir lyfjanotkuninni, en sagðist ekki hafa leitt hugann neitt sérstaklega að því, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2024 | 06:49

PGA: Rai sigraði á Wyndham

Það var enski kylfingurinn Aaron Rai, sem sigraði á Wyndham Championship, en mótið fór fram dagana 8.-11. ágúst 2024. Sigurskor Rai var 18 undir pari (65 65 68 64). Þetta er fyrsti sigur Rai á PGA Tour. Í 2. sæti varð Max Greyserman tveimur höggum á eftir á samtals 16 undir pari (69 60 66 69). Í 3. sæti urðu síðan John Michael (JJ) Spaun  Jr.og Ryo Hisatune á samtals 15 undir pari, hvor. Sjá má öll úrslit með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2024 | 06:00

R&A Amateur u18: 4 íslenskir þátttakendur

Fjórir keppendur frá Íslandi taka þátt á R&A Amateur mótinu sem er fyrir keppendur 18 ára og yngri. Á þessu móti keppa sterkustu áhugakylfingar heims og á mótið sér langa sögu. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, keppir í stúlknaflokki. Markús Marelsson, GK, Skúli Gunnar Ágústsson, GK og Veigar Heiðarsson, GA keppa í piltaflokki. Alls eru 288 keppendur á þessu móti, 144 í stúlknaflokki og 144 í piltaflokki. Leikið er á tveimur völlum við borgina Leeds á Englandi. Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að fyrstu tvo keppnisdagana er leikinn höggleikur – og komast 64 efstu í holukeppnina sem tekur við eftir höggleikskeppnina. Sjá má rástíma og stöðu í piltaflokki með því að Lesa meira