Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2024 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Birgit Henriksen – 12. ágúst 2024

Afmæliskylfingur dagsins er Birgit Henriksen. Hún fæddist 12. ágúst 1942 á Siglufirði og lést í Hafnarfirði 12. apríl 2022. Hún var eigandi Golf1.is og hefði orðið 82 ára í dag. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Larry Ziegler, 12. ágúst 1939 (85 ára);  Ingunn Steinþórsdóttir, 12. ágúst 1960 (64 ára); Gunnar Sandholt, 12. ágúst 1949 (75 ára MERKISAFMÆLI!!!); Þórhalli Einarsson, 12. ágúst 1961 (63 ára); Oddný Sturludóttir, 12 ágúst 1976 (48 ára); Chase Seiffert, 12. ágúst 1991 (33 árs); Jóhannes Georg Birkisson, 12. ágúst 1999 (25 ára STÓRAFMÆLI!!!) … og ….. Golf 1 óskar kylfingum og öðrum, sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju! Ef þið Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2024 | 21:30

GSÍ: Aron Snær og Hulda Clara eru stigameistarar

Aron Snær Júlíusson, GKG og Hulda Clara Gestsdóttir, GKG eru stigameistarar 2024 á GSÍ mótaröðinni. Þetta er í annað sinn sem Aron Snær er stigameistari en í fyrsta sinn hjá Huldu Clöru. Hulda Clara tók þátt á tveimur mótum á þessu tímabili og sigraði hún á þeim báðum. Hún sigraði á Íslandsmótinu í golfi og í Hvaleyrarbikarnum sem lauk í dag. Hulda Clara fékk alls 2500 stig. Eva Kristinsdóttir, GM, varð önnur með 1923 stig og í þriðja sæti var Ragnhildur Kristinsdóttir, GR með 1750 stig. Aron Snær tók þátt á öllum fjórum mótum tímabilsins og fékk hann alls 2456 stig. Hann sigraði á Íslandsmótinu í golfi 2024, hann varð Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2024 | 17:00

Hvaleyrarbikarinn 2024: Tómas og Hulda Clara sigruðu!!!

Það voru þau Tómas Eiríksson Hjaltested, GR og Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, sem stóðu uppi sem sigurvegarar í Hvaleyrarbikarnum. Tómas lék á samtals 5 undir pari, 211 höggum (65 71 75). Aðeins 1 höggi á eftir honum á samtals 4 undir pari, 212 höggum (72 69 71) urðu Breki Gunnarsson Arndal, GKG og Jón Frank Halldórsson, GR (70 68 74).  Jafnir, T-4, urðu síðan Kristófer Orri Þórðarson og Ragnar Már Garðarsson, báðir á samtals 2 undir pari, hvor. Heimamennirnir Daníel Ísak Steinarsson og Birgir Björn Magnússon urðu T-6 en báðir spiluðu á samtals 1 undir pari.  Þessir 7 kylfingar voru þeir einu í karlaflokki til að spila undir pari. Í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2024 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sæmundur Jóhannsson og Rögnvaldur Magnússon – 11. ágúst 2024

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Sæmundur Jóhannsson og Rögnvaldur Magnússon. Sæmundur er fæddur 11. ágúst 1949 og fagnar því 75 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Sæmundur Jóhannsson – Innilega til hamingju með 75 ára merkisafmælið!!! ——————————- Rögnvaldur er fæddur 11. ágúst 1984 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Hann var í Golfklúbbi Bolungarvíkur (GBO), en er nú í næsta bæ við, GO, þar sem hann hefir margoft orðið klúbbmeistari GO eða 2013, og síðan óslitið 5 ár í röð 2015-2019, 2021 og síðan ávann hann sér 8. klúbbtitil sinn hjá GO í ár, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2024 | 13:29

Hvaleyrarbikarinn 2024: Berglind Björns fékk ás á 12. braut!

Berglind Björnsdóttir, GR, fór holu í höggi á 12. braut Hvaleyrararinnar á 2. keppnisdegi Hvaleyrarbikarsins,  í gær þann 10. ágúst 2024. Tólfta braut á Hvaleyrinni er par-4 273 metra löng og er halli niður á flöt. Eftir 2. keppnisdag er Berglind T-4 í Hvaleyrarbikarnum. Fylgjast má með lokahringnum í Hvaleyrarbikarnum með því að SMELLA HÉR:  Golf 1 óskar Berglindi til hamingju með ásinn!!!


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2024 | 13:00

GH: Reynir Örn fór holu í höggi

Reynir Örn Hannesson í Golfklúbbi Húsavíkur (GH) náði þeim glæsilega árangri að fara holu í höggi. Ásinn var sleginn á 2. braut Katlavallar. Önnur brautin er par-3 131 metra löng. Golf 1 óskar Reyni Erni til hamingju með ásinn! Í aðalmyndaglugga: Frá Katlavelli á Húsavík. Mynd: Golf1


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2024 | 12:00

GS: Sveinn Andri og Fjóla Margrét klúbbmeistarar 2024

Meistaramót Golfklúbbs Suðurnesja (GS) í Keflavík var haldið 7.-10. ágúst og lauk í gær. Þátttakendur, sem luku keppni, voru 138 og kepptu þeir í 8 flokkum. Klúbbmeistarar GS eru þau Fjóla Margrét Viðarsdóttir og Sveinn Andri Sigurpálsson. Sjá má öll úrslit í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR: og þau helstu hér að neðan: Meistaraflokkur karla: (19) 1 Sveinn Andri Sigurpálsson 278 (75 69 69 65) 2 Pétur Þór Jaidee 290 (71 75 73 71) 3 Sigurpáll Geir Sveinsson 292 (74 76 74 68) Meistaraflokkur kvenna: (1) 1 Fjóla Margrét Viðarsdóttir 217 (74 70 73) 1. flokkur karla: (19) 1 Snorri Rafn William Davíðsson 227 (79 74 74) 2 Davíð Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2024 | 12:00

GKG: Sigríður og Gunnar Valdimar sigruðu í Regnbogamótinu

Það voru Sigríður Ólafsdóttir, GKG og Gunnar Valdimar Guðjohnsen, sem sigruðu í Regnbogamótinu, sem fór fram á Leirdalsvelli hjá GKG í gær 9. ágúst 2024. Keppt var í einum flokki (konur- karlar- og kvár-) Keppnisfyrirkomulag var punktamót og hlutu Sigríður og Gunnar Valdimar bæði 39 punkta. Þátttakendur, sem luku keppni, voru 60, þar af 11 karl- og 49 kvenkylfingar. Fullt var af frábærum vinningum í mótinum, m.a.: frábærir regnjakkar frá Cintamani fyrir fyrstu sætin, út að borða á Grillmarkaðinn og Tres Locos, nautalund frá Esju, gjafabrét í SkyLagoon og margt fleira. Sjá má öll úrslit í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2024 | 09:00

GG: Helgi Dan og Svanhvít Helga klúbbmeistarar 2024

Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur (GG) fór fram dagana 7.-9. ágúst 2024. Það er í raun ótrúlegt að meistaramót skuli hafa verið haldið hjá GG, eftir allt sem búið er að ganga á vegna eldsumbrota þar í nágrenni, með tilheyrandi flutningum og tvístrun heils bæjarfélags.  Frábær dugnaður og þrautseigja!!! ….  Það sýnir sig kannski enn og aftur að golfið mildar öll sár og er einmitt svo gott til að dreifa huganum þegar hverskyns erfiðleikar eða þungbær örlagahögg dynja á. Í ár voru þeir sem luku keppni í meistaramóti GG 59 og kepptu þeir í 8 flokkum. Spilaðir voru 3 keppnishringir. Klúbbmeistarar GG eru þau Svanhvít Helga Hammer og Helgi Dan Steinsson. Sjá Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2024 | 22:30

Chi Chi Rodriguez látinn

Juan „Chi Chi“ Rodriguez, frægðarhallkylfingur, lést sl. fimmtudag 8. ágúst 2024. Hann varð 88 ára. Uppátæki hans á flötunum í mótum sem hann tók þátt í á hátindi frægðar sinnar á PGA mótaröðinni gerðu hann að einum af vinsælustu leikmönnum golfíþróttarinnar, á löngum atvinnumannsferli hans. Það var Carmelo Javier Ríos, öldungadeildarþingmaður í heimalandi Rodriguez, Púertó Ríkó,sem  tilkynnti um andlát Rodriguez. Hann gaf ekki upp dánarorsök. „Ástríða Chi Chi Rodriguez fyrir góðgerðarstarfsemi var það eina sem stóð framar ótrúlegum hæfileika hans með golfkylfu,“ sagði Jay Monahan, framkvæmdastjóri PGA Tour, í yfirlýsingu. “ (Hann var) lífandi (og) litríkur persónuleiki bæði innan og utan golfvallarins, hans verður sárt saknað af PGA Tour og Lesa meira