Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2024 | 22:00

Hvaleyrarbikarinn 2024: Tómas og Hulda Clara efst e. 2. dag

Baráttan um sigurinn í Hvalerarbikarnum í golfi harnaði verulega á öðrum keppnisdegi í dag í Hafnarfirði en mótið fer fram hjá Golfklúbbnum Keili. Framundan er mikil spenna á lokadeginum á morgun í báðum flokkum. Hulda Clara Gestsdóttir úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar kann vel við sig á Hvaleyrinni og náði efsta sætinu í dag af Evu Kristinsdóttur úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Eva náði sér ekki á strik og lék á 80 höggum eftir að hafa átt mjög góðan hring í gær á 70 höggum. Hulda nýtti sér það og lék á 73 höggum og bætti sig um þrjú högg milli daga. Berglind Erla Baldursdóttir einnig úr GM komst upp að hlið Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2024 | 21:00

PGA: Beau Hossler á 60!

Á 1. degi Wyndham Championship (í gær, þ.e. föstudaginn 9. ágúst 2024), þ.e. á móti vikunnar á PGA Tour, náði Beau Hossler þeim glæsilega árangri að spila á 10 undir pari, 60 höggum. Hossler hafði 3 sjénsa að spila undir 60 á mótinu, en klúðraði því með pari á öllum síðustu 3 holunum. „Ég var að dræva vel,“ sagði Hossler eftir hringinn „ en líklega hafa miðjárnin verið hápunkturinn á spili mínu, ég sló mjög nálægt með nokkrum 6-járns höggum og með 5-járninu fór ég næstum holu í höggi. Þetta var einn af þessum dögum sem bara allt gekk upp.“ Mótinu seinkaði, þ.e. ekki var spilað fimmtudaginn, vegna mikillar úrkomu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2024 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (5/2024)

Á mót spurði einn áhorfandinn, keppandann, sem var að fara að slá af teig: „Heyrðu, slærðu langan bolta?“ Keppandinn: „Ég kýs að hafa þá kringlótta!


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2024 | 19:00

Ólympíuleikarnir 2024: Lydía Ko vann gullið!!!

Það var Lydía Ko frá Nýja-Sjálandi, sem stóð uppi sem gullverðlaunahafi á Ólympíuleikunum í golfi kvenna. Lokaskor hennar á Le Golf National var 10 undir pari, 278 högg (72 67 68 71), Hún vann áður silfurverðlaunin á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 og tók bronsið í Tokýó 2021. Hún er eini kylfingurinn, karl- eða kvenkyns, sem unnið hefir til verðlauna í golfi í 3 Ólympíuleikum í röð – frá því golfið var aftur gert að keppnisíþrótt á Ólympíuleikunum. Hún komst við þegar þjóðsöngur Nýja-Sjálands var spilaður. Gullið tryggir henni inngöngu í frægðarhöll LPGA. Lydía Ko er fædd þ. 24. apríl 1987 og því 27 ára.  Á ferli sínum hefir hún unnið Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2024 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ingimar Waldorff – 10. ágúst 2024

Afmæliskylfingur dagsins er Ingimar Waldorff. Ingimar er fæddur 10. ágúst 1974 og á því 45 ára afmæli í dag. Ingimar er í Golfklúbbi Grindavíkur (GG). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Ingimar Waldorff (Innilega til hamingju með árin 50!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Gabrielle Keiller, f. 10. ágúst 1908 – d. 23. desember 1995; Galtarviti Keflavik (104 ára); Maria Elana Astrologes Combs, 10. ágúst 1951 (73 ára); [James] Kenneth Perry, 10. ágúst 1960 (64 ára); Ellý Steinsdóttir, 10. ágúst 1963 (61 árs); Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, 10. ágúst 1966 (58 ára); Lori Tatum, 10. ágúst Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2024 | 22:00

Hvaleyrarbikarinn 2024: Tómas E Hjaltested setti glæsilegt vallarmet á Hvaleyrinni!

Tómas Eiríksson Hjaltested úr Golfklúbbi Reykjavíkur tók afgerandi forystu í karlaflokki á fyrsta keppnisdegi Hvaleyrarbikarsins í golfi í Hafnarfirði og setti um leið nýtt vallarmet á Hvaleyrarvelli. Tómas lék á 65 höggum í blíðskaparveðri og var á sjö höggum undir pari vallarins sem hefur verið breytt á síðustu árum. Fyrr í sumar voru tvær nýjar brautir teknar í notkun og besta skorið af meistaraflokksteigum eftir það var 68 högg hjá Axel Bóassyni eða þar til í dag. Fimm kylfingar léku á 70 höggum og koma næstir. Í þeim hópi er Íslandsmeistarinn Aron Snær Júlíusson úr GKG en hann er einnig efstur á stigalistanum á mótaröðinni. Jóhann Frank Halldórsson GR, Arnar Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2024 | 20:00

Hvaleyrarbikararnir

Nú um helgina ráðast úrslitin í  því hverjir standa uppi sem stigameistarar GSÍ, með keppni í Hvaleyrarbikarnum. Keppt er um Hval­eyr­ar­bik­ar­ana eins og nafn mótsins gefur til kynna. Verðlauna­grip­ur­inn á sér nokkra sögu og óvenjulega. Er hann einn af elstu bik­ur­un­um í safn­inu hjá golf­klúbbn­um Keili. Var bik­ar­inn gef­inn af Toyota umboðinu árið 1979 eða tólf árum eft­ir að klúbbur­inn var stofnaður. Var keppt um bik­ar­inn á opnu móti hjá Keili sem haldið var í nokk­ur ár. Bik­ar­inn er veg­leg­ur og frem­ur óvenju­leg­ur í út­liti. Var hann hannaður og sér­smíðaður í listagalle­rí í Jap­an á sín­um tíma. Þegar stiga­mót­inu Hval­eyr­ar­bik­arn­um var komið á fót árið 2016 þurfti að búa til Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2024 | 18:00

Ólympíuleikarnir 2024: Metreaux og Ko efstar f. lokahringinn

Það eru hin svissneska Morgane Metreaux og silfurverðlaunahafinn frá Tokýó, Lýdía Ko sem eru efstar og jafnar eftir 3. keppnisdag á Le Golf National á Ólymípuleikunum í París. Nú eru línur farnar að skýrast, þar sem aðeins er eftir að spila lokahringinn. Telja verður nokkuð víst að gull- silfur og bronsmedalíuhafarnir verði meðal þeirra sem eru í efstu 10 sætinum. Það eru eftirfarandi kylfingar: T1. Morgane Metraux (Sviss): -9 T1. Lydia Ko (Nýja-Sjáland): -9 (F) T3. Rose Zhang (Bandaríkin): -7 (F) T3. Miyu Yamashita (Japan): -7 (F) 5. Atthaya Thitikul (Thailand): -6 (F) 6. Mariajo Uribe (Kólombia): -5 (F) T7. Nelly Korda (Bandaríkin): -4 (F) T7. Xiyu Lin (Kína): -4 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2024 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Erna Elíasdóttir og Jón Svavar Úlfarsson —– 9. ágúst 2024

Afmæliskylfingar dagins eru tveir Erna Elíasdóttir og Jón Svavar Úlfarsson. Erna er fædd 9. ágúst 1949 og á því 75 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Erna Elíasdóttir – 75 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! —————— Jón Svavar er fæddur 9. ágúst 1954 og á því 7 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan   Jón Svavar Úlfljótsson – 70  ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Sven Strüver, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2024 | 17:00

Ólympíuleikarnir 2024: Metraux leiðir í hálfleik

Það er hin svissneska Morgan Metraux, sem leiðir í hálfleik í golfi kvenna á Ólympíuleikunum eftir 2. keppnisdag. Hún er búin að spila Le Golf National á samtals 8 undir pari, 136 höggum (70 66). Ruoning Yin frá Kína kemur næst í 2. sætinu 1 höggi á eftir 7 undir pari, 137 högg (72 65). Silfurverðlaunahafinn frá því í Tókýó, Lydía Ko frá Nýja-Sjálandi fór upp um 10 sæti og er nú í 3. sæti á 5 undir pari, 139 höggum (72 67). Nelly Korda hækkar sig um 1 sæti og fækkar höggum um 2 frá því í gær;  er T-12 á samtals 2 undir pari, 142 höggum  (72 70). Lesa meira