Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2024 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2024

Afmæliskylfingur dagsins er sigurvegari Opna bandaríska 2012, Webb Simpson. Webb sem í raun heitir James Frederick Simpson fæddist 8. ágúst 1985 og á því 39 ára afmæli í dag. Sem áhugamaður var hann í sigursælum liðum Bandaríkjanna í Walker Cup og Palmer Cup 2007. Á háskólaárum sínum spilaði hann með golfliði Wake Forest og var þar á Arnold Palmer golfskólastyrk. Eftir að Simpson gerðist atvinnumaður spilaði hann fyrst á Nationwide Tour (sem nú heitir Web.com Tour ekki þó eftir Webb Simpson 🙂 ) og varð 2 sinnum í 2. sæti þar. Á Q-school PGA Tour varð hann jafn öðrum í 7. sæti árið 2008 og spilaði því að PGA Tour Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2024 | 08:00

GSÍ mótaröðin 2024: Í Hvaleyrarbikarnum ræðst hver verða stigameistarar

Hvaleyrarbikarinn 2024 fer fram um næstu helgi hjá Golfklúbbnum Keili og er mótið lokamótið á GSÍ mótaröðinni á þessu tímabili. Hvaleyrarbikarinn hefst föstudaginn 9. ágúst og lokakeppnisdagurinn er sunnudagurinn 11. ágúst. Leiknar verða 54 holur á þremur keppnisdögum. Fyrst var keppt um stigameistaratitla í kvenna – og karlaflokki á Íslandi árið 1989. Ragnhildur Sigurðardóttir er með flesta stigameistaratitla í kvennaflokki eða alls 9. Í karlaflokki eru Keilismennirnir Axel Bósson og Björgvin Sigurbergsson með flesta titla, en þeir hafa fagnað þessum titli fjórum sinnum hvor um sig. Staðan á GSÍ stigamótaröðinni 2024 í karlaflokki: Alls eru 104 leikmenn með stig í karlaflokki á þessu tímabili á GSÍ mótaröðinni. Íslandsmeistarinn í golfi Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2024 | 18:00

GK: Ásdís og Helgi á besta skorinu í Opna 66° Norður mótinu

Það voru 177 keppendur sem léku Hvaleyrarvöll við misjafnar veðuraðstæður á 66°Norður mótinu, sem fram fór 27. júlí sl. Veitt eru verðlaun fyrir 10 efstu sætin í punktakeppni og besta skor í kvenna- og karlaflokki. Einnig voru verðlaun veitt fyrir næstur holu á öllum par 3 holum vallarins. Besta skor kvenna var Ásdís Valtýsdóttir á 73 höggum. Besta skor karla var Helgi Rúnólfsson á 70 höggum. Efst í punktakeppni voru: 1 Vignir Sveinsson Golfklúbburinn Mostri 47 punktar 2 Hjalti Hermann Gíslason Golfklúbbur Ísafjarðar 43 punktar 3 Sigurður Kristinn Ingimarsson Golfklúbbur Ásatúns 42 punktar (Síðustu sex) 4 Hákon Valur Dansson Golfklúbbur Brautarholts 42 punktar (Seinni níu) 5 Ingvar Guðmundsson Golfklúbburinn Keilir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2024 | 16:30

Ólympíuleikarnir 2024: Celine Boutier leiðir e. 1. dag

Golfið hjá konunum á Ólympíuleikunum hófst í dag. Það er heimakonan Celine Boutier, sem leiðir eftir 1. dag. Hún lék Le Golf National á 7 undir pari, 65 höggum. Í 2. sæti er Asheigh Buhai frá Mexíkó 3 höggum á eftir á samtals 4 undir pari, 68 höggum. Þriðja sætinu deila síðan 4 kylfingar:  Gabi Lopez frá Mexikó; Morgane Metraux frá Sviss; Mariajo Uribe frá Uruguay og hin bandaríska Lilia Vu, allar á samtals 3 undir pari 69 höggum. Gull- og silfurmedalíuhafarnir frá því í Tokyó 2021 þær Nelly Korda og Lydia Ko deila 13. sætinu ásamt 11 öðrum kylfingum, sem allar léku 1. hring á sléttu pari. Sjá má stöðuna Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2024 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2024

Afmæliskylfingur dagsins er Andri Páll Ásgeirsson. Andri Páll er fæddur 7. ágúst 1998 og er því 26 ára í dag. Andri Páll er í Golfklúbbnum Keili (GK). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Andri Páll Ásgeirsson · (26 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Kolbrún Sævarsdóttir, 7. ágúst 1964 (hefði átt 60 ára MERKISAFMÆLI í dag) d. 9. september 2020; Jodi Figley, 7. ágúst 1969 (53 ára – spilaði á LPGA); Esther Choe, 7. ágúst 1989 (35 ára – bandarísk spilar á LET); Rósirnar Heilsurækt ….. og ….. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2024 | 11:45

Brandt Snedeker hlýtur Payne Stewart verðlaunin

Brandt Snedeker, nífaldur sigurvegari á PGA mótaröðinni, hefur verið útnefndur 2024 viðtakandi Payne Stewart verðlaunanna sem veitt eru af Southern Company og eru veitt  árlega þeim kylfingi sem endurspeglar best karaktereinkenni þeirra sem rétt eiga á  inngöngu í frægðarhögg kylfinga, þeirra sem hafa látið góðgerðarstarfsemi  sig varða og íþróttamennsku. Í meira en áratug hafa Snedeker, 43 ára, og eiginkona hans, Mandy, starfrækt Snedeker Foundation, sem hefur einbeitt sér að því að kynna ungmennum í Tennessee aðferðir til varnar kynferðisofbeldi og eins hafa þau stutt golfið á unglingastigi. Snedeker, FedEx bikarmeistari 2012, verður heiðraður á Tour Championship í East Lake golfklúbbnum í Atlanta þann 27. ágúst. „Brandt Snedeker er holdgerfingur alls Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2024 | 07:00

Ólympíuleikar 2024: Nelly Korda stefnir á að verja gullið!

Fjölskylda Nelly Korda samanstendur af topp íþróttamönnum; tennisspilurum og kylfingum. Þetta eru bara ekki einhverjir íþróttamenn, heldur heimsmeistarar og Ólympíugullhafar. Konurnar a.m.k. „Við gerum alltaf grín að strákunum því við segjum að stelpurnar í Korda fjölskyldunni séu þær einu sem hafa keppt á Ólympíuleikunum  en strákarnir ekki,“ segir Nelly Korda og hlær. „Við höfum það fram yfir þá í fjölskyldunni.“ Eitt sem Nelly Korda hefur fram yfir nánast alla í golfleiknum – hvort sem er innan eða utan fjölskyldu sinnar – eru gullverðlaun á Ólympíuleikunum. Í dag hefur hún keppni á Parísarólympíuleikunum og mun leitast við að verja titili sinn frá því í Tókýó, þó að margt („mjög margt“ ítrekar Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2024 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Morten Hagen ——– 6. ágúst 2024

Afmæliskylfingur dagsins er Morten Hagen, en hann fæddist 6. ágúst 1974 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Hagen er Norðmaður sem býr í Tønsberg, Noregi og spilaði allan feril sinn aðallega á Nordic Tour og á að baki þar 5 sigra. Einnig sigraði hann einu sinni á Áskorendamótaröð Evrópumótaraðarinnar þ.e. á Telia Challenge Waxholm árið 2005. Hann spilaði aðeins í 2 mótum á Evróputúrnum þ.e. árið 2005 á Abama Open de Canarias og árið 2006 á OSIM Singapore Masters. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Doug Ford, 6. ágúst 1922 (hefði orðið 102 ára); Bert Yancey, f. 6. ágúst 1938 – d. 26. ágúst 1994; Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2024 | 13:00

GSS: Styrktarmót Önnu Karenar – Allir að mæta í mótið á Sauðárkrók 8. ágúst!!!!

Anna Karen Hjartardóttir, klúbbmeistari kvenna í GSS, mun hefja nám við Suður-Dakóta háskóla (þ.e. South Dakota State University)  nú í haust og spila golf með golfliði skólans. Af því tilefni verður haldið styrktarmót henni til handa á Hlíðavelli á Sauðárkróki, 8. ágúst n.k. Þetta verður hefðbundið 9 holu punktamót með smá twisti- Anna verðir staðsett á vellinum og gefur keppendum högg í gjöf! Fjölskyldan ætlar svo að bjóða í kaffi og köku veislu í skalanum að loknu moti☕️🍰 Endilega mætið á Sauðárkrók 8. ágúst n.k. og takið þátt í mótinu!!!! Það má skrá sig í mótið í Golfboxinu – SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2024 | 11:00

LEK & ESGA: Ísland í 3. sæti í höggleik og 5. sæti í punktum á alþ. móti 55+ / Hjálmar í 2. sæti í höggleik einstaklinga!!!

Landssamtök eldri kylfinga á Íslandi, LEK, stóðu að fjölmennu alþjóðlegu golfmóti á Íslandi dagana 31. júlí – 2. ágúst. Keppendur voru 55 ára og eldri, 240 alls, og var keppt í karlaflokki. Um 330 gestir komu til landsins í tilefni mótsins. Það voru LEK og European Senior Golf Association, ESGA, sem stóðu að mótinu. Keppt var á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar, og á Korpúlfsstaðavelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Alls tóku 20 þjóðir sem þátt, og var keppt í höggleik án forgjafar og í punktakeppni. Sjá má úrslit á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ (punktakeppni) með því að SMELLA HÉR: Smelltu má úrslit á Korpúlfsstaðavelli í Reykjavík (höggleik) –með því að SMELLA HÉR: Smellið Lesa meira