Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2011 | 19:00

Hver er kylfingurinn: Sergio Garcia? 2/3 grein

Töpuð tækifæri á risamótum Snemma árs 2007 varð Sergio García fyrir mikilli gagnrýni þegar hann spýtti í bikarinn á WGC-CA Championship eftir þrípútt. Eftir að hann komst ekki í gegnum niðurskurð á tveimur fyrstu risamótum ársins 2007, þá gekk betur á Opna breska, sem er uppáhaldsrisamót Sergio af  risamótunum 4 … á Carnoustie linksaranum. Hann var í forystu þrjá fyrstu daga mótsins og var með 3 högga forystu fram yfir Steve Stricker og 6 högga forystu yfir afganginn af keppendum í byrjun 4. dags. Snemma á 4. degi jók hann m.a. forystu sína í 4 högg en svo fékk hann skolla á 5., 7. og 8. holu brautarinnar, sem  færði Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2011 | 11:30

Veit nokkur hver Bill Powell og hvað Clearview eru í golfinu?

Við lifum á tímum þar sem okkur finnst eðlilegt að sjá þeldökka kylfinga spila meðal þeirra bestu. Einn allra besti kylfingur sögunnar, Tiger Woods, er blökkumaður og við vitum öll að eitt aðaláhugamál Barack Obama, fyrsta Bandaríkjaforsetans sem er blökkumaður, er golf. Þó er haft vakandi auga með honum að hann spili nú ekki of mikið golf, heldur sinni mikilvægari verkefnum í þágu þjóðar sinnar! … en það er ekki nokkuð sem var bundið við litarhátt hans… Kennedy fór t.d. í felur með golfleik sinn vegna þess að 1. hann vildi ekki að litið yrði svo á að hann sinnti ekki mikilvægum verkefnum þjóðar sinnnar 2. vegna þess að golfið Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2011 | 21:00

Kylfingar 19. aldar: nr. 10 – John Duncan Dunn

Hér að undanförnu höfum við birt greinar hér á Golf 1 um Willie Dunn eldri, son hans Tom Dunn, og son Tom, Seymour Gourlay Dunn.  Hér verður fjallað um annan son Tom, John Duncan Dunn. John Duncan lærði að spila golf í North Berwick og var auk þess að vera frábær í golfi, góður sundmaður og var ágætur að sigla skútu. Hann var alhliða íþróttamaður, sterkur hlaupari og spilaði með skosku liði gegn Englendingum í fótbolta. Hann var valin til þess að vera í hjólaskautaliði Celtic, þegar þeir unnu meistaramótið og hann vann Hr. Steele, sem var fyrrum meistari Bretlands í 1 mílu hjólaskautahlaupi. John spilaði í rugby liði Bournemouth Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2011 | 18:00

Hver er kylfingurinn: Sergio Garcia? 1/3 grein

Nú hlægja margir. HaHaHa! Vita ekki allir kylfingar hver Sergio Garcia er? Sigurvegari undanfarinna 2 helga á Evróputúrnum; vann Andalucia Masters á Valderrama nú um helgina með 1 höggs mun á landa sinn Miguel Angel Jiménez og Castelló Masters, helgina þar áður með 11 högga mun á landa sinn Gonzalo Fernández-Castaño. Sergio Garcia Fernández fæddist 9. janúar 1980 og er því 31 árs. Hann hefir mestallan feril sinn verið meðal 10 efstu á heimslistanum þ.e. á árunum 2000-2009, en hápunktur ferils hans er m.a. sigur á HSBC Championship í nóvember 2008. Síðan þá hefir aumingja Sergio verið í lægð þar til nú, síðastliðnar 2 vikur.  Hann tilkynnti reyndar í dag Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2011 | 14:00

Glendower golfvöllurinn í Suður-Afríku

Hér á Golf 1 fylgjumst við með Sólskinstúrnum suður-afríska, en margir af heimsins þekktustu kylfingum koma frá þessu einu syðsta ríki Afríku… kylfingar, sem eru í uppáhaldi hjá mörgum hér á norðlægari slóðum.  Nægir þar að nefna menn á borð við Gary Player, Ernie Els, Louis Oosthuizen, Thomas Aiken, James Kingston og Lee Anne Pace. Nú um helgina lauk BMG Classic mótinu, en 2 ár í röð hefir mótið verið haldið á Glendower golfvellinum nálægt Jóhannesarborg. Tilurð vallarins var sú að árið 1935 (um það leyti sem menn hér heima voru að stofna GR, elsta golfklúbb á Íslandi) tóku 10 bissnessmenn sig saman og keyptu býlið „Glendower” í þeim tilgangi Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2011 | 18:20

Viðtalið: Ágúst Húbertsson, framkvæmdastjóri GK.

Ágúst Húbertsson lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis nú um mánaðarmótin.  Hann hefir gegnt stöðunni að sögn frá árunum ´86-´88, eða í 23-25 ár.  Við stjórnartaumunum tekur sonurinn, Ólafur Þór, en Ágúst hefir verið honum innan handar og gegnt 1/2 stöðu hjá Keili s.l. ár, til þess að kenna honum á alla þræði stjórnarmennskunnar. Golf 1 leit við hjá Ágústi og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. Golf 1: Hvers kemurðu til með að sakna mest þegar þú hættir? Ágúst:  Vinnunnar almennt og þátttökunnar í að móta starfið, en maður heldur félagsskapnum og er ekki alveg farinn. Golf 1: Hvað hefir verið skemmtilegast í starfi þínu sem framkvæmdastjóri þegar þú horfir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2011 | 14:00

Nirwana golfvöllurinn á Balí

Í viðtali við Ólaf Þór Ágústsson, framkvæmdastjóra golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði, (sem birtist síðar hér á Golf 1) kom m.a. fram að honum þætti Nirwana golfvöllurinn á Balí vera sérstakasti golfvöllur, sem hann hefði spilað m.a. vegna fallegs landslags og sérstaks, en völlurinn er byggður í miðjum hrísgrjónaakri. Nirwana golfvöllurinn er hannaður af Greg Norman.  Meðal sérstakra þátta á vellinum er að allir kaddýar klúbbsins eru konur frá nálægum bæjum. Þær eru allar frábærir kylfingar og hljóta þar að auki 3 mánaða grunnþjálfun áður en þær mega hefja störf. Golfvöllurinn er á suð-vesturströnd Balí og aðeins 45 mínútna akstur frá alþjóðaflugvelli Balí og rétt hjá fræga musterinu Tanah Lot Ubud Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2011 | 10:00

Kylfingar 19 aldar: nr. 9 – Seymour G. Dunn

Seymour Gourlay Dunn er annar af tveimur sonum Tom Dunn, sem fjallað var um í síðustu 2 greinum og barnabarn Willie Dunn eldri. Talið er að hann hafi fæðst í kylfusmíðaskúr föður síns á West Links North Berwick 11. mars 1882. Á fullorðinsárum var honum var lýst sem 1,80 metra háum ljóshærðum og  bláeygðum manni, með þyrni tatooveraðan á framhandlegginn. Hann var aðeins 15 ára þegar hann kom í fyrsta sinn til Bandaríkjanna í júní 1897. Þá þegar hannaði hann 9 holu völl í Lawrenceville School í New Jersey.  Tveimur árum síðar, 1899 var Seymour ráðinn sem golfkennari til Societe Golf de Paris og hannaði nokkra golfvelli í Evrópu m.a. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2011 | 20:50

Kylfingar 19. aldar: nr. 8 – Thomas Dunn – seinni grein –

Árið 1889, (eftir að hafa verið rekinn frá North Berwick) var Tom Dunn skipaður vallarstjóri og kylfusmiður í  Tooting Bec golfklúbbnum í Surrey þar sem hann hannaði og byggði Furzedown golfvöllinn. Philip Wynn, kylfusmiður frá North Berwick gerðist samstarfsmaður Tom Dunn í Tooting Bec. Tom Dunn kenndi  Arthur J. Balfour að spila golf í North Berwick (en Balfour var forsætisráðherra Breta 1902-05) og eftir að þing var komið saman spiluðu Balfour og Tom Dunn oft í Tooting Bec nálægt London. Siðar var jörðin tekin og íbúðir byggðar, en 1906 var hinn frægi Tooting Bec Lídó þarna. Tom Dunn fluttist til London Scottish G.C. þar sem hann stækkaði völlinn í 18 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2011 | 17:30

Viðtalið: Birgir Leifur Hafþórsson, GKG.

Um miðjan maí, þegar allt var að vakna til lífsins þetta herrans ár 2011 fór Golf 1 af stað með að taka viðtöl við íslenska kylfinga, þ.e. leggja fyrir þá á fjórða tug staðlaðra spurninga, með örlitlum frávikum í hvert sinn.  Hér fer eitt viðtalanna, en viðmælandi er Birgir Leifur Hafþórsson, sem tekur þátt á 1. stigi PGA Q-school í Pinehurst, Norður-Karólínu, þessa dagana. Eftir 2. dag er Birgir Leifur í 11. sæti og enn lítur allt vel út með að hann komist á 2. stig úrtökumótsins.  En hér eru spurningarnar og svör Birgis Leifs: Fullt nafn: Birgir Leifur Hafsteinsson. Klúbbur: GKG og GL. Hvar og hvenær fæddistu? Ég fæddist Lesa meira