Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2011 | 20:30

Kylfingar 19. aldar: nr. 8 – Thomas Dunn – fyrri grein –

Thomas Dunn fæddist í Blackheath, London, 1850 og dó í Blagdon, Somerset 1902, aðeins 52 ára. Tom lærði kylfusmíði hjá föður sínum Willie Dunn eldri í Musselburg og þjálfaði yngi bróður sinn Will Dunn yngri, sem átti eftir að hafa mikil áhrif á þróun golfíþróttarinnar.  Tom hóf atvinnumannsferil sinn í North Berwick 1869. Næsta ár flutti hann sig um set til London Scottish Club í Wimbledon og  1871 starfaði hann með föður sínum, Willie Dunn eldri á Leith Links, þar sem þeir bjuggu og störfuðu á Vanburgh Place nr. 7. Tom Dunn kvæntist Isabellu Gourlay og þau fluttust til Tooting Bec golfklúbbsins  í Southwark, London, þar sem börnin þeirra voru Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2011 | 20:00

Kylfingar 19. aldar: nr. 7 – Willie Dunn eldri

Willie Dunn eldri fæddist í Musselburgh 1821. Hann, ásamt tvíburabróður sínum, Jamie, spilaði í mörgum áskorendamótum (challenge matches) á árunum 1840-1860. Willie var nemi hjá Gourlay fjölskylduni og var vallarstjóri í Blackheath til ársins 1864, en þá sneri hann aftur til Thistle golfklúbbsins á Leith Links. Willie vann sem kylfu- og boltasmiður í heimahúsum þ.e. í Primrose Cottage, Lochend, Leith. Árið 1867 tók Thistle golfklúbburinn Vanburgh Place nr. 8 á leigu sem klúbbhús og þar bjó Willie Dunn og var með verkstæði á Vanburgh Place Lane. Dunn átti tvo syni Thomas (alltaf kallaður Tom), sem nam kylfusmíði hjá föður sínum í Musselburgh og Willie Dunn yngri, sem var nemi hjá Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2011 | 18:00

Hver er kylfingurinn: Yani Tseng?

Yani Tseng (á kínversku: 曾雅妮) fæddist 23. janúar 1989 í Guishan, Taoyuan í Taíwan Það var einmitt  á heimaslóðum Yani í Taoyuan, sem tilkynnt var í síðustu viku að hún yrði leikmaður ársins 2011 á LPGA  og eins vann hún 7. sigur sinn á LPGA, þetta 1. skipti sem Sunrise mótið er haldið í Taíwan. Alls er hún búin að sigra á 10 golfmótum í ár og er nr. 1 á Rolex heimslistanum. Hún er besti kvenkylfingur heims. En hvað annað… hvað vitum við meira um kylfinginn Yani Tseng? Yani er 22 ára, pabbi hennar heitir Mao Hsin Tseng og mamma hennar Yu-Yun Yang. Yani býr í húsi í Lake Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2011 | 20:00

Kylfingar 19. aldar: nr. 6 Willie Park yngri – seinni hluti –

Golfbókarhöfundurinn Willie Park yngri Bók Willie Park The Game of Golf (1896) var fyrsta bókin, sem rituð var af atvinnukylfingi. Henni var vel tekið og hún hefir verið vinsæl allar götur síðan, en hún er fáanleg í nútíma, óstyttri útgáfu hjá forlaginu: Arcturus Publishers (2010). Seinni bók Willie Park yngri The Art of Putting, kom út 1920. Golfvallarhönnuðurinn Willie Park yngri Willie vann líka sem golfvallarhönnuður og hannaði 170 golfvelli í Bretlandi, víðsvegar um Evrópu, í Bandaríkjunum og Kanada. Park fór að hanna velli eftir að hann hætti keppnum þegar hann var á fertugsaldri, akkúrat þegar golf var að verða feykilega vinsælt í Bandaríkjunum. Sjá þurfti nýjum kylfingum fyrir golfvöllum Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2011 | 10:00

Jákvæðni Christinu Kim

Kóreansk-ameríski kylfingurinn Christina Kim, þrefaldur sigurvegari á LPGA, komst í fréttirnar þegar hún sigraði Opna sikileyska sunnudaginn fyrir hálfum mánuði, 9. október 2011.  Þetta var fyrsti sigur Christinu (sem hér verður skammstöfuð CK) á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour, skammst. LET). Þess mætti geta að umboðsmaður CK er Chubby Chandler, sem mikið hefir verið í fréttum s.l. viku vegna missis hans á frægum umbjóðendum, þ.e. þeim Ernie Els og nú síðast Rory McIlroy. CK heldur fast í Chubby, en þau kynntust í gegnum Twitter. CK fæddist 15. mars 1984 og er því 27 ára. Hún er sem ferskur andblær á þeim alþjóðlegu golfmótum sem hún tekur þátt í og Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2011 | 20:00

Kylfingar 19. aldar: nr. 6 Willie Park yngri – fyrri hluti –

Willie Park yngri ( f. 4. febrúar 1864 – d. í maí 1925) var einn af topp atvinnukylfingum 19. aldar. Hann vann Opna breska tvisvar. Willie Park yngri var líka góður golfútbúnaðarsmiður og golfskríbent. Á seinni árum varð hann þekktur sem einn af bestu golfvallararkítektum heims. Æska Willie Park yngri Willie Park yngri var fæddur í Musselburgh í Skotlandi, nálægt Edinborg. Pabbi hans Willie Park eldri var einn af toppkylfingum Skotlands og Willie yngri lærði golf frá æsku. Pabbi hans var með golfútbúnaðar bissness, sem gekk vel, hann framleiddi kylfur og bolta. Park eldri spilaði í áskorendamótum (ens. challenge matches) þar sem lagt var undir og keppti einnig í mótum Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2011 | 18:00

Bled golfvöllurinn í Slóveníu

Uppáhaldsgolfvöllur afrekskylfingsins Rúnars Arnórssonar, GK, erlendis og sá sem honum þykir sérstakastur (skv. viðtali við hann hér fyrr í dag) er Bled í Slóveníu. Bled þykir einn af albestu skógarvöllum mið-Evrópu, er á lista yfir topp-100 bestu golfvelli Evrópu og er sá eini frá Slóveníu, sem er á listanum. Tímaritið Golf World Magazine valdi Bled 51. besta völl í Evrópu árið 2011. Golfvöllurinn í Bled opnaði 1937 og var tekinn í gegn af þekkta golfvallararkítektinum Donald Harradine árið 1972.  Á næsta ári fagnar Bled golfvöllurinn 75 ára afmæli. Hann er elsti golfvöllur Slóveníu og sá fallegasti. Völlurinn er aðeins í 4 km fjarlægð frá bænum Bled sem er niðrí dal, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2011 | 14:00

Viðtalið: Rúnar Arnórsson, GK.

Um miðjan maí, þegar allt var að vakna til lífsins þetta herrans ár 2011 fór Golf 1 af stað með að taka viðtöl við íslenska kylfinga, þ.e. leggja fyrir þá nokkrar staðlaðar spurningar, með örlitlum frávikum í hvert sinn.  Hér fer eitt af fyrstu viðtölunum, en viðmælandi er Rúnar Arnórsson, afrekskylfingur, í Golfklúbbnum Keili, í Hafnarfirði. Fullt nafn:  Rúnar Arnórsson Klúbbur: Golfklúbburinn Keilir (GK), Hafnarfirði. Hvar og hvenær fæddistu? Ég fæddist í Reykjavík, 11. júní 1992. Svo bjó ég fyrstu 3 árin í Danmörku. Hvar varstu alinn upp? Í Hafnarfirði. Fjölskylduaðstæður?  Ég bý heima hjá foreldrum mínum. Ég á eina systur, Signýju og bróður sem er fluttur út. Hvenær byrjaðir þú Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2011 | 21:00

Kylfingar 19. aldar: nr. 5 – Mungo Park

Mungo Park (1835–1904) var hluti frægrar, skoskrar golffjölskyldu. Hann fæddist í Quarry House í Musselburgh, sem var einn af bæjunum sem sá um Opna breska á árunum 1870-1880. Hann lærði að spila golf sem strákur, en varði síðan 20 árum ævinnar sem sjómaður. Hann sneri aftur til heimabæjar síns 1870 og vann Opna breska 1874 á Musselburgh linksaranum. Sigurskorið hans voru 159 högg á 36 holum.  Hann varði afgangi ævinnar sem golfvallarhönnuður, golfkennari og kylfusmiður. Bróðir Mungo, Willie Park eldri og frændi hans Willie Park yngri (sem fjallað verður um á morgun) unnu báðir Opna breska í árdaga mótsins. Heimild: Wikipedia


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2011 | 20:30

Kylfingar 19. aldar: nr. 4 – Willie Park eldri

William „Willie“ Park, eldri (f. 30. júní 1833 – d. 25. júlí 1903) fæddist í Musselburgh í Skotlandi. Líkt og margir atvinnukylfingar í árdaga nútíma golfs þá byrjaði Wille eldri sem kaddý. Seinna rak hann sinn eiginn golfverkfæra bissness. Á vellinum vann hann sér inn peninga í svonefndum áskorendamótum (ens. Challenge matches), gegn mönnum á borð við Old Tom Morris, Willie Dunn og Allan Robertson, en þetta var eitt vinsælasta keppnisform í mótum á hans tíma. Willie Park eldri var hávaxinn, sterkbyggður maður, högglangur og framúrskarandi púttari, en stundum lenti hann í vandræðum vegna of aggressívs leiks. Hann fór fram úr hinum eldri Willie Dunn, 20 ára að aldri og ferðaðist Lesa meira