Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2011 | 21:15

Kylfingar 19. aldar: Nr. 3 Allan Robertson – seinni hluti –

Allan Robertson bætti Old Course umtalsvert með því að stækka flatir vallarins, vegna aukins áhuga á golfinu. Fram og tilbaka flæði leiks um mjóa braut á Old Course leiddi að lokum til þess að búnar voru til stórar flatir, sem voru einstakar í Skotlandi; stundum hefir verið líkt eftir þeim í nútíma golfvallarhönnun. Fyrsta verk Allan í golfvallarhönnun, var að hanna 10 fyrstu holur á Carnoustie golfvellinum 1842, en við það verk naut hann aðstoðar Old Tom Morris. Samskipti Allan og Old Tom súrnuðu þegar Allan stóð Old Tom Morris að verki að spila með guttie golfboltanum, sem var nýr og ódýrari golfbolti og flýtti fyrir endalok á 100 ár Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2011 | 07:00

Hver er kylfingurinn: Na Yeon Choi?

Na Yeon Choi sigraði á Sime Darby LPGA mótinu í Malasíu nú um helgina.  Hver er þessi 5-faldi sigurvegari á LPGA? Na Yeon Choi (á kóreönsku: 최나연) fæddist 28. október 1987 í Seúl í Suður-Kóreu og er því 23 ára.  Hún byrjaði að spila golf 10 ára og vann strax 1. mótið sitt árið eftir að hún byrjaði og lét fljótlega að sér kveða sem áhugamaður.  Þegar hún var 17 ár vann hún ADT CaPS Invitational á kóreanska LPGA, vann frægðarhallarkylfinginn Se Ri Pak með 4 höggum. Na Yeon gerðist atvinnumaður skömmu þar á eftir í nóvember 2004. Alls hefir hún sigrað 10 sinnum sem atvinnukylfingur.  T.a.m. vann hún mót á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2011 | 21:00

Kylfingar 19. aldar: Nr. 3 Allan Robertson – fyrri hluti –


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2011 | 18:00

Nýr „fljótandi” golfvöllur á Maldíveyjum – komist milli teiga um neðansjávarglergöng

Maldíveyjar eru klasi baugeyja í Indlandshafi, suð-suðvestur af Indlandsskaga. Baugarnir eða hringrifin eru 26 talsins með 1.196 kóraleyjum. Mannfjöldinn á eyjunum er svipaður og hér á Íslandi um 300.000 og opinbert tungumál er divehí. Maldíveyjar komust í fréttir fyrir nokkru vegna þess að þær eru í mikilli hættu að sökkva í sæ.  Eyjarnar eru vinsæll áfangastaður brúðkaupsferðamanna, enda hvítar draumastrendur, með djúpbláu hafi og fallegum pálmatrjám, sem mæta hjónunum nýbökuðu, sem öðrum ferðamönnum. Nokkuð sem manni dreymir um á norðlægari slóðum þegar kólnar í veðri og golfvellir loka hverjir af öðrum. Til þess að mæta því að hitabeltisdraumurinn sökkvi í sæ hefir stjórn eyjanna ákveðið að verja $ 500.000,- til Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2011 | 20:00

Kylfingar 19. aldar: Nr. 2 Tom Morris yngri – III. hluti af 3

Leikstíll Tom Morris yngri var u.þ.b. 1,75 á hæð grannholda og sterklegur með mjög sterka úlnliði.  Hann greip um kylfuna með hendur u.þ.b. fingursvídd í sundur; en þetta var algeng tækni þess tíma. Hann var með langa baksveiflu og sveiflaði hart í flestum lengri höggunum, en hélt eftir nokkrum kraftbirgðum. Högg hans voru venjulega lág til meðalhá og náðu yfir langa vegalengd samanborið við flesta þá sem hann keppti við; þessi tækni hélt boltanum í leik, kom í veg fyrir vandræði og var góð lausn þegar það var mjög hvasst.  Hann var meðal fyrstu kylfinga til þess að móta boltaflugið (ens. shape shots) þannig að boltinn flaug í kúrvu, en Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2011 | 21:00

Kylfingar 19. aldar – Nr. 2 Tom Morris yngri – II. hluti af 3

Ungur meistari Tom Morris yngri spilaði í fyrsta sinn á Opna breska 14 ára, árið 1865, stóð sig ágætlega en hætti og lauk því ekki keppni. Hann varð í 9. sæti árið 1866, 18 höggum á eftir sigurvegaranum og 1867 var Tom yngri í 4. sæti á Opna breska. Sama ár ferðaðist hann til Carnoustie til þess að taka þátt í opnu móti sem laðaði að sér 32 keppendur, en það var stærsta mót sem sést hafði á þeim tíma. Tom Morris yngri, þá 16 ára, deildi 1. sætinu með Willie Park eldri (sem átti eftir að sigra 4 sinnum á Opna breska) en vann Willie og Bob Andrew síðan Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2011 | 12:00

Viðtalið: Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir, GHR.

Um miðjan maí, þegar allt var að vakna til lífsins þetta herrans ár 2011 fór Golf 1 af stað með að taka viðtöl við íslenska kylfinga, þ.e. leggja fyrir þá á fjórða tug staðlaðra spurninga, með örlitlum frávikum í hvert sinn.  Hér fer eitt af fyrstu viðtölunum, en viðmælandi er kona sem er flestöllum kylfingum landsins er að góðu kunn, Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir, þ.e. þeirra sem spilað hafa á Strandarvelli á Hellu. Þetta er Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir, en hún fagnaði m.a. stórafmæli fyrir u.þ.b. mánuði síðan. Katrín er m.a. þrefaldur klúbbmeistari GHR. Hún er ættuð frá Hvolsvelli þar sem hún hefir búið alla tíð.  Hér eru spurningarnar og svör Katrínar: Fullt Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2011 | 10:00

Hver er kylfingurinn Michael Thompson?

Michael Thompson er nú með 1 höggs forystu á McGladreys mótinu sem fram fer á Sea Island í Georgíu, á 1 högg á nýliðann Billy Horschel og 2 högg á þá Webb Simpson og Trevor Immelman frá Suður-Afríku.  Það verður gaman að sjá hvort einhver þessara 4 sendur uppi sem sigurvegari í kvöld. Michael fæddist 16. apríl 1985 og er því 26 ára.  Hann var í University High School í Tucson, Arizona á árunum 1999-2003.  Meðan hann var þar vann hann Class 4A state team championship árið 2003, og var valinn  kylfingur ársins meðal menntskælinga árin 2002 og 2003.  Michael var síðan í Tulane háskóla í Louisiana tvö keppnistimabil, allt Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2011 | 21:00

Kylfingar 19. aldar – Nr. 2 Tom Morris yngri – I. hluti af 3

Tom Morris yngri  f. 20. apríl 1851 – d. 25. desember 1875 líka þekktur sem hinn ungi Tom Morris var einn af frumkvöðlum atvinnumennsku í golfi og var fyrsta undarbarnið í sögu golfsins. Hann vann Opna breska 4 sinnum í röð, sem engum öðrum hefir tekist og hann var búinn að afreka þetta allt við 21 árs aldurinn. Tom Morris yngri var fæddur í „vöggu golfíþróttarinnar”, St. Andrews, Fife í Skotlandi og dó þar á jóladag 1875, aðeins 24 ára. Pabbi hans Old Tom Morris var golfvallarstarfsmaður og golfkennari á St. Andrews linksaranum. Fyrsta sigur sinn vann Tom Morris yngri, 1868, þá 17 ára og varð þar með yngsti meistari Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2011 | 07:00

Hver er kylfingurinn Billy Horschel?

Nýliðinn Billy Horschel hefir nú tekið forystuna á McGladreys Classic mótinu á PGA mótaröðinni, þegar mótið er hálfnað. Þetta mót fær heilmikla athygli vegna þess að Webb Simpson spilar á því – en með góðu gengi þar kemst Webb upp fyrir Luke Donald á peningalista PGA…. en aðeins í skamman tíma því Luke hefir tilkynnt að hann ætli ekki að láta færið að koma sér í sögubækurnar ganga sér úr greipum baráttulaust. Luke keppir nefnilega að því að verða fyrstur kylfinga til að vera efstur á peninaglistum bæði PGA og Evrópumótaraðarinnar á sama keppnistímabilinu.  Hann hafði ekki ætlað sér að taka þátt í lokamóti PGA, í Disney í næstu viku Lesa meira