Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2011 | 20:00

Kylfingar 19. aldar: Nr. 1 Old Tom Morris – seinni hluti –

Hápunktar keppnisferilsins Old Tom Morris vann sem golfvallarstarfsmaður, kylfu- og boltasmiður, golfkennari og golfvallarhönnuður auk þess að spila í holukeppnum og golfkeppnum almennt. Hann varð í 2. sæti á fyrsta Opna breska mótinu 1860 og vann árið á eftir. Hann vann þrjá frekari sigra á Opna breska 1862, 1864 og 1867.  Met hans sem elsti sigurvegari Opna breska stendur enn, 46 ár. Eins eru hann og sonur hans, Tom Morris yngri, einu feðgarnir sem náð hafa 1. og 2. sæti í mótinu. Old Tom Morris átti metið yfir sigur með mesta mun í risamóti (13 högg í Opna breska 1872) allt þar til Tiger Woods sló það árið 2000 í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2011 | 20:00

Kylfingar 19. aldar: Nr. 1 Old Tom Morris – fyrri hluti –

Thomas Mitchell Morris eldri f. 16. júní 1821 – d. 24. maí 1908 betur þekktur sem Old Tom Morris var frumkvöðull atvinnumennsku í golfi.  Hann fæddist á St. Andrews, Fife, Skotlandi í „vöggu golfíþróttarinnar“ þar sem frægi St. Andrews linksarinn er og hann dó þar líka.  Sonur hans var Tom Morris yngri, sem dó aðeins 24 ára að aldri 1875. Golfferill Old Tom Morris í æsku Morris var sonur vefara og byrjaði aðeins 10 ára gamall að slá vínkorka, sem nagli hafði verið rekinn í um stræti bæjarins með heimatilbúinni kylfu og tók þátt í keppnum gegn öðrum krökkum, en þessi leikur nefndist „sillybodkins“.  Old Tom Morris byrjaði sem kaddý Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2011 | 20:00

Ný greinaröð á Golf 1 – Kylfingar 19. aldar

Hér á Golf 1 fer nú af stað ný greinaröð: kylfingar 19. aldar.  Kynntir eru til sögunnar helstu kylfingar sem fæddir voru 1800 og eitthvað. Þetta er öldin, sem við Íslendingar vorum enn undirokuð af Danakonungi og bjuggum í moldarkofum, meðan heldri menn um alla Evrópu spiluðu golf.  Flestallir Evrópubúar strituðu reyndar myrkranna á milli – golf var íþrótt aðalsins, þeirra sem ekki höfðu neitt annað við tíma sinn að gera, en að drekka te, spila golf og fara á kvennafar á kvöldin, því flestallir sem spiluðu golf á 19. öld voru karlmenn. Af þeim 37 kylfingum, sem fæddir eru á 19. öld og ætlunin er að kyna til sögunnar Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2011 | 11:00

Hver er kylfingurinn Bryce Molder?

Bryce Wade Molder fæddist 27. janúar 1979 í Harrison, Arkansas. Hann var í almenningsskólum í Conway, Arkansas og fór síðan í Georgia Tech háskóla þar sem hann útskrifaðist með gráðu í stjórnun. Í Georgia Tech var Bryce 4 sinnnum first-team All-American og var tilnefndur háskólakylfingur keppnistímabilsins 2000-2001.  Frægur félagi Bryce í Georgia Tech var Matt Kuchar. Bryce spilaði á US Open risamótinu 2001 sem áhugamaður og var skor hans 68 högg á 3. hring en 74 högg á 4. hring urðu til þess að hann deildi 30. sætinu með öðrum. Bryce varð atvinnumaður seinna árið 2001 og varð í 3. sæti á fyrsta móti sem hann spilaði á, á PGA, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2011 | 21:00

13 kvenstjörnur golfsins nr. 13: Grace Park

Grace Park alías Park Ji-eun (á kóreönsku: 박지은) fæddist 6. mars 1979 í Seoul í Suður-Kóreu og er því 32 ára. Hún er suður-kóreanskur atvinnukylfingur, sem spilar á LPGA mótaröðinni. Hún á að baki 12 sigra á ferli sínum sem atvinnumaður í golfi, 6 á LPGA, 5 á Duramed og 1 annan sigur. Hún vann 2004 Kraft Nabisco risamótið. Grace fluttist til Hawaii þegar hún var 12 ára og þaðan til Arízóna. Hún hlaut  Dial Award sem topp náms- og íþróttamaður í menntaskóla í Bandaríkjunum, árið 1996. Hún spilaði með golfliði Arizona State University og útskrifaðist frá Ewha Womans University árið 2003. Áhugamannsferill Grace er framúrskarandi hún var m.a. Rolex Junior Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2011 | 17:00

Ungi ítalski ástríðukylfingurinn: Matteo Manassero – V. hluti

Hér birtist V. og síðasti hluti þýðingar á viðtali við Matteo, sem birtist í júní blaði Golf World: Matteo, þjálfarinn hans og golfkennari eru mjög samrýmdir, þeir deila máltíðum og sögum. Matteo segir að hann njóti þess að ferðast um heiminn og er ekkert matvandur nema hvað hann er svolítið veikur fyrir sushi. Hins vegar var t.d. aldrei breytt út af venjunni á velli/íþróttasal/veitingastaðar/svefnvenju ritmanum í heimsmeistarakeppninni í holukeppni í vor og er það sama upp á teningnum fyrir öll stærstu mót Matteo. „Mér líkar þannig líf“ segir Matteo, sem aldrei hefir átt kærustu. „Þetta er það sem ég vil gera. Að æfa allan daginn, fara í ræktina, fá nudd, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2011 | 21:00

13 kvenstjörnur golfsins nr. 12: Se Ri Pak

Se Ri Pak (á kóreönsku: 박세리, einnig 朴世莉) fæddist 28. september 1977 í Daejeon í Kóreu. Hún fékk inngöngu í frægðarhöll kylfinga í nóvember 2007. Se Ri gerðist atvinnumaður í golfi 1996, ári áður en hún fluttist til Bandaríkjanna tæp 20 ára að aldri. Árin 1996 og 1997 vann hún 6 mót á kóreönsku LPGA mótaröðinni. Se Ri hlaut fullan þátttökurétt á LPGA árið 1998, og vann strax 2 risamót fyrsta árið sitt: McDonalds LPGA Championship og US Women´s Open. Tvítug að aldi varð hún yngsti sigurvegari US Women´s Open. Se Ri vann 20 holu umspil fyrir sigrinum – en þetta mót – með 92 holum spiluðum – er lengsta Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2011 | 21:00

13 kvenstjörnur golfsins nr. 11: Dottie Pepper

Bandaríski atvinnukylfingurinn Dottie Pepper fæddist 17. ágúst 1965 í Saratoga Springs, New York.  Á árunum 1988-1995 keppti hún sem Dottie Mochrie, sem var nafn hennar fyrir skilnað, en eftir skilnaðinn tók hún aftur upp fjölskyldunafn sitt: Pepper. Á ferli sínum sigraði hún í 2 risamótum kvennagolfsins  (Nabisco Dinah Shore risamótið, árin 1992 og 1999)  og alls 17 mótum á LPGA túrnum. Sem atvinnumaður vann Dottie samtals 28 mót, þar af 1 á Futures Duramed mótaröðinni og 1 á japanska LPGA, sem og  í 9 öðrum mótum. Í dag starfar Dottie, sem golffréttakona í sjónvarpi, í Bandaríkjunum. Pabbi Dottie, Don, var atvinnuhafnaboltamaður, sem m.a. birtist árið 1968 á forsíðu Sports Illustrated Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2011 | 11:15

Hver er kylfingurinn Briny Baird?

Það er alltaf gaman þegar fremur óþekktum kylfingum, sem búnir eru að vera lengi að með litlum árangri tekst að skara fram úr. Svo var líklega í gær hjá Briny Baird, þegar hann landaði 1. sætinu á FrysOpen.com… daginn fyrir lokahringinn, sem spilaður verður í dag. Flestallir fréttamenn og golfaðdáendur fylgjast  fyrst og fremst með þessu veigalitla móti á PGA vegna ofurlöngunar á að sjá Tiger spila í sínu gamla formi… en það virðist eitthvað standa á því.   Briny hins vegar er búinn að sigra með því að landa 1. sætinu (þó það sé ekki lokaniðurstaðan) en 1. sætinu náði hann… með frábærum hring upp á 64 högg þar Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2011 | 10:00

Nokkrar góðar golftilvitnanir úr ýmsum áttum

Le golf est un jeu facile, difficile à jouer . Inconnue „Golf er auðveldur leikur, sem erfitt er að spila.” Óþekktur.   „I know I´m getting better at golf because I´m hitting fewer spectators.“ „Ég veit að mér fer fram í golfinu vegna þess að ég hitti færri áhorfendur.” Gerald Ford, 38. forseti Bandaríkjanna.    “No golfer can ever become too good to practice.” May Hezlet „Enginn kylfingur verður of góður til að æfa.” May Hezlet   “Grip it and rip it. It works for John Daly. It never worked for me. All I did was wear out golf gloves.” Chuck Stark, The Sun Link, June 17, 2003. Þrífðu og Lesa meira