Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2011 | 22:00

13 kvenstjörnur golfsins nr. 10: Rosie Jones

Ef íslenskir kylfingar yrðu spurðir að því hver Rosie Jones væri, þá er næsta víst að flestir sem á annað borð hefðu svar við spurningunni myndu svara: „Já var hún ekki fyrirliði Bandaríkjanna á Solheim Cup 2011?”  Og rétt er það Rosie var fyrirliði bandaríska liðsins á Solheim Cup, sem tapaði fyrir Evrópu 15:13. En Rosie er svo miklu meira en það… Rosie Jones fæddist 13. nóvember 1959 í Santa Ana í Kaliforníu. Hún á að baki 13 sigra á LPGA og vann sér á ferli sínum inn næstum $8.4 millijóna í verðlaunafé. Á unglingsárum sínum (1974-1976) varð hún þrívegis unglingameistari í New Mexico og vann New Mexico State Championship Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2011 | 18:00

Viðtalið: Andrea Ásgrímsdóttir, GO.

Um miðjan maí, þegar allt var að vakna til lífsins þetta herrans ár 2011 fór Golf 1 af stað með að taka viðtöl við íslenska kylfinga, þ.e. leggja fyrir þá á fjórða tug staðlaðra spurninga, með örlitlum frávikum í hvert sinn.  Hér fer eitt af fyrstu viðtölunum, en viðmælandi er Andrea Ásgrímsdóttir. Andrea er klúbbmeistari GA í kvennaflokki 1990, 1994, 1997 og 1999-2001, Norðurlandsmeistari í kvennaflokki 1994, 1999-2000, Íslandsmeistari 35+, árið 2010, kylfingur ársins hjá GA 2010 og nú á síðustu árum golfkennari í Golfklúbbnum Oddi í Garðabæ. Andrea er ættuð er frá Akureyri, en býr í Frakklandi. Hér eru spurningarnar og svör Andreu: Nafn: Andrea Ásgrímsdóttir. Fæðingardagur:  10. janúar 1974. Hvar Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2011 | 21:00

13 kvenstjörnur golfsins nr. 9: Pat Bradley

Í dag ef spurt yrði hver Pat Bradley væri, þá myndu eflaust flestir svara: „Hún er frænka Keegan Bradley, nýliðans sem vann PGA Championship risamótið í ár (2011).” En hver er annars Pat Bradley? Pat fæddist í Westford, Massachusetts 24. mars 1951 og átti því 60 ára stórafmæli á árinu. Hún hefir sigrað á 31 móti á LPGA, þar af 6 risamótum. Hún sigraði á New Hampshire Amateur árin 1967 og 1969 og New England Amateur árin 1972-73. Sem hluti af golfliði Florida International University var hún útnefnd  All-American árið 1970. Sem áhugamaður varð hún jöfn annarri í 12. sæti á móti á LPGA árið 1973 þ.e. á Burdine’s Invitational. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2011 | 19:00

Ungi, ítalski ástríðukylfingurinn: Matteo Manassero – IV. hluti

Binaghi (þjálfari Matteo Manassero) segir að nákvæmin sé ekki mikilvægasti hæfileiki Matteo Manassero. „Matteo var fæddur með eitthvað í sér sem gerir hann sérstakan,” segir hann. „Bara af eiginn hvötum er vilji hans sterkur til þess að verða frábær kylfingur. Hann einbeitir sér að því og engu öðru.  Engar afsakanir, ekkert drama, hann ætlar bara að koma sér þangað. Þegar hann hefir tækifæri til þess að „performera“, þá vill hann skara fram úr og hann veit hvernig á að gera það. Þetta er ekki nokkuð sem hann skilgreinir sem eitthvað sérstakt. Það væri erfitt fyrir kylfing, sem elst upp á Ítalíu að vita þetta. Edoardo sigraði US Amateur [árið 2005], Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2011 | 20:00

13 kvenstjörnur golfsins nr. 8: Hollis Stacy

Hollis Stacy er bandarískur (atvinnu)kylfingur. Hún fæddist 16. mars 1954 í Savannah, Georgíu og komst á LPGA túrinn 1974, þar sem hún vann 18 (LPGA) mót og 4 risamót (þau eru öll talin upp í lok greinar). Hún vakti strax athygli sem áhugamaður en sigraði United States Girls Junior Golf Championship þrívegis og er eini kylfingurinn, sem tekist hefir það þ.e. að sigra mótið 3 ár í röð (1969-1971). Árið 1970 sigraði hún á North and South Women´s Amateur Golf Championship í Pinehurst og spilaði í liði Bandaríkjanna í Curtis Cup, 1972. Hollis Stacy var í Rollins College í Winter Park, Flórída. Hollis Stacy sigraði á 4 risamótum á ferli Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2011 | 20:00

13 kvenstjörnur golfsins nr. 7: Jan Stephenson

Jan Lynne Stephenson fæddist 22. desember 1951 í Sydney í Ástralíu. Hún varð atvinnukylfingur 1973 og sama ár komst hún á LPGA túrinn. Hún sigraði 3 risamót og samtals 16 mót á LPGA mótaröðinni. Á táningsaldri vann hún fimm sinnum í röð á New South Wales Schoolgirl Championships í Ástralíu, fyrsta mótinu 1964 og síðan vann hún þrisvar sinnum í röð á New South Wales Junior Championship.  Eins og sagði gerðist hún atvinnumaður í golfi 1973 og sigraði á Wills Australian Ladies Open á því ári.  Sama ár sigraði hún Wills Australian Ladies Open. Árið 1974 var Jan útnefn nýliði ársins (LPGA Rookie of the Year) á LPGA. Fyrsti sigur Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2011 | 16:00

Hver er kylfingurinn Michael Hoey?

Hoey sigraði á Alfred Dunhill mótinu á Skotlandi nú s.l. helgi og vann sér inn tæpar 100 milljónir íslenskra króna fyrir vikið. En hver er þessi 32 ára kylfingur? Michael George Hoey fæddist 13. febrúar 1979 í Ballymoney, en spilaði mikið golf í Shandon Park Golf Club í austur Belfast. Hann sigraði British Amateur Championship árið 2001 og var í sigurliði Breta&Íra í Walker Cup árið 2001. Honum bauðst sem áhugamanni að spila á US Masters 2002, þar sem hann var 1 höggi frá því að komast í gegnum niðurskurð. Fram til ársins 2009 átti Hoey í vandræðum með að halda sér á Evróputúrnum og spilaði mestmegnis á Áskorendamótaröðinni þar Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2011 | 21:00

13 kvenstjörnur golfsins nr. 6: JoAnne Carner

JoAnne Gunderson Carner fæddist 4. apríl 1939 í Kirkland, Washington.  Hún er eina konan sem hefir sigrað á US Girls´Junior, US Women´s Amateur og US Women´s Open mótunum og hún var fyrsta konan til þess að sigra 3 mismunandi USGA mót. Tiger Woods er eini karlmaðurinn sem hefir unnið hliðstæðuna hjá körlunum. Arnold Palmer, Jack Nicklaus og Carol Semple hafa einnig unnið 3 mismunandi USGA titla.  Árið 1981 hlaut Carner Bob Jones verðlaunin, sem eru æðstu verðlaun, sem bandaríska golfsambandið veitir þeim kylfingi sem auðsýnt hefir íþróttamannslega framkomu í golfi. Joanne Carner var fyrirliði liðs Bandaríkjanna á Solheim Cup 1994. Áhugamannsferill The Great Gundy (eins og hún var þekkt áður Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2011 | 19:00

Ungi, ítalski ástríðukylfingurinn: Matteo Manassero – III. hluti

Matteo Manassero er vanur því að kunningjar og jafnvel vinir viti lítið af vaxandi frægð hans og um það segir hann: „Það er sorglegt, en þetta er bara skrítna lítið mitt, golf.“ En föður hans Roberto, sem sjálfur er „scratch“-kylfingur finnst þetta ekkert skrítið. Hann segir að golfið hafi kennt Matteo „aga og sjálfsstjórn.“ Roberto bætir síðan við:„Vissi ég að hann yrði þetta góður?“ „Nei, aldrei. En ég gat séð að hann hafði ástríðuna.“ Það var hún sem var grunnurinn að sambandi Matteo við Seve Ballesteros, en hann er uppáhaldskylfingur Matteo. Það skipti engu að þegar Matteo og Seve hittust í fyrsta sinn, en þá var Matteo 10 ára og Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2011 | 22:00

Hver er kylfingurinn Felicity Johnson?

Felicity sigraði kannski mörgum að óvörum á Lacoste Open á París International í gær.  Fremur lítt þekktir kvenkylfingar voru búnir að verma efstu sæti alla daga fram að lokadeginum, sem þegar upp er staðið er sá sem skiptir öllu máli.  Kylfingar eins og Stefanie Michl, Diana Luna og Kaisa Ruuttila eru nöfn sem sáust ofarlega á skortöflunni en svo stóð allt í einu Felicity uppi sem sigurvegari. Hver er þessi rauðhærða, enska stúlka? Í mjög stuttu máli: Felicity er fædd 26. febrúar 1987 og er því 24 ára. Hún byrjaði að spila golf 5 ára. Hún hætti 16 ára í skóla til þess að geta einbeitt sér að áhugamannsferli sínum Lesa meira