Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2011 | 20:30

13 kvenstjörnur golfsins nr. 5: Sandra Post

Sandra Post er fyrsti kanadíski atvinnukylfingurinn til þess að spila á LPGA mótaröðinni. Sandra fæddist 4. júní 1948 í Oakville, Ontario. Hún lærði að spila golf nálægt heimili sínu í Tafalgar Golf Club og þótti snemma skara framúr. Hún var farin að keppa í mótum kringum Ontario 13 ára gömul. Hún vann m.a. Ontario og Canadian Junior Girls Championships þrívegis hvort mót. Sandra fór ekki í háskóla en gerðist þess í stað atvinnumaður í golfi vorið 1968, 19 ára að aldri og fékk þegar inngöngu á LPGA. Á nýliðaári sínu varð Sandra yngsti kylfingur þess tíma til þess að sigra á risamóti, þ.e. LPGA Championship. Sandra lenti í umspili við Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2011 | 10:00

Hver er kylfingurinn Alexis Thompson?

Alexis „Lexi” Thompson hlaut nú í vikunni, nánar tiltekið 30. september 2011 , aldursundanþágu til þess að mega spila á LPGA. Lexi er aðeins 16 ára og er sú yngsta sem unnið hefir mót á LPGA þ.e. Navistar Classic, sem fram fór í Alabama í síðasta mánuði. Þá var Lexi 16 ára, 7 mánaða og 8 daga gömul. En hver er þessi 16 ára kylfingur Lexi Thompson? Lexi fæddist 10. febrúar 1995 í Coral Springs í Flórída. Hún á tvo bræður Nicholas, sem er 12 árum eldri en hún og spilar á PGA og Curtis, sem spilar golf með golfliði Louisiana State University. Lexi gerðist atvinnumaður í golfi 15 ára.  Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2011 | 20:00

13 kvenstjörnur golfsins nr. 4: Donna Caponi-Byrnes

Donna Caponi-Byrnes fæddist 29. janúar 1945 í Detroit, Michigan. Sem dóttir golfkennara byjaði Donna að spila golf 8 ára og fékk þátttökurétt á LPGA mótaröðinni, 20 ára. Það tók Donnu 4 ár að knýja fram fyrsta sigur sinn, en hún gerði það með stæl, sigraði á einu af risamótum kvennagolfsins, US Women´s Open. Hún vann með 1 höggi, eftir dramatískan lokahring, með skor upp á 69 högg, þ.á.m. fugl á lokaholunni, sem hún þurfti til sigurs. Aðeins Mickey Wright hafði sigrað á US Women´s Open tvö ár í röð, þegar Donna endurtók leikinn ári síðar, 1970 og sigraði aftur á US Women´s Open, en nú jafnaði hún einnig annað met Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2011 | 09:00

PGA: Viðtal við Hunter Haas eftir hring upp á 61 högg í Las Vegas

Í ár hefir röð nánast óþekktra kylfinga stigið fram á sjónarsviðið og staðið sig einstaklega vel á mótum. Nöfn eins og Keegan Bradley, Bill Haas og Webb Simpson hringdu þar til fyrir skemmstu engum bjöllum hjá hinum almenna golfunnanda, jafnvel þeim sem fylgist ávallt vel með öllu. Og nú er enn einn PGA kylfingurinn, Bandaríkjamaðurinn Hunter Haas að slá í gegn.  Hann átti lægsta skor á 2. hring Justin Timberlake for Shriner Hospital for Children Open á TPC Sumerlin í Las Vegas, Nevada, í síðasta mánuði, þ.e. í gær, 30. september 2011. Í brennandi hitanum í Las Vegas þar sem hann sagðist hafa drukkið um 300 ml á vatni við Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2011 | 22:00

Ungi, ítalski ástríðukylfingurinn: Matteo Manassero II. hluti

Í júníblaði Golf World 2011 er stórskemmtilegt viðtal við unga, ítalska undra-kylfinginn Matteo Manassero, sem varð 18 ára 19. apríl s.l. vor. Hér er annar hlutinn af fimm  þar sem stiklað er á því helsta í viðtalinu: Það er eitt sem allir taka eftir þegar þeir kynnast Matteo Manassero, en það er hversu þroskaður hann er, þannig að hann virðist mun eldri en árin segja til um.  Kannski stafar það af því að hann er einkabarn. Kannski ekki. En hvað um það framkvæmdastjóri R&A bað Matteo t.d., þá 16 ára. að halda ræðu fyrir nefnd í Kaupmannahöfn, sem átti á ákveða hvort golf yrði íþróttagrein á Olympíuleikunum 2016. „Ég held Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2011 | 20:00

13 kvenstjörnur golfsins nr. 3: Judy Rankin

Judy Torluemke Rankin fæddist 18. febrúar 1945, í St. Louis, Missouri. Hún var aðeins 14 ára gömul þegar hún sigraði á „the Missouri Amateur.” Fimmtán ára var hún best af áhugamönnum sem þátt tóku í US Woman´s Open risamótinu. Aðeins 17 ára gömul gerðist hún atvinnumaður og sama ár, 1962, hóf hún langan og farsælan feril sinn á LPGA, þar sem hún vann alls 26 titla.Judy var efst á peningalista LPGA 1976 og 1977 og var á topp-10 peningalistans 11 sinnum á árunum 1965-1979. Hvað sem öðru leið þá tókst henni aldrei að sigra á risamóti; besti árangur hennar í þeim var 2. sætið á LPGA Championship, 1976; T-2 á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2011 | 11:00

Hver er kylfingurinn William McGirt?

Bandaríski kylfingurinn William McGirt er í efsta sæti ásamt Jhonattan Vegas frá Venezuela á Justin Timberlake Shriners Hospital for Children Open, sem fram fer á TPC Sumerlin, í Las Vegas þessa helgina, þ.e. 29. september – 2. október 2011. William McGirt fæddist 21. júní 1979 og er því 32 ára. Hann segir pabba sinn, afa og frænku hafa haft mest áhrif á að hann hóf að spila golf. McGirt spilaði golf með golfliði Wofford College, en gerðist atvinnumaður í golfi 2004. Hann var á Nationwide Tour en komst í gegnum Q-school PGA í fyrra, deildi reyndar 2. sætinu með öðrum þar. McGirt býr í Boiling Springs, í Suður-Karólínu. Hann segir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2011 | 16:00

Hver er kylfingurinn: Cristie Kerr?

Bandaríski kylfingurinn Cristie Kerr er í uppáhaldi hjá mörgum.  Því fannst mörgum sárt þegar hún var orðin svo þjáð af úlnliðsmeiðslum á Solheim Cup í tvímenningnum s.l sunnudag að hún gaf leik sinn á móti Karen Stupples – Margir Bandaríkjamenn efast ekki um að ef hún hefði verið ómeidd hefði staðan orðið 14:14 en ekki 15:13 og telja þeir lið Evrópu hafa hagnast á meiðslum Kerr.  Rosie Jones, fyrirliði bandaríska liðsins hefir sætt töluverðri gagnrýni fyrir að láta Kerr spila meidda alla dagana. En Rosie sér ekki eftir að hafa látið Cristie spila og segir það hafa verið að ósk og í samvinnu við Cristie allan tímann að láta hana Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2011 | 20:00

13 kvenstjörnur golfsins nr. 2: Patty Berg

Hér verður fram haldið umfjölluninni um 13 kvenstjörnur golfsins og ítrekað að listinn er langt frá því tæmandi. Reyndar vantar sumar skærustu stjörnurnar á hann eins og Lady Margaret Scott, Mrs. Charles Brown, May Hezlet , Rhonu Adair, Cecil Leitch, Joyce Wethered, Glennu Colett Vare,  Helen MacDonald, Babe Didrickson Zaharias, Louise Suggs, Mickey Wright, Kathy Whitworth, Lauru Baugh og svo að sjálfsögðu Anniku Sörenstam og þá eru aðeins fáar taldar.  Svo sem sést væri með auðveldum hætti hægt að skrifa grein um 13 allt aðrar kvenstjörnur golfsins og síðan 13 aðrar o.s.frv. Að baki þessari grein lá bara sú hugmynd að skrifa um nokkra kvenkylfinga sem voru stjörnur síðustu aldar á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2011 | 17:00

Golfvellir á Ítalíu: Garda Golf & Country Club

Garda Golf & Country Club á Ítalíu er golfklúbburinn þar sem Matteo Manassero steig sín fyrstu skref í golfíþróttinni (en til þess að fræðast nánar um Matteo fylgist með skemmtilegu viðtali Golf World við hann, sem birtist hér á Golf 1 í íslenskri þýðingu næstu daga). Sérfræðingar telja Gardagolf einn af bestu golfvöllunum, sem byggðir hafa verið s.l. 15 ár. Golfvöllurinn, sem er 27 holu, liggur á 110 ha landi og var hannaður af bresku golfvallarhönnuðunum Cotton, Penninck, Steel & Partners. Golfklúbburinn var stofnaður af Riccardo Pisa staðbundnum sjálfstæðum atvinnurekanda og Giorgio Simonini, sem árið 1984 vildu stofna golfklúbb á Valtenesi svæðinu, þar sem hægt væri að sameina golf og Lesa meira