Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2011 | 20:00
13 kvenstjörnur golfsins nr. 1: Dorothy Campbell
Dorothy Iona Campbell (fædd 24. mars 1883 – dáin 20. mars 1945) var fyrsti kvenkylfingurinn sem eitthvað kvað að á alþjóðavettvangi. Hún var einnig þekkt undir nöfnunum Dorothy Hurd, Mrs. J.V. Hurd og sem Dorothy Howe. Eins var hún þekkt undir sambreiskingnum Dorothy Campbell Hurd Howe. Hún fæddist inn í mikla golffjölskyldu í Norður Berwick á Skotlandi og byrjaði að sveifla kylfum aðeins 18 mánaða gömul. Innan örfárra ára var hún farin að keppa við systur sína. Hún var fyrsta konan til að sigra bandarísku, bresku og kanadísku Ladies Amateur Golf meistaramótin. Á ferli sínum vann hún 11 alþjóðlega titla á Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Skotlandi, þann síðasta vann hún Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2011 | 17:00
Ungi, ítalski ástríðukylfingurinn: Matteo Manassero – I. hluti
Í júníblaði Golf World 2011 er stórskemmtilegt viðtal við unga, ítalska undra-kylfinginn Matteo Manassero, sem varð 18 ára 19. apríl s.l. vor. Hér er fyrsti hlutinn af fimm þar sem stiklað er á því helsta í viðtalinu: Matteo er sannkallað undrabarn í golfi. Hann vann British Amateur aðeins 16 ára og komst í gegnum niðurskurð á Masters, með langbesta skor af áhugamönnunum, sem þátt tóku á þessu risamóti allra risamóta 2010. Hann var aðeins 17 ára þegar hann vann sinn fyrsta sigur á Evróputúrnum. Nú eru sigrarnir orðnir 2, því hann vann líka á Maybank Malaysian Open, 17. apríl 2011. Og hann er þegar búinn að landa 6 risastyrktar- og Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2011 | 20:00
13 kvenstjörnur golfsins
Hér á næstu tveimur vikum verður hér á Golf 1 fjallað um 13 kvenstjörnur golfíþróttarinnar. Þegar talað er um kvenstjörnu í golfi dettur mörgum e.t.v. Annika Sörenstam í hug. Blómaskeið hennar er frá 1994, þegar hún gerist atvinnumaður í golfi til ársins 2008, þegar hún hættir í keppnisgolfi og snýr sér að barneignum og fyrirtækjarekstri. Í 14 ár var Annika sá kvenkylfingur, sem réði lögum og lofum á golfvöllum heimsins. En Annika er ekki ein af stjörnunum sem fjallað verður um hér. Það sem Annika afrekaði á 14 ára ferli sínum, sem atvinnumaður í golfi er efni í heilu bækurnar. Athyglinni verður hér einkum beint að nokkrum kvengolfstjörnum, sem voru Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2011 | 16:00
Hver er kylfingurinn Bill Haas?
Bill Haas er kylfingurinn ungi, 29 ára, sem vann sér inn $11,4 (u.þ.b. 1345 milljónir ísl. króna) í gær þegar hann sigraði á lokamóti FedExCup, Tour Championship í East Lake í Atlanta. En hver er kylfingurinn Bill Haas? Bill er af mikilli golffjölskyldu. Hann fæddist 24. maí 1982 í Charlotte, Norður Karólínu og ólst upp í Greer, Suður-Karólínu, sem er úthverfi Greenville. Hann er sá 3. í fjölskyldu sinni til þess að spila golf með golfliði Wake Forest háskólanum (þar sem Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, er við nám nú og spilar með kvennagolfliði skólans). Hinir tveir í fjölskyldu Bill er faðir hans Jay og föðurbróðir Jerry. Jerry varð reyndar golfþjálfari Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024