Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2011 | 20:00

Viðtalið: Sigurjón Harðarson, GÁS

Viðtalið í dag er við Sigurjón Harðarson, formann Golfklúbbs Ásatúns og eiganda bifreiðaverkstæðisins Topps í Kópavogi. Hér fara spurningar Golf 1 og svör Sigurjóns: Fullt nafn: Sigurjón Harðarson. Klúbbur: GÁS. Hvar og hvenær fæddistu?    Í Reykjavík 28. september 1952. Hvar ertu alinn upp? Ég er alinn upp í  Hraunteig í Lauganeshverfinu milli þess að ég var í sveit í Vattanesi í Reyðarfirði . Þegar ég var 9 ára var ég í Kalmanstungu í Borgarnesi. Þar var ég í sveit í mörg ár. Ég er sveitamaður – byrjaði snemma að vinna 12 ára var ég í frystihúsi – síðan var ég að  sendast fyrir Reykjavíkurapótek 10-13 ára – en ég hef alla Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 18. 2011 | 16:00

Hugleiðingar golffréttamanna um hina nýbökuðu móður: Lorenu Ochoa nr. 8

Hér er komið að 8. og síðustu grein eins golffréttamanna Golf Digest þar sem rifjuð eru upp kynni af kylfingnum Lorenu Ochoa, sem varð móðir í fyrsta sinn fyrir 10 dögum síðan – fæddi son sinn, Pedro Conesa – 8. desember 2011. Hér fer eftirfarandi grein: Hinn upptekni atvinnukylfingur eftir Topsy Siderowf Í janúar 2008 fór ég til heimalands Lorenu, Mexíkó til þess að taka upp kynningu á henni í Guadalajara Country Club. Á þeim tíma var hún LPGA kylfingur ársins og kannski á toppi ferils síns. Hvernig sem það var, þá var hún nánast með ekkert egó. Bara yndisleg og góð. Það sló mig með hversu miklu jafnaðargeði hún stóð Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 17. 2011 | 10:30

Hugleiðingar golffréttamanna um hina nýbökuðu móður: Lorenu Ochoa nr. 7

Hún lærði af  lexíunum á golfvellinum eftir Ron Sirak Eitt af því eftirtektarverða við Ochoa snemma á ferli hennar var hversu oft svo virtist sem hún léti mistök engin áhrif hafa á sig. Hún bjó yfir þeim hæfileika að láta vonbrigðin ljá sér vængi í stað þess að láta þau grafa sig. Á móti í Phoenix árið 2005 var Ochoa með 4 högga forystu yfir Anniku Sörenstam þegar óspilaðar voru 3 holur en fékk skramba á 16. holu og skolla á 17. og þegar Annika fékk fugl á 18. braut varð Lorena að fara í umspil. Ochoa fór á 18. teig á Superstition Mountain og eftir 1. högg hennar lenti boltinn í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2011 | 18:00

Viðtalið: Agnes Ingadóttir, GKJ

Viðmælandi Golf 1 í dag er Agnes Ingadóttir, GKJ. Hún er búin að vera 3 ár í golfi og vann það frækilega afrek að slá draumahöggið í sumar á 2. degi meistaramóts GKJ. Um það og kylfinginn Agnesi Ingadóttur er fjallað hér á eftir: Fullt nafn: Agnes Ingadóttir. Klúbbur: GKJ. Hvar og hvenær fæddistu?  Ég fæddist á Akureyri, 16. október 1965. Hvar ertu alin upp? Ég er alin upp á Akureyri. Hverjar eru fjölskylduaðstæður – er einhver í fjölskyldunni í golfi? Ég er gift Þór Sigurðssyni, sem líka spilar golf og við eigum 3 börn, en ekkert þeirra er í golfi. Hvenær byrjaðir þú í golfi?  Þetta er 3. sumarið mitt, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2011 | 16:15

Hugleiðingar golffréttamanna um hina nýbökuðu móður: Lorenu Ochoa nr. 6

Dýr vanans eftir John Strege Lorena Ochoa er ein af hæverskustu stjörnunum í sögu golfleiksins, hún er eins góð og hún er hæfileikarík. Hún er svo undantekningalaust kurteis að hver blaðamannafundur byrjaði óumbreytanlega á orðum hennar, „halló þið.“ (Ens.: „Hello everybody!“ Í einu mótinu var golffréttamaður USA Today ákveðinn að telja hana á að breyta kveðju hennar. Þannig að hann bauðst til þess að gefa fé til góðgerðarstofnunnar hennar ef hún breytti kveðjuorðum sínum úr „halló þið“ í „hvað er að gerast?“ (ens. What´s up?). Og Ochoa, sem hefir húmor samþykkti, þannig að hún hóf fundinn á „hvað er að gerast?“  Kveðjublaðamannafundur er líklega of sorgleg stund fyrir gamanyrði, en Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2011 | 14:00

Hugleiðingar golffréttamanna um hina nýbökuðu móður: Lorenu Ochoa nr. 5

Ekta þokki eftir Stina Sternberg „Ég hitti Lorenu Ochoa fyrst  vorið 2004, á golfstað rétt fyrir utan Puerto Vallarta, sem heitir Four Seasons Punta Mita. Ég var ritstjóri Golf For Women á þeim tíma og meðal starfa minna var að kynna áfangastaði fyrir golfferðalanga í golfþætti í bandarísku sjónvarpi. Ochoa var á þeim tíma eini kvenkyns atvinnumaðurinn frá Mexíkó, þannig að framleiðandinn hafði sett sig í samband við Alejandro Ochoa, bróður Lorenu, en Lorena var þá á 2. ári sínu á LPGA og umboðsmann til þess að sjá hvort systir hans vildi koma fram í þættinum og tala um uppgang golfíþróttarinnar í Mexíkó.  Á þeim tíma var mér aðeins óljóst kunnugt Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2011 | 17:00

Viðtalið: Þorsteinn Hallgrímsson, GO & GOT

Fullt nafn: Þorsteinn Hallgrímsson. Klúbbur: GO og GOT. Hvar og hvenær fæddistu?  Ég fæddist 13. september 1969 í Vestmannaeyjum. Hvar ertu alinn upp? Í Vestmannaeyjum – flyt frá Eyjum 1997. Hverjar eru fjölskylduaðstæður – spilar einhver í fjölskyldunni golf?   Konan mín heitir Ingibjörg Valsdóttir og við eigum 2 börn Kristínu Maríu, 13 ára og Val 10 ára.  Börnin mín eru bæði klúbbmeistarar 2011 í GKJ í sínum aldursflokki. Hvenær byrjaðir þú í golfi?  9 ára gamall – ég tók þátt í mínu fyrsta móti 1979 í Vestmannaeyjum. Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Þetta var svona fjölskyldusjúkdómur – Pabbi spilar mikið golf og bróðir pabba – Þeir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2011 | 15:00

Hver er kylfingurinn: Camilo Villegas? (III. hluti af III)

Atvinnumennskan Camilo Villegas fylgdi eftir sigri sínum 2008  á BMW Championship með sigri á The Tour Championship.  Hann vann Sergio Garcia í umspili, eftir að hafa verið á eftir 5 högg fyrir lokahringinn. Með þessum sigri varð Camilo í 7. sæti á heimslistanum og festi hann í sessi sem „hæst rankaða“ kylfings í Suður-Ameríku. Hann lauk tímabilinu í 7. sæti á peningalista PGA Tour. Seint á árinu 2008 hóf Villegas að spila á Evrópumótaröðinni og spilaði í fyrsta móti sínu HSBC Champions, sem var fyrsta mót 2009 keppnistímabilsins. En hann hélt sig samt við að spila aðallega í Bandaríkjunum. Hann var sigurlaus 2009 en var 5 sinnum meðal 10 bestu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2011 | 14:00

Hugleiðingar golffréttamanna um hina nýbökuðu móður: Lorenu Ochoa nr. 4

Jafnvel á tímum vonbrigða missti  hún sig aldrei  eftir Ashley Mayo Ég var að skrifa um Opna bandaríska í Interlachen 2008 og Ochoa hafði sigrað tvö af undanförnum 3 risamótum kvennagolfsins. Þannig að það var pressa á henni að sigra aftur í þeirri viku. Á sunnudeginum, hvað sem öðru leið, var ljóst að Ochoa var ekki að keppa til úrslita og vonbrigði hennar voru augljós. En jafnvel þá kom hún ekki fram við aðra á annan hátt þ.e.a.s. hún kom enn fram við alla eins og þeir væru gull og gersemar. Ég man að hún var sú síðasta sem sló af 1. teig þennan sunnudag og með örlítið bros á vörunum Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 12. 2011 | 20:00

Viðtalið: Tómas Þráinsson, GSG

Viðtalið í dag er við Tómas Þráinsson, GSG, en Tómas fékk glæsilegan albatros í sumar á á par-5 3. brautinni, á Kirkjubólsvelli á 3. degi meistaramóts GSG.  Það er ekki á hverjum degi sem fréttir berast af kylfingi hér á landi sem nær að spila par-5 braut á 2 höggum!!! Tómas sagðist hafa verið 175 metra frá holu eftir drævið sem var nokkuð gott og notaði 6-járn í höggið góða, sem fór beint ofan í holu! Hér fara spurningar Golf1 og svör Tómasar: Fullt nafn:  Tómas Þráinsson. Klúbbur: GSG. Hvar fæddistu? 8. mars 1968 í Reykjavík –  Ég er nýfluttur til Keflavíkur (2006). Hvar ertu alinn upp?  Í Breiðholtinu (Fellahverfinu Lesa meira