Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 12. 2011 | 10:00

Hugleiðingar golffréttamanna um hina nýbökuðu móður: Lorenu Ochoa nr. 3

Meistarinn á bakvið meistarann eftir Roger Schiffman ——————————————— Lorena var ein af fjölmörgum krökkum, sem kom sér áfram í unglingaprógrammi klúbbsins síns (í Guadalajara í Mexíkó). Hún var feimin, en einstakur íþróttamaður, stundaði aðrar íþróttir eins og að klifra og detta úr trjám (þar sem hún úlnliðsbraut sig eitt sinn í slæmu slysi) og vera á hestbaki, en í klúbbnum hennar voru líka hestar. En Rafael Alarcon gat séð að það var eitthvað alveg spes og sérstakt við hana. Hún var með mjög rannsakandi hugsunarhátt. Hann byrjaði á að biðja hana að spila nokkrar holur með sér og fékk hana til þess að stæla sveiflu hans. Hann fór með hana á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2011 | 18:30

Hver er kylfingurinn: Camilo Villegas? (II. hluti af III)

Camilo og atvinnumennskan Camilo Villegas hóf að spila á PGA Tour 2004 og fékk kortið sitt á 2006 keppnistímabilinu. Hann tók nýliðaárið með stæl varð tvívegis í 2. sæti og í 3. sæti á Players Championship í fyrstu 9 mótum, sem hann tók þátt í. Hann rétt missti af því að fá þátttökurétt á Masters 2006, munaði aðeins 1 sæti á PGA peningalistanum, en hann varð í 11. sæti þar. Árið 2007 spilaði hann í fyrsta skipti á Masters vegna þess að hann varð meðal efstu 40 á peningalista PGA Tour 2006. Hann fékk þátttökurétt á Masters vegna framúrskarandi leiks síns í FedEx Cup umspilinu, þar sem hann var m.a. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2011 | 10:15

Hugleiðingar golffréttamanna um hina nýbökuðu móður: Lorenu Ochoa nr. 2

Hér fer 2. grein af 8, þar sem golffréttamenn Golf Digest rifja upp kynni sín af Lorenu Ochoa. Lorena eignaðist fyrsta barn sitt s.l. fimmtudag, 8. desember 2011, sem þegar hefir hlotið nafnið Pedro Conesa og hætti kepppnisgolfi til þess að geta helgað sig fjölskyldunni. Hér fer grein nr. 2: Forverarnir dást að henni (Lorenu Ochoa) eftir Billy Fields „Það er ekki bara að Lorena Ochoa hafi virðingu samtímamanna sinna heldur einnig þeirra, sem þykja meðal þeirra bestu allra tíma á LPGA . Fyrir 2 árum þegar Ochoa hafði sigrað á 4 mótum í röð, hafði ég þá ánægju að fá að taka viðtal við Mickey Wright (sem á að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2011 | 09:00

Góð golfráð frá Harvey Penick (höfund „Litlu rauðu bókarinnar“)

Hér á eftir fer í lauslegri þýðingu ágæt grein Roger Schiffman, eins ritstjóra Golf Digest: „Ég var að fara í gegnum nokkur gömul eintök af Golf Digest og rakst þá á eintak af mest selda blaði allra tíma hjá 0kkur (á Golf Digest) maíheftið 1992. Jack Nicklaus var ekki á forsíðunni og ekki heldur Tom Watson eða Lee Trevino eða Greg Norman. Ekki heldur Seve eða Arnie. Og Tiger hafði á þeim tímapunkti unnið fyrsta unglingamót sitt. Nei, maðurinn á forsíðunni var hinn 87 ára Harvey Penick, fyrrum þjálfari University of Texas og yfirkennari í Austin Country Club. Viturleg ráð gamla mannsins, sem færð voru í ritað form með aðstoð Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2011 | 16:00

Hver er kylfingurinn: Camilo Villegas? (I. hluti af III)

Kólombíski kylfingurinn Camilo Villegas er í uppáhaldi hjá mörgum. Hann þykir meðal kynþokkafyllstu kylfinga á túrnum og hefir m.a setið fyrir nakinn í ESPN Body Issue í frægu „köngulóarstöðu” sinni, sem hann fer í þegar hann skoðar púttlínuna. Hann hefir fremur lítið verið í fréttum á árinu, en virðist farinn að láta á sér kræla aftur. Hver er þessi kólombíski kyntröllskylfingur? Hér verður í III. hlutum fræðst nánar um hver kylfingurinn Villegas er: Camilo Villegas fæddist 7. janúar 1982, í Medellin, í Kólombíu.  Hann byrjaði að spila golf sem barn. Eftir margra ára keppni á barna- og unglingamótum, í Kólombíu 8-15 ára, varð hann fyrsti kylfingurinn í golfsögu Kólombíu til þess að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2011 | 10:00

Hugleiðingar golffréttamanna um hina nýbökuðu móður: Lorenu Ochoa nr. 1

Í  vor, nánar tiltekið fimmtudaginn 28. apríl 2011 tilkynnti hin mexíkanska Lorena Ochoa, besti kvenkylfingur heims um áraskeið, að hún ætti von á fyrsta barni sínu. Fréttirnar bárust, frá henni bæði á ensku og spænsku, þennan apríldag á Twitter, en þar sagði hún: “Ég er mjög ánægð að deila því með öllum að við eigum von á barni!” Með “okkur” átti Lorena við sig og eiginmann sinn, Andres Conesa, yfirmann mexíkanska flugfélagsins Areomexico, en honum giftist hún í desember 2009. Hann á 3 börn með fyrri konu sinni. Lorena hætti mjög skyndilega, öllum á óvörum, á LPGA túrnum, en þar var hún búin að sigra 27 sinnum og tvívegis á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2011 | 17:00

Viðtalið: Unnar Geir Einarsson, GS.

Unnar Geir Einarsson starfaði tímabundið í golfskála GS í sumar og tók Golf 1 eftirfarandi viðtal við hann, sem fer hér á eftir: Fullt nafn: Unnar Geir Einarsson. Klúbbur: GS. Hvar og hvenær fæddistu? Ég fæddist í Keflavík, 27. desember 1994. Hvar ertu alinn upp? Í Keflavík. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf?  Ég bý heima hjá pabba og mömmu og á 2 tvo bræður. Pabbi og litli bróðir minn eru í golfi og mamma er að reyna. Hvenær byrjaðir þú í golfi? Það eru svona 5-6 ár síðan. Ég byrjaði á því að halda á kylfum og labba með pabba, en hef verið á fullu að æfa Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2011 | 20:00

Viðtalið: Guðmundur Einarsson, GSG.

Það kannast allir kylfingar, sem á annað borð spila á Kirkjubólsvelli í Sandgerði við Guðmund Einarsson, framkvæmdastjóra klúbbsins. GSG fagnaði einmitt 25 ára afmæli sínu í ár, en klúbburinn var stofnaður 1986.  Það er alltaf jafnhuggulegt að koma á Kirkjubólsvöll, sérstaklega á haust- og vetrarmótunum þegar heitar vöfflur og sælkersúpur bíða að leik loknum hjá þeim Guðmundi og Öldu. Nú á laugardaginn, 10. desember 2011, fer fram „Skötumótið“ sem er orðinn árviss viðburður hjá klúbbnum, en þar er göldruð fram einhver sú kæstasta skata sunnan Vestfjarða. Hér fer viðtalið við Guðmund: Fullt nafn: Guðmundur Einarsson. Klúbbur: GSG. Hvar og hvernær fæddistu?  Í Reykjavík, 16. júlí 1951. Hvar ertu alinn upp? Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2011 | 19:00

Viðtalið: Hlynur Geir Hjartarson, GOS.

Hér á eftir fer viðtal Golf 1 við framkvæmdastjóra GOS, Hlyn Geir Hjartarson, en Golfklúbbur Selfoss fagnaði einmitt 40 ára afmæli í ár: Fullt nafn: Hlynur Geir Hjartarson Klúbbur: GOS Hvar og hvenær fæddistu? Ég fæddist í Reykjavík 31. október 1976. Hvar ertu alinn upp? Ég er alinn upp í sveit, er sveitastrákur úr Ölfusinu. Ég fluttist þangað að Akurgerði, 4 ára. Hverjar eru fjölskylduaðstæður? – Spilar einhver í fjölskyldunni golf? Ég á 3 börn Alexander Mána, 1 árs, Katrínu Emblu, 3 ára og Heiðrúnu  Önnu 10 ára. Eldri dóttir mín er mjög góð í golfi og Katrín er farin að biðja um að fara í golf á hverjum degi. Gunnhildur Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2011 | 18:00

Viðtalið: Unnur Ósk Valdimarsdóttir, GSG.

Viðtalið í dag er við Unni Ósk Valdimarsdóttur, elsta meðlim GSG, en klúbburinn fagnaði 25 ára afmæli sínu í ár. Unnur tók 1. höggið þegar 9 holu golfvöllurinn var vígður og líka nú í vor þegar nýi, glæsilegi 18-holu Kirkjubólsvöllurinn var vígður. Frá því að Unnur Ósk byrjaði í golfi í Sandgerði hefir mikið vatn runnið til sjávar. Hér fara nokkrar spurningar sem Golf 1 lagði fyrir Unni s.l. sumar (nánar tiltekið 10. júlí 2011) og svör Unnar: Fullt nafn: Unnur Ósk Valdimarsdóttir. Klúbbur: GSG Hvar fæddistu? Ég fæddist í Sandgerði 30. maí 1931 og varð því 80 ára nú í vor. Hvar ertu alin upp? Ég ólst upp í Lesa meira