Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2011 | 21:00
Kylfingar 19. aldar: nr. 28 – John Fredrick Abercrombie
John Fredrick Abercromby fæddist árið 1861 í Felixstowe og dó 1935 í Addington, Surrey. Hann var breskur golfvallar- arkitekt, uppi á gullöld golfvallararkítektúrsins. John var læknasonur og fékk frá unga aldri að leika sér í golfi. Hann varð fljótt „scratch-kylfingur“ (þ.e. með fgj. 0) og tók með góðum árangri þátt í mótum í kringum London. „Aber“, en svo var uppnefni hans, tilheyrði hópi áhugakylfinga sem tókst að fá Willie Park yngri, sem meðlim í golfklúbb þeirra, Huntercombe, en staðurinn var mikilvægt upphaf í þróun byggingarlistar í golfi. Um aldamótin 1900 var John Fredrick ráðinn ritri af fjárfesti sem bað hann nokkrum árum síðar að hanna og byggja golfvellina Sunningdale, Walton Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2011 | 17:00
Intramuros golfvöllurinn á Filippseyjum
Hér fyrr í dag var viðtal við Unni Halldórsdóttur, GB, sem rekur Icelandair Hótel Hamar í Borgarnesi, ásamt eiginmanni sínum Hirti Árnasyni. Í viðtalinu kom m.a. fram að sérstæðasti golfvöllur sem Unnur hefði spilað væri Intramuros á Filippseyjum. Hér verður golfvöllur Unnar kynntur stuttlega. Intramuros er elsti golfvöllur á Fillipseyjum. Hann var byggður 1907 af Bandaríkjamönnum innan bæjarmúra bæjarins Intramuros. Þetta er 18 holu par-66 golfvöllur, sem þýðir að hann er ekki mjög langur og aðallega reynir á stutta spilið sem og nákvæmni. Hann er gríðarlega vinsæll meðal ferðamanna, sem heimsækja Filippseyjar og ef einhver er á leið þangað ætti hann ekki að sleppa að spila þessa perlu. Intramuros golfvöllurinn Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2011 | 15:00
Viðtalið: Unnur Halldórsdóttir, GB.
Það er Unnur Halldórsdóttir, sem er viðmælandi Golf 1 að þessu sinni. Unnur er í kvennanefnd GB og um hana sögðu fleiri en ein kona á kvennamótinu Gullhamrinum, sem haldið var að Hamarsvelli í Borgarnesi, 25. júní s.l. sumar að Unnur væri „alger gersemi“, „gæðakona“ og að „ein Unnur þyrfti að vera til í öllum golfklúbbum landsins.“ Það er augljóst að Unnur er í miklum metum. Unnur rekur ásamt eiginmanni sínum Hótel Hamar í Borgarnesi. Hér fyrr í dag voru á Golf 1 taldar upp nokkrar jólagjafahugmyndir. Hér er ein enn: Helgardekur á Hótel Hamri! Hægt er að gefa gjafabréf á Hótel Hamar og hlakka svo til það sem eftir Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 28. 2011 | 15:00
Viðtalið: Finnbogi Haukur Axelsson, GOB.
Hér á eftir fer viðtal við Finnboga Hauk Axelsson, sem starfaði í golfskála GOB s.l. sumar: Fullt nafn: Finnbogi Haukur Axelsson. Klúbbur: GOB. Hvar fæddistu? Í Reykjavík 15. apríl 1983. Hvar ertu alinn upp? Á Seltjarnarnesinu. Fjölskylduaðstæður – er einhver í fjölskyldunni sem spilar golf? Ég er einhleypur – foreldrar mínir, Axel Þórir Friðriksson og Kristín Finnbogadóttir eru í golfi en svo á ég 3 systkini sem spila ekki golf. Yngsti bróðir min byrjar kannski, er sem stendur í hand-og fótbolta, hin nenna þessu ekki. Hvenær byrjaðir þú í golfi? Fyrir 10 árum síðan, en ég hef aldrei tekið af neinni alvöru þátt fyrr en núna. Fiktaði kannski hér áður fyrr Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 27. 2011 | 16:00
Viðtalið: Sigríður Th. Matthiesen, GR.
Viðtal dagsins er við kylfing, fjórfaldan Íslandsmeistara í íþróttinni, sem mörgum kylfingnum er að góðu kunn – Sigríði Th. Matthíesen. Í sumar hefir hún starfað sem ræsir uppi á Akranesi hjá GL. Hér á eftir fara spurningar Golf 1 og svör Sigríðar: Nafn: Sigríður Th. Matthíesen. Klúbbur: GR. Hvar og hvenær fæddistu? Ég fæddist í Hafnarfirði, 17. mars 1946. Hvar ertu alin upp? Í Hafnarfirði til 12 ára aldurs en síðan fluttist ég til Reykjavíkur og var 30 ár í Mosfellsbæ. Fjölskylduaðstæður? Ég er gift Viktor Inga Sturlaugssyni og við eigum dótturina Júlíönu og soninn Viktor Rafn og 4 barnabörn. Hvenær byrjaðir þú í golfi? Ég var orðin 43 ára þegar ég Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 27. 2011 | 11:00
Frægir kylfingar: Edward Windsor – prinsinn sem afsalaði sér bresku krúnunni fyrir ástina
Edward Windsor, Bretaprins, sem afsalaði sér breska konungsdæminu vegna ástar sinnar á Wallis Simpson var forfallinn kylfingur. Meðan hann lifði og eftir að hafa afsalað sér bresku krúnunni bar hann tignartitilinn Duke of Windsor. Edward prins og Duke of Windsor byrjaði að spila golf 13 ára. Hann var fljótt kominn niður í 1 stafs forgjöf og gegndi formannsstöðu í mörgum golfklúbbum í Bretlandi þ.á.m. R&A 1922 (eins og afi hans Eðvarð konungur VII. hafði áður gegnt og bróðir hans George VI, sem varð konungur gerði). Eftir allan skandalinn kringum afsal krúnunnar hellti Edward sér í golf m.a. á Bahama eyjum, þar sem hann og Wallis bjuggu um skeið, meðan hann Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2011 | 14:00
Viðtalið: Gauti Grétarsson, NK.
Í vor tók Golf 1 viðtal við landsþekktan sjúkraþjálfara, sem er flestum íslenskum kylfingum, sérstaklega afrekskylfingunum okkar, að góðu kunnur. Hér er auðvitað átt við Gauta Grétarsson, NK, sem sjálfur spilar golf – tók m.a. þátt í 1. móti sumarsins 2011 á Eimskipsmótaröðinni upp á Skaga, 28. maí s.l. Gauti er með marga af okkar bestu kylfingum í þjálfun hjá sér og er með tæki, sem m.a. bæta púttstrokuna og æfingar fyrir axlir, hendur og mjaðmir, sem bæta sveifluna. Fyrir þá sem eru farnir að huga að jólagjöfunum og ætla t.d. að gefa kylfingi, sem á allt, gjöf, þá er margt vitlausara en að gefa viðkomandi tíma hjá Gauta! Það Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2011 | 14:00
Myndasería: Golfvellir á Spáni: Las Colinas í Alicante
Hér er komið að 4. og síðasta golfvellinum, sem kynntur verður, þar sem 2. stig úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina fer fram 2.-5. desember n.k. Úrtökumótin fara fram á 4 völlum á Spáni samtímis og hafa þeir þá allir verið kynntir til sögunnar hér á Golf 1. Birgir Leifur Hafsteinsson, sem þátt tekur í 2. stigi úrtökumótsins valdi að spila á Costa Ballena. Af völlunum 4 er Las Colinas í Alicante sá nýjasti; var tekinn í notkun á síðasta ári, 2010 og … hann er sannkallað himnaríki á jörðu. Um það geta allir vitnað sem spilað hafa hann – þetta er völlur sem mann langar til að koma á aftur og aftur. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2011 | 08:00
Golfvellir á Spáni: El Valle í Murcia
Hér er komið að kynningu á El Valle, sem er einn golfvallanna 4, þar sem 2. stig úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina fer fram dagana 2.-5. desember n.k. Birgir Leifur Hafsteinsson, GKG, mun keppa á Costa Ballena golfvellinum, sem var kynntur fyrr í vikunni. Á morgun verður svo kynning og myndasería frá 4. og síðasta vellinum sem keppt er á; Las Colinas í Alicante. El Valle er miðlungs lengdar golfvöllur, par-71 hannaður af Jack Nicklaus og staðsettur í eyðimörk í Murcia á Spáni. Nánar tiltekið er völlurinn milli Banos og Mendigo, nærri Murcia-San Javier hraðbrautinni. Hægt er að komast í miðbæ Murcia á aðeins 10 mínútum og á yndislegar strendur Mar Menor Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2011 | 08:00
Golfvellir á Spáni: La Manga í Cartagena
Hér verður fram haldið að kynna þá 4 velli þar sem 2. stig úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina fer fram 2. – 5. desember n.k. Birgir Leifur Hafsteinsson, tekur sem kunnugt er þátt og valdi sér Costa Ballena völlinn að keppa á, en sá völlur var kynntur í gær í máli og myndum. Á La Manga í Cartagena eru 3, 18-holu golfvellir, suður-norður og vesturvöllurinn, sem allir eru afar ólíkir og einn par-47 æfingavöllur. Öll æfingaaðstaða og æfingasvæði eru til mikillar fyrirmyndar og hefir La Manga 3 sinnum verið sigurvegari í vali á besta golfstað Spánar. Robert D. Putnam hannaði norður (par-71) og suður-golfvöllinn (par-73), en að hönnun þess síðarnefnda (par-73) kom Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024