Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2011 | 19:00

Golfvellir á Spáni: Aloha Golf Club í Marbella

Hér verður í stuttu máli fjallað um Aloha Golf Club í Marbella, en golfvöllur klúbbsins er uppáhaldsgolfvöllur Guðmundar Sveinbjörnssonar, GK, sem Golf 1 birti viðtal við í gær. Aloha Golf Club er beint á móti Puerto Banús og maður kemst þangað eftir hinni góðkunnu N-340, sem flestir kannast við sem spilað hafa golf á Costa del Sol. Klúbburinn er í 4 km fjarlægð frá Marbella. Golfvöllur Aloha Golf Club er hannaður af Javier Arana, sem er einn virtasti golfvallarhönnuður spænskra golfvalla en meðal golfvalla sem hann hefir hannað eru El Saler í Valencia og El Prat í Barcelona. Aloha Golf er síðasta verk Arana, en hann dó 1975 rétt fyrir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2011 | 22:00

Kylfingar 19. aldar: nr. 16 Lucy Barnes Brown

Lucy Barnes Brown (fædd Lucy Nevins Barnes), fæddist 16. mars 1859 í New York City í Bandaríkjunum.  Hún er þekktust fyrir að sigra á fyrsta US Women´s Amateur mótinu 1895. Lucy giftist Charles Stelle Brown 1880 og keppti 1895 undir nafninu Frú Charles S. Browne og var fulltrúi Shinnecock Hills golfklúbbsins. Shinnecock Hills var með félaga á þeim árum í klúbbnum, sem hétu Barnes og bandaríska golfsambandið er með getgátur hvort Frú Brown hafi verið dóttir þeirra. Bandaríska golfsambandið var nýstofnað 1894 og árið 1895 hélt það fyrstu mót sín US Amateur og US Open. Þann 9. nóvember 1895 var fyrsta US Women´s Amateur meistaramótið haldið í Meadow Brook Club í Town Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2011 | 20:30

Viðtalið: Guðmundur Sveinbjörnsson, GK.

Um miðjan maí, þegar allt var að vakna til lífsins þetta herrans ár 2011 fór Golf 1 af stað með að taka viðtöl við íslenska kylfinga, þ.e. leggja fyrir þá nokkrar staðlaðar spurningar, með örlitlum frávikum í hvert sinn.  Hér fer eitt af fyrstu viðtölunum, en viðmælandi er Guðmundur Sveinbjörnsson, einn af 6 kylfingum hérlendis, sem hafa orðið Norðurlandameistarar í sveitakeppni í golfi. Það var árið 1992. Guðmundur hefir m.a. verið atvinnumaður í golfi og samhliða atvinnumennskunni sinnti hann golfkennslu, en það þekktist lítið á þeim árum sem hann sinnti kennslunni. Guðmundur kenndi árið 1996 í Golfklúbbnum Keili, í Hafnarfirði, sem hann hefir verið félagi í með hléum frá árinu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2011 | 16:00

Hver er kylfingurinn: Momoko Ueda?

Momoko Ueda (á japönsku: 上田 桃子) fæddist 15. júní 1986, í Kumamoto, Japan og er því 25 ára.  Hún varð árið 2007, þá 21 árs, yngsti kylfingurinn í sögu japönsku LPGA (skammst.: JLPGA) mótaraðarinnar  til þess að verða efst á peningalistanum þar í landi. Nú sem stendur spilar Momoko á bandarísku LPGA mótaröðinni. Hún á að baki 2 sigra á bandaríska LPGA og 9 sigra á japanska LPGA. Áhugamannaferill Momoko Momoko byrjaði að spila golf 9 ára og fékk inngöngu í hinn virta Sakata skóla 10 ára. Í 23 áhugamannamótum sem hún tók þátt í var hún meðal 10 efstu, 15 sinnum, þ.á.m. vann hún 3 sinnum og var 5 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2011 | 21:00

Kylfingar 19. aldar: nr. 15 – Jack Simpson

Jack Simpson (f. 15. júlí 1858 – d. 30. nóvember 1895) var skoskur kylfingur. Hann fæddist í Earlsferry, Fife og var einn af 6 bræðrum, sem allir spiluðu golf. Jack Simpson spilaði mestalla ævi golf í Carnoustie. Hann var kröftugur en ekki mjög nákvæmur kylfingur. Hann sigraði Opna breska í Prestwick, 1884 með skor upp á 160 á 36 holum, þrátt fyrir að fá 9 högg á 2. braut.  Sigurlaun hans voru £10. Hann vann aldrei aftur á Opna breska og varði seinni hluta stuttrar ævi sinnar við kylfusmíðar. Jack Simpson dó 1895, aðeins 37 ára að aldri. Heimild: Wikipedia


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2011 | 21:00

Kylfingar 19. aldar: nr. 14 – Beatrix Hoyt

Beatrix Hoyt (f. 5. júlí 1880 – d. 14. ágúst 1963) var bandarískur meistari áhugamanna í golfi. Beatrix Hoyt er 3. yngsti kylfingurinn til þess að sigra á United States Women´s Amateur Golf Championship og er ein af aðeins 5 til þess að sigra mótið 3 sinnum í röð. Beatrix fæddist í Westchester County, New York og er barnabarn Salmon P. Chase (1808-1873), sem var fjármálaráðherra í stjórn Lincoln forseta, sem síðar varð dómstjóri (ens.: Chief Justice) við Hæstarétt Bandaríkjanna. Beatrix byrjaði 14 ára að spila golf en hún var félagi í Shinnecock Hills Golf Club í Southampton, New York, sem hvatti unglinga og konur til þess að byrja í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2011 | 20:50

Kylfingar 19. aldar: nr. 13 – Leslie Melville Balfour

Leslie Melville Balfour-Melville fæddist 1854 í Bonnington, Edinborg. Hann var lögfræðingur og samhliða því frábær alhliða íþróttamaður. Þann 29. júlí 1882 var hápunktur hans, sem íþróttamanns þegar hann leiddi lið Skotlands til sigurs í krikket gegn Ástralíu. En Leslie Melville Balfour var líka rugby liðsmaður og m.a. í alþjóðasambandi rugbyleikmanna, hann var góður tennisspilari, skautahlaupari, langstökkvari, billiardspilari og í krullu. Hann skaraði fram úr í golfi og sigraði m.a. The Amateur Championship á St. Andrews 1895. Hann gegndi líka stjórnarstöðum í ýmsum íþróttasamböndum m.a. var hann forseti skoska rugbysambandsins, forseti skoska krikketsambandsins og fyrirliði (captain) Royal og Ancient Golf Club 1906. Leslie Balfour Melville dó 1937, 83 ára að aldri. Hann Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2011 | 18:01

Kylfingar 19. aldar: nr. 12 – Willie Dunn yngri

William Dunn yngri fæddist 4. febrúar 1864 (Wikipedia) eða 1865 (North Berwick Factfile) í Borough of Blackheath, í úthverfum London, þar sem pabbi hans William Dunn eldri var vallarstjóri og kylfusmiður. Við höfum seinustu daga lesið um bróður Willie Dunn yngri, Tom og syni hans Seymour Gourlay Dunn og John Duncan Dunn og jafnvel einn þekktasta nemanda John, Amy Pascoe, í gær. Árið sem Willie Dunn yngri fæddist sneri fjölskylda hans aftur að Leith Thistle golfklúbbnum og bjuggu á 7 Vanburgh Place, Leith Links, Edinborg. Árið 1881 fluttist Willie Dunn yngri til North Berwick, þar sem eldri bróðir hans Tom Dunn vallarstjóri. Það var hér sem Willie yngri hóf nám Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2011 | 18:00

Hver er kylfingurinn: Sergio Garcia? 3/3 grein

Hér birtist 3. og síðasti hluti greinarinnar um Sergio Garcia: Sergio  aftur í formi García sneri aftur til keppni seint 2010 með nýtt púttgrip svokallað „málningarstroku“ eða „sagar“ grip og þetta skilaði honum betri árangri á flötunum. Eftir 36 holur var hann nærri því að leiða bæði á Transition Championship 2011 og Byron Nelson Championship 2011, en í bæði skiptin lauk helginni með því að hann var ekki að spila um vinningssæti. Sergio García varð að draga sig úr Opna breska 2011 vegna sýkingar í fingri. Hann hafði upprunalega skipulagt að reyna að öðlast þátttökurétt á Opna bandaríska 2011, þar sem hann var fyrir utan topp 50 á heimslistanum og Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2011 | 21:00

Kylfingar 19. aldar: nr. 11 – Amy Pascoe

Í gær fjölluðum við um John Duncan Dunn, bróður Seymour Gourlay Dunn, son Tom Dunn og barnabarn Willie Dunn eldri.  John var frábær golfkennari og meðal fyrstu nemenda hans var Amy Pascoe, fyrsta konan sem við fjöllum um hér í greinaröðinni kylfingum 19. aldar. Pascoe fjölskyldan samanstóð af verðbréfamiðlaranum Wallis og móður hans Agnes og systur Wallis, Amy (1866-1917).  Þau fluttust í Bracken Hill í Woking 1895, þegar Amy var 29 ára. Amy var góður íþróttamaður, sérlega fær í golfi  og var m.a. skyld tónskáldinu Dame Ethel Smyth (1858-1944) og keisaraynju Frakklands, Eugenie (1826-1920), sem gift var Napoleon III. Breska áhugamannameistaramóti kvenna (The British Ladies Amateur Golf Championship) var hleypt Lesa meira