Frá blaðamannafundi eftir sigur Kuchar – hápunktar og högg lokdags The Players 2012
Eftir að ljóst var að það var Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar sem sigraði á The Players 2012 var s.s. venja er haldinn blaðamannafundur, þar sem Kuchar sat fyrir svörum. Þar kom margt fróðlegt fram. M.a. álit Kuchar á meðspilara sínum 4. hringinn, Kevin Na, sem vægast sagt er mjög sérstakur kylfingur. Kuchar sagði m.a að þeim hefði báðum fundist fyndinn bolur áhanganda sem sneri út úr nafni Na. Áhangandinn var í bol þar sem Na í lotukerfinu var stækkað upp – en Na er sem kunnugt er merkið fyrir natríum. Eins var talað um söngva sem sungnir eru af áhangendum þar sem snúið er úr nafni Na, en þeir söngla oft NaNaNa hvar sem Kevin Na fer.
Kevin Na er ótrúlega hægur kylfingur, það tekur hann óratíma að slá og það kemur niður á tímanum sem þeir félagarnir höfðu til að spila völlinn. Kuchar sagði að Na reyndi að bæta fyrir það með því að ganga hratt milli teiga og því hefðu þeir fremur lítið talað saman. Sér fyndist Na ágætis náungi hann væri kurteis við alla í búningsklefanum en sagðist glaður að vera ekki í sporum hans, hann ætti sinn djöful að draga. Hér áður fyrr hefði það að vera í tímaþröng farið í taugarnar á honum, en með meiri reynslu væri hann umburðarlyndari. Reyndar sagði Kuchar andlega þáttinn meðal sterkari hluta leiks síns, sem hann þakkaði m.a. pabba sínum og allskyns erfiðleikum í bandaríska háskólagolfinu, meðan hann lék enn með Georgia Tech, en við það hefði hann fengið harðan skráp. Mamma hans hefði kennt honum að hafa gaman af leiknum.
Kuchar sagði m.a. líka á einum stað aðspurður um festu sína bakvið brosið að brosið væri sér eðlilegt vegna þess að sér þætti svo gaman í golfi, hann væri hreinasti golffíkill, sem færi ógjarnan í frí án þess að taka kylfurnar með.
Margt skemmtilegt kom auk þess fram á blaðamannafundinum (m.a. sonur Kuch, Cameron) sem sjá má með því að smella HÉR:
Til þess að sjá hápunkta lokahrings The Players smellið HÉR:
Til þess að sjá högg 4. dagsins/lokadagsins á The Players smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024