Frá Golfklúbbi Siglufjarðar eftir Jóhönnu Þorleifsdóttur, formann GKS
Í góðum pistli í Hellunni fer Jóhanna Þorleifsdóttir, formaður Golfklúbbs Siglufjarðar yfir starfsemi klúbbsins árið 2011. Í grein hennar segir:
„Starfið hjá GKS var með hefðbundnum hætti í sumar. Klúbburinn hefur haft þann sið að halda 2 golfmót í viku þ.e. helgarmót og 10 móta mótaröð á miðvikudögum, sem Rauðka styrkti nú í ár. Sigurvegari í mótaröðinni varð Róbert Haraldsson. Hefur þetta mótafyrirkomulag gefið góða raun og hafa um og yfir 20 manns verið að mæta að meðaltali í hvert mót. Nokkur fjölgun hefur verið í félaginu og eru sumarhúsaeigendur og brottfluttir Siglfirðingar að ganga í klúbbinn.
Yfir 20 mót voru haldin í sumar. Keppt var í holukeppni. Keppt var í holukeppni í fyrsta skipti og þar vann Kristín Inga Þrastardóttir, eftir harða keppni við Róbert Haraldsson í úrslitum.
Siglósport styrkti þjóðhátíðarmótið að vanda. Þar unnu hjónin Þorsteinn Jóhannsson og Jósefína Benediktsdóttir. Sú hefð hefir skapast að þeir félagar sem eiga stórafmæli sjái um og haldi Jónsmessumótið. Í ár voru 3 félagar 50 ára og stóðu þeir að framkvæmd mótsins. Sigurvegari mótsins varð Ólafur Þór Ólafsson. Tunnan prentþjónusta hefur staðið við bakið á okkur undanfarin ár, svo og Samkaup Úrval, Vodafone og KLM. Kári Freyr Hreinsson vann bæði Tunnu og Samkaups mótin og Jósefína Benediktsdóttir vann hjá Vodafone og Benedikt Þorsteinsson, KLM.
Stærsta mót sumarsins er verslunarmannahelgarmótið. Í ár voru keppendur 42. Aðalbakarí styrkti mótið. Sigurvegari varð Jóhann Már Sigurbjörnsson.
Meistaramót GKS fór fram um miðjan júlí. Leiknar voru 54 holur: Klúbbmeistarar urðu þau Jósefína Benediktsdóttir og Þorsteinn Jóhannsson.
Starf GKS hefur tvö síðustu ár gengið mikið út á harða baráttu félagsins fyrir nýjum golfvelli í Hólsdal. Nú fer trúlega að sjá fyrir endann á þeirri baráttu þar sem verið er komið í deiliskipulag. Vonandi verður byrjað sem fyrst á að móta Hólsdalinn að þeirri útivistarparadís, sem fyrirhuguð er þar. Golfklúbburinn þakkar þeim sem hafa staðið við bakið á okkuð í þessari baráttu, sem hefur ekki verið auðveld. Einnig þakkar klúbburinn þeim fyrirtækjum, sem hafa styrkt okkur og félögunum fyrir samveruna í sumar. Hittumst hress með hækkandi sól.“
Jóhanna Þorleifsdóttir, formaður
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024