Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2012 | 09:45

Framkvæmdir við Ólympíugolfvöllinn í Ríó ganga hægt

Á Ólympíuleikunum í Ríó mun fara fram fyrsta keppnin í golfi sem Ólympíugrein í 110 ár.

Þó leikarnir hefjist eftir aðeins 3 ár er ekkert farið að byggja Olympíugolfvöllinn í Ríó de Janeiro, þar sem enn er deilt um eignarrétt á landsvæðinu þar sem golfvöllurinn á að rísa.

Í gær féll dómur á 1. dómstigi fyrirtæki í vil sem nefnt var eigandi landsins og vill engar framkvæmdir á landinu sbr. dómsskjöl.  Dómnum hefir þegar verið áfrýjað. Borgaryfirvöld í Ríó, aðrir skipuleggjendur mótsins og Ólympíunefnd Brasilíu virðast engar áhyggjur hafa; segja  að framkvæmdir muni hefjast fljótlega á landinu.

Varaforseti Alþjóðagolfsambandsins Ty Votaw sagði að þó ekki væri byrjað á byggingu vallarins þýddi það ekki þar með, að setið hefði verið auðum höndum. Mikil vinna hefði farið í hönnun vallarins og klúbbhússins.  „Það verður allt klárt fyrir Ríó 2016,“ segir í tilkynningu frá sambandinu.