Ýmsir geta ekki beðið eftir að Tiger spili á Öldungamótaröðinni
Dagsetninguna 30. desember 2026 ætti að krossa við; þá verður golfgoðsögnin Tiger Woods 50 ára.
Og þá fær hann líka þátttökurétt á Öldungamótaröðinni þ.e. PGA Tour Champions.
Þar á bæ bíða menn spenntir eftir honum; bæði mótshaldarar sem gera sér vonir um að Öldungamótaröðin verði jafnvel vinsælli en PGA Tour, en líka fyrrum keppinautar.
Þeirra á meðal er Rocco Mediate. Hann lét hafa eftir sig að mun hljóðlátara væri á mótum PGA Tour Champions en PGA Tour og sagði jafnframt í viðtali við Detroit News: „Ég kann betur við meiri læti. Mér myndi líka við að fá fleiri áhorfendur. Ég get ekki beðið. Hvað annað ætti hann (Tiger) að gera? […] Ef hann er frískur getur hann samt keppt á PGA Tour eins lengi og hann vill. En ef hann er það ekki , þá getur hann hann keyrt um í golfbíl hér, sem hann mun gera vegna þess að það er í lagi (á Öldungamótaröðinni)… og það er keppni og þetta verður annað tímabil í lífi hans til að slá öll met.„
„Það væri frábært að fá hann aftur. Hér eru allir vinir hans.“
Annar „vinur“ Tiger sem bíður hans á Öldungamótaröðinni er Padraig Harrington – þeir tveir hafa löngum eldað grátt silfur saman.
Leitt er þó að aldrei mun koma til viðureigna Tiger við Phil Mickelson, höfuðandstæðingin um langt árabil, þar sem Phil er útilokaður frá þátttöku á PGA Tour Champions, vegna þess að hann er genginn til liðs við LIV Golf.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024