Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2019 | 17:00

Fyrsti útisigur bandarísks Walker Cup liðs í 12 ár!!!

Bandaríska Walker Cup liðið vann óvænt og sögulegan sigur í gær, sunnudaginn 8. september á Royal Liverpool.

Bandaríska liðið vann 8 af 10 tvímenningsleikjum dagsins og náði að eyða forskoti liðs Evrópu eftir fjórmenning og tvímenninga laugardagsins.

Þetta er fyrsti útisigur bandarísks Walker Cup liðs frá árinu 2007.

Lið Bandaríkjanna var undir 7-5 eftir laugadaginn en fékk síðan pepp-ræðu elsta leikmannsins í liðinu og þess eina sem spilaði aftur með liðinu, Steward Hagestad. Hagestad sagði m.a. að það hvernig leikmennirnir spiluðu á sunnudeginum yrði minnst það sem eftir væri ævi allra.

Ef þið spilið áhugamannagolf og viljið í atvinnumennskuna þá er Walker Cup á markmiðalistanum og það skiptir ekki máli hvort þið vinnið eða tapið en gefið allt sem þið eigið,“ sagði Hagestad m.a. í ræðu sinni. „Þið hafið unnið svo mikið og fært svo margar fórnir til þess að koma ykkur í þessa stöðu og þið hafið unnið ykkur það inn að vera hér og farið því út þarna og gerið það sem þið eruð færir um. Öll pressan er á þeim (evrópska liðinu), allir styðja þá, þeir eru yfir, þeir eru á heimavelli, þeir eiga að sigra, þið hafið engu að tapa.“

Hvað sem þið gerið, gerið það, vegna þess að þið eigið eftir að minnast þess á morgun, og eiginlega það sem eftir er ævinnar , þannig að ef við getur snúið þessu og gert eitthvað virklega sérstakt þá verður það eitthvað sem hægt verður að tala um næstu 30 eða 40 árin.

Bandaríkjamenn unnu stig tilbaka í fjórmenningsleikjum sunnudagsmorgunsins og sigruðu síðan evrópska liðið 15.5 – 10.5.

Vá, þvílíkur dagur,“ sagði Cole Hammer áhugamaður nr. 1 í heiminum. „Við höfum ekki sigrað á útivelli frá árinu 2007. Þetta var í höfðinu á okkur, það hafa liðið 12 ár, það er kominn tími á annað bandarískt lið að sigra hér. Þetta skipti mig öllu.“

Sigurlið Bandaríkjanna var auk Hammer skipað þeim: Akshay Bhatia, Brandon Wu, Steven Fisk, Isiah Salinda, John Augenstein, Andy Ogletree, John Pak og Alex Smalley. 

Þessi nöfn eru flestum með öllu ókunn.

En það voru líka nöfnin í Walker Cup liði Bandaríkjanna fyrir 12 árum, sem nú eru öllum kunn nöfn á borð við  Dustin Johnson, Rickie Fowler, Webb Simpson, Jamie Lovemark, Kyle Stanley og Billy Horschel.