GSF & GFH: Vel heppnað Stelpugolf á Austurlandi
Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs (GFH) og Golfklúbbur Seyðisfjarðar (GSF) héldu nýverið stelpugolfdaga sem voru vel sóttir. Um 40 konur mættu á viðburðinn á Ekkjufellsvelli og tæplega 30 mættu á Hagavöll á Seyðisfirði.
Þátttakan fór langt fram úr björtustu vonum þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið sem best.
Stelpugolfdagurinn er átak sem GSÍ, KPMG og PGA á Íslandi standa fyrir í samvinnu við golfklúbba í landinu og er ætlað að freista þess að heilla fleiri stelpur og konur í íþróttina en töluvert hallar á kvenkynið almennt í golfinu á Íslandi.
Í viðtali við Austurfrétt segir formaður Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs, Friðrik Bjartur Magnússon, að hlutfall kvenna í golfíþróttinni á Austurlandi sé lægra en meðaltal á landsvísu.
„Ég kíkti á tölfræðina í golfinu almennt fyrir nokkru og mér sýnist almennt að um þriðjungur meðlima í klúbbunum víðast hvar séu kvenkyns. En hér á Austurlandi, hugsanlega með golfklúbbinn í Neskaupstað sem undantekningu, er hlutfallið mun lægra eða undir 20 prósentum. Í því ljósi var ekkert minna en frábært hversu margar konur mættu og fengu kynningu og kennslu, tóku þátt í þrautum auk þess sem boðið var upp á veitingar og gjafir. Það veit sannarlega á gott hve þátttakan var góð og vonandi verður það til að fjölga konunum í golfinu hér og annars staðar.“
Heimild: Golf.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024