Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2012 | 13:00

G-Mac leggur til að Olympíugolfnefndin taki ákvörðun um hvort hann og Rory spili fyrir England eða Írland

Graeme McDowell var með nokkuð óvenjulega uppástungu í viðtali sem tekið var við hann fyrir BMW Masters.

Varðandi það fyrir hvaða þjóð hann og Rory McIlroy ættu að keppa á Ólympíuleikunum 2016 sagði hann eftirfarandi:

„Við erum í sérstakri stöðu á Norður-Írlandi, þannig að við erum með einn fót í báðum liðum. Ég held að það myndi vera miklu auðveldara ef einhver tæki ákörðunina fyrir okkur. Olympíugolfnefndin ætti að hafa milligöngu og taka ákvörðun um með hvoru liðinu við spilum Írlandi eða Bretlandi.“

Conor Nagle golffréttapenna hjá WUP finnst hugmynd G-Mac fáránleg því hann segir engan geta tekið ákvörðun um þjóðerni fyrir einhvern annan; það verði hver að gera upp við samvisku sína; engin lagaleg viðurlög sé við ákvörðun þeirra.

Taka verður undir þetta með Nagle G-Mac og Rory verða bara að ákveða sig fyrir hvora þjóðina þeir vilja keppa.

Reyndar hefir Rory þegar gefið út að hann vilji fremur keppa fyrir Bretland – spurning hvað G-Mac gerir?

Ákvörðun þeirra, á hvorn veginn sem er, er engu að síður vís með að valda þeim óvinsældum hjá áhangendum annarrar hvorrar þjóðarinnar.