GA: Jaðarsvöllur lítur vel út – Skilaboð frá vallarstjóra: „Ekki slá inn á flatir og af brautum – jarðvegur enn blautur og viðkvæmur“
„Jaðarsvöllur á Akureyri lítur vel út miðað við árstíma. Verið er að vinna í götun á brautum (búið er að gata seinni 9) og svo munu þær verða sandaðar.
Framkvæmdir eru á áætlun bæði hvað varðar nýframkvæmdir, viðhald véla og tækja og önnur vinna sem unnin er yfir vetrarmánuðina.
Í þeirri góðu tíð sem verið hefir undanfarna daga fyrir Norðan eru kylfingar orðnir mjög óþreyjufullir að fara að komast út að slá og spila. Menn hafa verið að mæta á Jaðarssvæðið og slá í röffinu á milli brauta og er það vel.
Vallarstjóri og vallarnefnd vilja koma þeim skilaboðum til kylfinga að það er með öllu óheimilt að slá inn á flatir og slá af brautum. Öll umgengni verður að vera til fyrirmyndar þar sem jarðvegurinn er blautur og viðkvæmur En enn er alltaf fullt í Golfhöllinni og menn og konur dugleg að æfa sveifluna og púttstrokuna.
Golfhermirinn er í fullum „swing“ og þokkalega góð aðsókn í hann. Hægt að er fá tíma í hann hjá Rúnari bæði á æfingasvæði og 9 og 18 holur.“
Heimild: gagolf.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024