GA: Jákvæðar horfur á flötunum á Jaðri
Á heimasíðu Golfklúbbs Akureyrar (gagolf.is) er að finna eftirfarandi frétt:
Staðan á flötunum upp á Jaðri er bara nokkuð góð. Stærstur hluti flatanna lítur vel út undir klakanum og mikið af grænu sem kemur undan honum þegar hann er brotinn af.
Það eru flatir sem ekki fóru nógu góðar inn í veturinn sem aðeins sér á, en það er allstaðar grænt gras á þeim sem er mjög jákvætt. Það má þó búast við því að einhver svæði verði illa farin en við bindum miklar vonir við að þau svæði verði í algeru lágmarki.
Steindór vallarstjóri hefur unnið hörðum höndum að því að vetur að halda flötunum við og virðist sú vinna vera að skila tilætluðum árangri eins og staðan er núna. Í gær var ísinn brotinn á flestum flötum vallarins og verður sú vinna kláruð í dag. Klakinn er ekki þykkur og því kemst hann alla leið í gegn og loftar þannig um flatirnar. Er þetta í annað sinn í vetur sem klakinn er brotinn á öllum flötum vallarins.
Við höfum orðið varir við einhverja sýkingu undir klakanum en það ætti að ganga hratt og örugglega að vinna á henni í vor.
Einnig hefur verið notast við hitakapla sem lagðir eru ofan á flatirnar og hefur það reynst virkilega vel og bindum við miklar vonir við að sú lausn geti reynst okkur vel til framtíðar.
Á meðfylgjandi myndum má sjá hvernig flatirnar líta út undir klakanum sem og þann árangur sem næst með hitavírunum.
Við horfum því björtum og jákvæðum augum til vorsins og höfum fulla trú á því að sú vinna sem innt hefur verið af hendi í vetur muni skila tilætluðum árangri.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024