Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2014 | 13:00

Gallacher sér skoskum golfklúbbum fyrir hjartastuðtækjum

Fyrrum Ryder Cup fyrirliðinn skoski Bernard Gallacher sneiddi í fyrrahaust naumlega hjá dauða sínum og þakkar lífgjöf sína því að til staðar var hjartastuðtæki í hótelinu þar sem hann hné niður.

Síðan að hann náði bata og eftir að hafa komist svona nærri dauða sínum, hefir Bernard starfað með Arrhythmia Alliance, sem vinnur að því að safna fé og kaupa fyrir hjartastuðtæki og dreifa þeim á þarfa staði.

Góðgerðarsamtökin hafa hrundið af stað sérstöku átaki Bernard Gallacher Defibrillator Campaign með það að markmiði að tryggja að hjartastuðtæki séu til staðar í öllum golfklúbbum Skotlands.

E.t.v. bjargar þetta átak Bernards Gallacher lífi einhvers kylfingsins!

Í þessari viku stendur til að dreifa hjartastuðtækjum í Glasgow, Airdrie, Edinburgh og Inverness.