Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2024 | 08:00

GBB: Kristjana og Sigmundur Freyr klúbbmeistarar 2024

Meistaramót Golfklúbbs Bíldudals (GBB) fór fram 4.-6. júlí sl.

Þátttakendur í ár, sem luku keppni voru 16 og kepptu þeir í 2 flokkum: karla- og kvennaflokki.

Klúbbmeistarar GBB árið 2024 eru þau Kristjana Andrésdóttir og Sigmundur Freyr Karlsson.

Sjá má öll úrslit í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR: og þau helstu hér að neðan:

Konur:
1 Kristjana Andrésdóttir 195 (98 97)
2 Lára Þorkelsdóttir 198 (103 95)
3 Hrefna Stefánsdóttir 202 (107 95)

Karlar:
1 Sigurmundur Freyr Karlsson 168 (84 84)
2 Jens Bjarnason 172 (91 81)
3 Hlynur Aðalsteinsson 176 (90 86)

Í aðalmyndaglugga: Kristjana Andrésdóttir, klúbbmeistari kvenna í GBB 2024.