Frá Syðridalsvelli í Bolungarvík. Mynd: BB
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2012 | 18:15

GBO: Elías og Valdís eru klúbbmeistarar Golfklúbbs Bolungarvíkur 2012

Meistaramót Golfklúbbs Bolungarvíkur fór fram á Syðridalsvelli, dagana  16. – 20. júlí s.l. Þátttakendur í ár voru 21.  Spilaðir voru 3 hringir í 1. flokki karla en 2 hringir eða 36 holur  í 2. flokki karla, kvennaflokki og flokki 50+ karla.

Klúbbmeistarar GBO 2012 eru þau Elías Jónsson og Valdís Hrólfsdóttir.

Elías Jónsson klúbbmeistari GBO 2012 spilaði hringina 3 á samtals 8 yfir pari, 221 höggi (75 74 72) og átti 8 högg á Runólf Kristinn Pétursson, sem varð í 2. sæti.

Í kvennaflokki varð Valdís Hrólfsdóttir klúbbmeistari á 203 höggum (106 97) og átti aðeins 2 högg á þá sem varð í 2. sæti Daðey Steinunni Einarsdóttur. 

Í 2. flokki karla spilaði Daði hringina 2 á samtals 165 höggum (88 77) og munaði aðeins 1 höggi á honum og þeim sem varð í 2. sæti Ingólfi Daða Guðvarðarsyni.

Klúbbmeistari í öldungaflokki karla 50+ er  Guðmundur Einarsson.  Hann spilaði hringina tvo á samtals 201 höggi (104 97). Í 2. sæti varð Finnbogi Jakobsson og í 3. sæti Kjartan Bjarnason.

Keppnin um klúbbmeistaratitlana var því spennandi í Bolungarvík á þessu ári og var Unnsteinn Sigurjónsson formaður GBO ánægður með mætinguna.

Úrslit á Meistaramóti Golfklúbbs Bolungarvíkur (GBO) 2012 voru eftirfarandi:

1. flokkur karla:

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Dagar Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur D1 D2 D3 D4 D5 Alls Mismunur
1 Elías Jónsson GBO 2 F 36 36 72 1 75 74 72 221 8
2 Runólfur Kristinn Pétursson GBO 5 F 40 41 81 10 71 77 81 229 16
3 Janusz Pawel Duszak GBO 3 F 41 43 84 13 74 77 84 235 22
4 Weera Khiansanthiah GBO 4 F 41 36 77 6 81 78 77 236 23
5 Pétur Geir Svavarsson GBO 10 F 42 46 88 17 77 80 88 245 32
6 Wirot Khiansanthia GBO 8 F 44 41 85 14 83 79 85 247 34
7 Unnsteinn Sigurjónsson GBO 10 F 43 43 86 15 81 90 86 257 44

2. flokkur karla – kvennaflokkur – öldungaflokkur 50+:

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 H2 H3 Alls Mismunur
1 Daði Arnarsson GBO 8 F 39 38 77 6 88 77 165 23
2 Ingólfur Daði Guðvarðarson GBO 12 F 43 40 83 12 83 83 166 24
3 Guðvarður Þórarinn Jakobsson GBO 20 F 46 50 96 25 96 96 25
4 Ingólfur Ívar Hallgrímsson GBO 17 F 46 44 90 19 83 90 173 31
5 Böðvar Þórisson GBO 10 F 43 43 86 15 90 86 176 34
6 Guðmundur Einarsson GBO 17 F 49 48 97 26 104 97 201 59
7 Valdís Hrólfsdóttir GBO 22 F 50 47 97 26 106 97 203 61
8 Daðey Steinunn Einarsdóttir GBO 26 F 50 50 100 29 105 100 205 63
9 Eygló Harðardóttir GBO 17 F 53 57 110 39 102 110 212 70
10 Petrína Freyja Sigurðardóttir GBO 32 F 57 54 111 40 117 111 228 86
11 Finnbogi Jakobsson GBO 33 F 54 64 118 47 114 118 232 90
12 Ásgerður Jónasdóttir GBO 31 F 61 57 118 47 117 118 235 93
13 Kjartan Bjarnason GBO 31 F 60 63 123 52 115 123 238 96
14 Erna Hávarðardóttir GBO 36 F 68 61 129 58 118 129 247 105

Öldungaflokkur 50+ karlar:

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 H2 H3 Alls Mismunur
1 Guðmundur Einarsson GBO 17 F 49 48 97 26 104 97 201 59
2 Finnbogi Jakobsson GBO 33 F 54 64 118 47 114 118 232 90
3 Kjartan Bjarnason GBO 31 F 60 63 123 52 115 123 238 96