Bjarni Pálsson (t.v) fyrsti klúbbmeistari GBR 2016 og 2018 ásamt fyrrverandi framkvæmdastjóri GSÍ Herði Þorsteinssyni. Mynd: GSÍ
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2016 | 07:00

GBR: Bjarni Pálsson klúbbmeistari 2016

Meistaramót Golfklúbbs Brautarholts fór fram dagana 9. – 10. september s.l. og var þetta fyrsta meistaramót klúbbsins.

Þátttakendur í þessu fyrsta meistaramóti Golfklúbbs voru 6.

Í ljósi þess að klúbburinn er enn fámennur var keppt í einum flokki og var fyrirkomulagið punktakeppni.

Klúbbmeistari Golfklúbbs Brautarholts 2016 er Bjarni Pálsson, formaður klúbbsins.

Spilaðir voru tveir hringir og var Bjarni með 63 punkta í heildina (28 35).

Úrslit í fyrsta meistaramóti Golfklúbbs Brautarholts höldnu í september 2016 voru eftirfarandi: 

1 Bjarni Pálsson GBR 18 F 17 18 35 28 35 63
2 Gunnar Páll Pálsson GBR 13 F 18 10 28 27 28 55
3 Magnús Kristinn Jónsson GR 16 F 14 14 28 26 28 54
4 Henry Þór Granz GF 12 F 15 19 34 18 34 52
5 Magnús Gauti Hauksson GSE 17 F 15 13 28 22 28 50
6 Bjarni Gunnarsson GBR 16 F 16 17 33 14 33 47