Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2024 | 14:00

GD: Anna og Anthony Karl klúbbmeistarar 2024

Meistaramót Golfklúbbs Dalbúa (GD) fór fram  5. og 6. júlí sl.

Þátttakendur í ár voru 66 og spiluðu þeir í 3 flokkum.

Klúbbmeistarar GD 2024 eru þau Anna Svandís Helgadóttir og Anthony Karl Flores .

Sjá má öll úrslit í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR: og þau helstu hér að neðan:

Þess mætti geta að keppt var í einum meistaraflokki en hann verður brotinn hér upp í karla – og kvenmeistaraflokk:

Meistaraflokkur karla
1 Anthony Karl Flores 168 (87 81)
2 Oddgeir Sæmundur Sæmundsson 185 (92 93)
3 Arnar Olsen Richardsson 188 (99 89)

Meistaraflokkur kvenna:
1 Anna Svandís Helgadóttir 210 (105 105)
2 Margrét Björk Jóhannsdóttir 210 (100 110)
3 Ása Þorkelsdóttir 221 (111 110)

1. flokkur
1 Arnar Olsen Richardsson 85 (38 47)
2 Richard Haukur Sævarsson 75 (38 37)
3 Árni Benónýsson 72 (35 37)

2 flokkur (9 holur)
1 Klara Lísa Hervaldsdóttir 27 (18 9)
2 Margrét Þorkelsdóttir 26 (11 15)
3 Guðbjörg Ingvars Ingólfsdóttir 23 (11 12)