
GFB: Guðrún Fema og Kristján Benedikt klúbbmeistarar 2024
Meistaramót Golfklúbbs Fjallabyggðar (GFB) fór fram dagana 6.-11. ágúst sl. á Skeggjabrekkuvelli, á Ólafsfirði.
Þátttakendur í meistaramóti GFB, sem luku keppni í ár, voru 22 og kepptu þeir í 8 flokkum.
Klúbbmeistarar GFB eru þau Guðrún Fema Sigurbjörnsdóttir og Kristján Benedikt Sveinsson.
Til nokkurra tíðinda telur að Sigurbjörn Þorgeirsson er ekki klúbbmeistari karla í GFB, í fyrsta sinn í óratíma, þrátt fyrir mikla baráttu lokahringinn en 2 högg skyldu þá Sigurbjörn og Kristján Benedikt, klúbbmeistara GFB 2024, að. Sigurbjörn lék lokahringinn á 67 glæsihöggum,lægsta skori meistaramótsins, en það dugði ekki til. Þess mætti geta að Kristján hefir áður orðið klúbbmeistari GA, árið 2015. Sigurbjörn hefir eiginlega alltaf verið klúbbmeistari karla frá því að Golf 1 fór að skrifa um meistaramót 2012. Hann varð einmitt klúbbmeistari 2012 – síðan varð hann það ekki 2013 .en alveg óslitið síðan þ.e. 2014-2023 eða a.m.k. í 11 skipti, þar af í áratug, þ.e. 10 sinnum óslitið í röð.

Kristján Benedikt Sveinsson, klúbbmeistari GFB 2024
Dætur Sigurbjörns, Guðrún og Sara, urðu að heygja bráðabana í kvennaflokki til að skera úr um hvor þeirra yrði klúbbmeistari kvenna í GFB; en þær voru jafnar, báðar með 242 högg samanlagt eftir 3 keppnishringi. Guðrún Fema hafði betur í bráðabananum.

Guðrún Fema Sigubjörnsdóttir, klúbbmeistari kvenna í GFB 2024
Sjá má öll úrslit í meistaramóti GFB 2024 hér að neðan, en ef þess er frekar óskað má líta á úrslitin í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR:
Meistaraflokkur karla:
1 Kristján Benedikt Sveinsson 212 (70 71 71)
2 Sigurbjörn Þorgeirsson 214 (74 73 67)
3 Ármann Viðar Sigurðsson 230 (73 73 84)
4 Þorgeir Örn Sigurbjörnsson 232 (77 77 78)
5 Friðrik Örn Ásgeirsson 236 (76 74 86)
6 Þorleifur Gestsson 256 (81 90 85)
1 flokkur kvenna:
1 Guðrún Fema Sigurbjörnsdóttir 242 (81 76 85)
2 Sara Sigurbjörnsdóttir 242 (83 76 83)
3 Dagný Finnsdóttir 248 (82 85 81)
4 Rósa Jónsdóttir 266 (85 88 93)
5 Björg Traustadóttir 271 (91 89 91)
6 Sigríður Guðmundsdóttir 278 (90 92 96)
1. flokkur karla:
1 Brynjar Heimir Þorleifsson 243 (83 77 83)
2 Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson 251 (81 85 85)
3 Sturla Sigmundsson 262 (85 89 88)
2. flokkur kvenna:
1 Anna María Björnsdóttir 184 (46 45 48 45)
2 Guðrún Unnsteinsdóttir 213 (59 46 55 53)
3. flokkur kvenna:
1 María Jóhannsdóttir 182 (54 61 67)
3. flokkur karla:
1 Alex Helgi Óskarsson 172 (61 56 55)
Karlar 65+:
1 Björn Kjartansson 176 (46 46 38 46)
2 Hafsteinn Þór Sæmundsson 185 (46 51 44 44)
Unglingaflokkur:
1 Marínó Örn Óskarsson 90 (46 44)
Í aðalmyndaglugga: Annar hluti Fjallabyggðar, Ólafsfjörður, þar sem meistaramót GFB 2024 fór fram á Skeggjabrekkuvelli.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024