Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2024 | 09:00

GG: Helgi Dan og Svanhvít Helga klúbbmeistarar 2024

Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur (GG) fór fram dagana 7.-9. ágúst 2024.

Það er í raun ótrúlegt að meistaramót skuli hafa verið haldið hjá GG, eftir allt sem búið er að ganga á vegna eldsumbrota þar í nágrenni, með tilheyrandi flutningum og tvístrun heils bæjarfélags.  Frábær dugnaður og þrautseigja!!! ….  Það sýnir sig kannski enn og aftur að golfið mildar öll sár og er einmitt svo gott til að dreifa huganum þegar hverskyns erfiðleikar eða þungbær örlagahögg dynja á.

Í ár voru þeir sem luku keppni í meistaramóti GG 59 og kepptu þeir í 8 flokkum. Spilaðir voru 3 keppnishringir.

Klúbbmeistarar GG eru þau Svanhvít Helga Hammer og Helgi Dan Steinsson.

Sjá má öll úrslit í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR en þau helstu hér að neðan:

Meistaraflokkur karla: (5)
1 Helgi Dan Steinsson 6 undir pari, 204 högg (69 68 67) – sá eini sem spilaði undir pari!!!
2 Jón Júlíus Karlsson 216 (76 66 74)
3 Bjarni Benediktsson 232 (78 77 77)
4 Hávarður Gunnarsson 233 (75 73 85)
5 Steinn Freyr Þorleifsson 236 (83 81 72)

Meistaraflokkur kvenna: (4)
1 Svanhvít Helga Hammer 254 (82 85 87)
2 Hildur Guðmundsdóttir 262 (87 85 90)
3 Þuríður Halldórsdóttir 279 (96 92 91)
4 Stefanía Sigríður Jónsdóttir 294 (97 96 101)

1. flokkur karla: (14)
1 Ástþór Arnar Ástþórsson 228 (80 72 76)
2 Sigurður Helgi Hallfreðsson 237 (78 78 81)
3 Leifur Guðjónsson 241 (79 81 81)

2. flokkur karla: (13)
T1 Bjarni Þórarinn Hallfreðsson 254 (83 85 86)
T1 Bjarki Guðmundsson 254 (81 84 89)
3 Stefán Leifur Sigurðsson 256 (84 85 87)

3. flokkur karla: (10)
1 Sigurður Jónsson 277 (96 90 91)
T2 Jón Gauti Dagbjartsson 288 (96 105 87)
T2 Pálmi Hafþór Ingólfsson 288 (88 104 96)

Opinn flokkur kvenna: (8)
1 Rósa Dögg Þorsteinsdóttir 111 pkt (32 32 47)
2 Arna Magnúsdóttir 98 pkt (32 33 33)
3 Helga Kristín Jóhannsdóttir 97 (33 36 28)

Karlar 65+ (3)
1 Jósef Kristinn Ólafsson 252 (86 83 83)
2 Bjarni Andrésson 253 (87 85 81)
3 Jón Halldór Gíslason 257 (91 81 85)

Barna- og unglingaflokkur: (2)
T1 Eiríkur Óli Sævarsson 116 pkt (33 45 38)
T1 Einar Þór Sævarsson 116 pkt (36 43 37)