GH: Kristín Magnúsdóttir, Sigurbjörn Þorgeirsson og Eyþór Traustason sigruðu á Opna Goða/Mærudagsmótinu
Í gær fór fram í miklu blíðviðri 20°C hita og smá andvara á Húsavík Opna Goðamótið/Mærudagsmót. Það voru 105 skráðir í mótið og 102 luku keppni. Veitt voru þrenn verðlaun í höggleik kvenna og karla og 5 verðlaun í 1 sameiginlegum opnum flokki í punktakeppni. Mótið er haldið í sambandi við Mærudagshátíð, sem nú fer fram á Húsavík. Öll verðlaun í mótinu voru veitt af Norlenska.
Í kvennaflokki voru konur frá Húsavík sigursælar, enda þekkja þær Katlavöll kvenna best. Efstar þar voru Kristín og Birna Dögg Magnúsdætur, báðar á 93 höggum. Kristín var betri á seinni 9, spilaði þær á 45 höggum en Birna Dögg á 47.
Í 1. sæti í karlaflokki varð Sigurbjörn Þorgeirsson frá Ólafsfirði; spilaði á 71 höggi líkt og klúbbfélagi hans Heiðar Davíð Bragason en spilaði seinni 9 á færri höggum.
Í punktakeppninni sigraði heimamaðurinn Eyþór Traustason, GH, á 41 punkti.
Helstu úrslit urðu eftirfarandi:
Höggleikur kvenna:
Staða | Kylfingur | Klúbbur | Fgj. | Síðasti hringur | Hringir | Alls | |||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Hola | F9 | S9 | Alls | Mismunur | H1 | Alls | Mismunur | ||||
1 | Kristín Magnúsdóttir | GH | 18 | F | 48 | 45 | 93 | 23 | 93 | 93 | 23 |
2 | Birna Dögg Magnúsdóttir | GH | 15 | F | 46 | 47 | 93 | 23 | 93 | 93 | 23 |
3 | Linda Arilíusdóttir | GKG | 14 | F | 46 | 49 | 95 | 25 | 95 | 95 | 25 |
Höggleikur karla:
Staða | Kylfingur | Klúbbur | Fgj. | Síðasti hringur | Hringir | Alls | |||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Hola | F9 | S9 | Alls | Mismunur | H1 | Alls | Mismunur | ||||
1 | Sigurbjörn Þorgeirsson | GÓ | -1 | F | 36 | 35 | 71 | 1 | 71 | 71 | 1 |
2 | Heiðar Davíð Bragason | GÓ | -4 | F | 35 | 36 | 71 | 1 | 71 | 71 | 1 |
3 | Arnar Vilberg Ingólfsson | GH | 4 | F | 36 | 37 | 73 | 3 | 73 | 73 | 3 |
Punktakeppni með forgjöf:
1 | Eyþór Traustason | GH | 24 | F | 18 | 23 | 41 | 41 | 41 |
2 | Arnar Vilberg Ingólfsson | GH | 4 | F | 19 | 18 | 37 | 37 | 37 |
3 | Benedikt Þór Jóhannsson | GH | 6 | F | 18 | 18 | 36 | 36 | 36 |
4 | Sævar Helgi Víðisson | GA | 22 | F | 18 | 18 | 36 | 36 | 36 |
5 | Þröstur Friðfinnsson | GSS | 12 | F | 18 | 18 | 36 | 36 | 36 |
6 | Ævarr Freyr Birgisson | GA | 4 | F | 19 | 17 | 36 | 36 | 36 |
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024