Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2012 | 09:15

GH: Kristín Magnúsdóttir, Sigurbjörn Þorgeirsson og Eyþór Traustason sigruðu á Opna Goða/Mærudagsmótinu

Í gær fór fram í miklu blíðviðri 20°C hita og smá andvara á Húsavík Opna Goðamótið/Mærudagsmót. Það voru 105 skráðir í mótið og 102 luku keppni. Veitt voru þrenn verðlaun í höggleik kvenna og karla og 5 verðlaun í 1 sameiginlegum opnum flokki í punktakeppni. Mótið er haldið í sambandi við Mærudagshátíð, sem nú fer fram á Húsavík. Öll verðlaun í mótinu voru veitt af Norlenska.

Í kvennaflokki voru konur frá Húsavík sigursælar, enda þekkja þær Katlavöll kvenna best. Efstar þar voru Kristín og Birna Dögg Magnúsdætur, báðar á 93 höggum.  Kristín var betri á seinni 9, spilaði þær á 45 höggum en Birna Dögg á 47.

Í 1. sæti í karlaflokki varð Sigurbjörn Þorgeirsson frá Ólafsfirði; spilaði á 71 höggi líkt og klúbbfélagi hans Heiðar Davíð Bragason  en spilaði seinni 9 á færri höggum.

Arnar, Heiðar Davíð og Sigurbjörn. Sigurvegarar í höggleik á Mærudagsmótinu á Húsavík. Mynd: Í eigu Arnars Vilbergs Ingólfssonar.

Í punktakeppninni sigraði heimamaðurinn Eyþór Traustason, GH, á 41 punkti.

Helstu úrslit urðu eftirfarandi:

Höggleikur kvenna:

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 Alls Mismunur
1 Kristín Magnúsdóttir GH 18 F 48 45 93 23 93 93 23
2 Birna Dögg Magnúsdóttir GH 15 F 46 47 93 23 93 93 23
3 Linda Arilíusdóttir GKG 14 F 46 49 95 25 95 95 25

Höggleikur karla:

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 Alls Mismunur
1 Sigurbjörn Þorgeirsson -1 F 36 35 71 1 71 71 1
2 Heiðar Davíð Bragason -4 F 35 36 71 1 71 71 1
3 Arnar Vilberg Ingólfsson GH 4 F 36 37 73 3 73 73 3

Punktakeppni með forgjöf:

1 Eyþór Traustason GH 24 F 18 23 41 41 41
2 Arnar Vilberg Ingólfsson GH 4 F 19 18 37 37 37
3 Benedikt Þór Jóhannsson GH 6 F 18 18 36 36 36
4 Sævar Helgi Víðisson GA 22 F 18 18 36 36 36
5 Þröstur Friðfinnsson GSS 12 F 18 18 36 36 36
6 Ævarr Freyr Birgisson GA 4 F 19 17 36 36 36