Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2013 | 11:15

GHG: Opið hús fyrir kylfinga í Hamarshöllinni, Hveragerði, í dag kl. 14:30-17:00

Golfklúbbur Hveragerðis býður öllum núverandi og verðandi kylfingum að kynna sér og prófa þá frábæru golfaðstöðu, sem hann hefir aðgang að í nýja íþróttahúsinu í Hveragerði, Hamarshöllinni.

Næstkomandi laugardag, 2. mars 2013, milli kl. 14:30-17:00 verður opið hús í Hamarshöllinni,  fyrir kylfinga.

Inni i Hamarshoellinni. Mynd: ghg.is

Inni i Hamarshoellinni. Mynd: ghg.is

Einar Lyng, golfkennari, verður með púttstrokumælingar.

Hole in One verður með sveiflumælingar, með öllum nýjustu kylfunum, frá öllum helstu framleiðendum.

Ecco kynnir það nýjasta í golfskóm og Kjörís býður börnunum glaðning.  Almar bakari býður upp á ljúffengt með kaffinu.

Gufudalsvöllur, sá heitasti!!!

Frá Gufudalsvelli - heitasta golfvellinum. Mynd: Golf 1

Frá Gufudalsvelli – heitasta golfvellinum. Mynd: Golf 1