Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2024 | 14:00

GHR: Írunn og Andri Már klúbbmeistarar 2024

Meistaramót Golfklúbbsins á Hellu (GHR) fór fram dagana 10.-13. júlí sl.

Þátttakendur, sem luku keppni voru 22 og kepptu þeir í 8 flokkum.

Meistaramótið stóð yfir í þrjá daga, en ekki var hægt að spila á laugardaginn 13. júlí,  því veðrið var snarbrjálað eins og hina dagana.

Það fólk sem spilaði á heiður skilið að hafa lagt þetta á sig.

Á laugardagskvöld var lokahóf maturinn var einstaklega góður hjá Finnboga og fær mikið lof frá þeim sem mættu – þeir hefðu mátt vera fleiri.

Klúbbmeistarar GHR eru þau Írunn Ketilsdóttir og Andri Már Óskarsson.

Írunn Ketilsdóttir og Andri Már Óskarsson, klúbbmeistarar GHR 2024.

Þess mætti geta að Andri Már hefir orðið klúbbmeistari GHR alls 16 sinnum og á nú aðeins eftir að vinna klúbbmeistaratitilinn 6 sinnum til þess að hafa betur en faðir hans, Óskar, sem unnið hefir titilinn oftast hjá klúbbnum eða í 21 skipti.

Sjá má öll úrslit í meistaramóti GHR 2024 hér að neðan:

Meistaraflokkur karla:
1 Andri Már Óskarsson 214 (72 69 73)
2 Bergþór Þröstur Erlingsson (85 93 83)

1. flokkur kvenna:
1 Írunn Ketilsdóttir 267 (93 90 84)
2 Katla María Sigurbjörnsdóttir 281 (102 86 93)

2. flokkur karla:
1 Steinar Tómasson 253 (81 89 83)
2 Jóhann Unnsteinsson 256 (86 87 83)
3 Tómas Sigurðsson 256 (82 83 91)
4 Halldór Ingi Lúðvíksson 258 (83 90 85)
5 Jóhann Sigurðsson 263 (88 87 88)
6 Halldór Gunnar Eyjólfsson 286 (87 97 102)

3. flokkur karla
: 1 Guðjón Bragason 294 (95 100 99)
2 Hlöðver Ólafsson 309 (96 111 102)
3 Heimir Hafsteinsson 315 (94 111 110)
4 Loftur Þór Pétursson 322 (105 110 107)

3. flokkur kvenna
1 Særún Sæmundsdóttir 352 (113 113 126)

16 ára og yngri:
1 Tómas Númi Sigurbjörnsson 104

Konur 50+
1 Guðríður Stefánsdóttir 163 (53 50 60)
2 Kristín Bragadóttir 180 (65 52 63)

Karlar 65+
1 Bjarni Jónsson 137 (43 47 47)
2 Finnbogi Aðalsteinsson 140 (45 45 50)
3 Björn Sigurðsson 155 (52 53 50)
4 Guðjón Guðmundsson 158 (50 56 52)

Í aðalmyndaglugga: Írunn Ketilsdóttir og Andri Már Óskarsson, klúbbmeistarar GHG 2024.