Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2024 | 12:30

GÍ: Grétar Nökkvi, Hjálmar Helgi og Bjarney klúbbmeistarar 2024

Meistaramót Golfklúbbs Ísafjarðar (GÍ) fór fram dagana 10. – 13. júlí 2024.

Þátttakendur í ár, sem luku keppni voru 43 og léku þeir  í 7 flokkum.

Þetta er metþátttaka, en elstu menn muna ekki eftir annari eins þátttöku í meistaramóti.

Erfitt veður var fyrstu þrjá dagana, mikill vindur en lokadaginn var loksins almennilegt golfveður.

Sjá má öll úrslit í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR: en helstu úrslit eru hér að neðan:

1. flokkur karla

1. Hjálmar Helgi Jakobsson 304 högg (74 75 82 83)

2. Ásgeir Óli Kristjánsson 311 högg (79 80 81 71)

3. Viktor Páll Magnússon 319 högg (80 76 84 79)

 

1. flokkur kvenna

1. Bjarney Guðmundsdóttir 374 högg (98 96 89 91)

2. Sólveig Pálsdóttir 387 högg (90 98 101 98)

 

Unglingaflokkur:

1. Grétar Nökkvi Traustason 208 högg (48 52 55 53)

2. Pétur Arnar Kristjánsson 219 högg (55 58 51 55)

3. Tómas Orri Baldursson 224 högg (57 56 62 49)

 

65+:

1. Vilhjálmur Gísli Antonsson 179 högg (44 46 44 45)

2. Óðinn Gestsson 188 högg (48 48 46 46)

3. Tryggvi Sigtryggsson 199 högg (50 53 50 46)

 

2. flokkur karla:

1. Guðni Ólafur Guðnason 353 högg (86 93 91 83)

2. Jakob Ólafur Tryggvason 370 högg (93 93 96 88)

3. Guðjón Helgi Ólafsson 373 högg (96 91 92 94)

 

2. flokkur kvenna:

1. Hanna Mjöll Ólafsdóttir 213 högg (52 54 53 54)

2. Guðrún Á Stefánsdóttir 219 högg (53 49 60 57)

3. Heiða Björk Ólafsdóttir 227 högg (55 59 59 54)

 

3. flokkur karla:

1. Endre Koi 233 högg (eftir bráðabana) (57 60 53 63)

2. Benedikt Hermannsson 233 högg (57 59 56 61)

3. Anton Freyr Traustason 238 högg (62 58 61 57)

Í aðalmyndaglugga: Klúbbmeistarar GÍ 2024. Mynd: GÍ