Jón Gunnar Kanishka Shiransson ásamt kylfusveini
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2019 | 21:00

GÍ: Jón Gunnar sigraði á Opnunarmótinu!!!

Opnunarmót Golfklúbbbs Ísafjarðar fór fram í dásemdar veðri 1. maí 2019.

Keppnisfyrirkomulag var punktakeppni og voru 11 keppendur skráðir til leiks, þar af einn kvenkylfingur Ásdís Birna Pálsdóttir.

Sigurvegari varð Jón Gunnar Kanishka Shiransson, en hann var með 35 punkta á Tungudalsvelli. Þess mætti geta að Jón Gunnar er aðeins 12 ára, en hann er fæddur 6. júlí 2006!!!

Tungudalsvöllur opnaði fyrir spil 27. apríl sl. og átti að vera vinnukvöld 30. apríl, sem var frestað þar sem enn er beðið eftir fræjum.

Sjá má öll úrslit úr 1. maí Opnunarmótinu hér fyrir neðan:

1 Jón Gunnar Kanishka Shiransson GÍ 13 14 F 14 35 35
2 Baldur Ingi Jónasson GÍ 4 7 F 7 33 33
T3 Neil Shiran K Þórisson GÍ 9 15 F 15 30 30
T3 Vilhjálmur V Matthíasson GÍ 16 23 F 23 30 30
5 Kristinn Þórir Kristjánsson GÍ 6 13 F 13 29 29
6 Ásgeir Óli Kristjánsson GÍ 9 19 F 19 26 26
7 Gunnar Guðberg Samúelsson GBO 21 33 F 33 25 25
8 Ólafur Ragnarsson GÍ 20 37 F 37 23 23
9 Egill Hrafn Benediktsson GÍ 21 37 F 37 22 22
10 Ásdís Birna Pálsdóttir GÍ 28 47 F 47 20 20
11 Daði Valgeir Jakobsson – 8 35 F 35 18 18

Í aðalmyndaglugga: Sigurvegari 1. maí Opnunarmóts GÍ 2019, Jón Gunnar Kanishka Shiransson. Mynd: seth@golf.is