Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2024 | 18:00

GK: Ásdís og Helgi á besta skorinu í Opna 66° Norður mótinu

Það voru 177 keppendur sem léku Hvaleyrarvöll við misjafnar veðuraðstæður á 66°Norður mótinu, sem fram fór 27. júlí sl.

Veitt eru verðlaun fyrir 10 efstu sætin í punktakeppni og besta skor í kvenna- og karlaflokki.

Einnig voru verðlaun veitt fyrir næstur holu á öllum par 3 holum vallarins.

Besta skor kvenna var Ásdís Valtýsdóttir á 73 höggum.

Besta skor karla var Helgi Rúnólfsson á 70 höggum.

Efst í punktakeppni voru:

1 Vignir Sveinsson Golfklúbburinn Mostri 47 punktar
2 Hjalti Hermann Gíslason Golfklúbbur Ísafjarðar 43 punktar
3 Sigurður Kristinn Ingimarsson Golfklúbbur Ásatúns 42 punktar (Síðustu sex)
4 Hákon Valur Dansson Golfklúbbur Brautarholts 42 punktar (Seinni níu)
5 Ingvar Guðmundsson Golfklúbburinn Keilir 42 punktar
6 Ásdís Valtýsdóttir Golfklúbbur Reykjavíkur 40 punktar (Síðustu sex)
7 Valur Björnsson Golfklúbburinn Setberg 40 punktar (Hlutkesti)
8 Klemenz Fannar Erlingsson Golfklúbbur Selfoss 40 punktar (Seinni níu)
9 Steinn Andri Viðarsson Golfklúbbur Mosfellsbæjar 40 punktar (Síðustu sex)
10 Marteinn Már Jakobsson Golfklúbbur Álftaness 40 punktar Seinni níu

Næstir holu voru:

4. braut Guðmundur Ingvi 1,35 m
6. braut Björn Leví Valgeirsson 1,09 m
12. braut Ingvar Guðmundsson 1,305 m
17. braut Björn Þ. 1,52 m

Í aðalmyndaglugga: Hvaleyrin