GK: Fyrirtækjakeppni Keilis verður haldin laugardaginn 8. september
Eitt glæsilegasta golfmót ársins, Fyrirtækjakeppni Keilis verður haldið 8. september nk. Þó farið sé að líða að hausti er golfvöllur Keilis í frábæru standi, hefur sjaldan eða aldrei verið betri.
Boðið er upp á skemmtilegt keppnisfyrirkomulag þar sem leikinn er betri bolti.
Fyrirtækjakeppnin hefur verið ein aðalfjáröflun Keilis ár hvert, og er tilvalinn vettvangur fyrir atvinnurekendur að bjóða starfsmönnum sínum að spila golf fyrir hönd fyrirtækis síns og eiga möguleika á að vinna til glæsilegra verðlauna.
Þátttökugjald í ár er 30,000 krónur og er innifalinn grillveisla ásamt bjór, gosi eða léttvínsglasi.
Firmakeppnin er punktakeppni með forgjöf þar sem hámarks gefin forgjöf er 18.
Golfklúbburinn Keilir getur útvegað leikmenn fyrir fyrirtæki – hafið samband í síma 565-3360.
Skráning fer fram á golf.is eða á póstfanginu budin@keilir.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024