Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2024 | 23:04

GK: Ingvar fyrstur með ás á 17.!

Það var Ingvar Ingvarsson, GK, sem var fyrstur til að fara holu í höggi á 17. braut Hvaleyrarvallar.

Höggið góða sló hann fyrir nákvæmlega mánuði síðan, 11. júní 2024, meðan Golf1 var enn í lamasessi af völdum „hakk“þrjóta.

Sautjánda braut mælist 137 metrar.

Ingvar sló með 7. járni og var með vindinn í fangið.

Golf 1 óskar Ingvari innilega til hamingju með draumahöggið!