Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2012 | 16:00

GK: Kaupið almanak til styrktar æfingaferðar unglinga GK á Costa Ballena!

Unglingarnir í Keili eru að fara í æfingaferð á Costa Ballena á Spáni. Fjáröflun fyrir ferðina hefir staðið yfir í vetur og stendur enn. Nú getið þið styrkt unglingana í Keili með því að kaupa almanak.  Þess mætti geta að Golf1 verður með kynningu á Costa Ballena, sem er einn af 21 golfvöllum og golfstöðum á Costa de la Luz í Cádiz, sem kynntir verða næstu daga og hefst kynning golfvallanna með viðtali við Hörð Arnarson og kynningu á Arcos Gardens golfvellinum á laugardaginn n.k.  En það er um að gera að kaupa almanak og styrkja unglingana í Keili!

Á heimasíðu Golfklúbbsins Keilis er eftirfarandi frétt um fjáröflunina:

„Unglingarnir í klúbbnum eru að fara í æfingaferð til Costa Ballena á Spáni nú í mars.

Töluverður kostnaður fylgir slíkri ferð og hefur verið farið í ýmsar fjáraflanir af því tilefni.

Vinsamlegast smellið á mynd til að sjá auglýsingu eða lesið meira.

Í upphafi desember var flöskum bæjarbúa safnað saman í flöskufjall af áður óþekktri stærð.
Á Þorláksmessu var haldin skötuveisla í golfskálanum, þar sem um 120 manns mættu og gæddu sér á kræsingum.
Á Áramótapúttmótinu í Hraunkoti var þraut með vinningspotti eyrnamerkt íþróttastarfinu

Við viljum þakka þeim sem mættu á þessa viðburði og styrktu gott málefni og nutu vonandi góðs af í leiðinni.

Nú er komið að næsta lið söfnunarinnar og leitum við þá á náðir ykkar félagsmanna.
Búið er að útbúa Golfalmanak 2012, fallegt dagatal, í A4 stærð, sem skartar mynd af einum okkar fremsta kylfingi, Tinnu Jóhannsdóttur, í keppni á Hvaleyrinni.
Á dagatalinu eru allir helstu golfviðburðir ársins 2012 tilgreindir.

Verð á dagatalinu er eingöngu 1000 kr, sent heim að dyrum.
Það eina sem þarf að gera er að svara þessum pósti ( pga@keilir.is) og tilgreina fjölda dagatala sem óskað er.
Síðan að leggja tilsvarandi upphæð inn á reikning unglingastarfsins.
1101-05-400733 kt. 6801696919
Ef þú hefur óskir um að greiða á annan hátt, vinsamlegast hafðu þá samband við skrifstofu golfklúbbsins.

Bestu óskir um lækkandi forgjöf og velfarnað á komandi ári
Foreldraráð Golfklúbbsins Keilis“