Hulda Sofía Hermannsdóttir, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2012 | 20:55

GK: Keiliskonur – takið 30. mars frá! ….þá verður Vorhátíð haldin með stæl! Hulda Soffía Hermannsdóttir var í 1. sæti á næstsíðasta púttmóti Keiliskvenna

Á púttmótið miðvikudaginn fyrir rúmri viku, 14. mars, mættu 30 Keiliskonur.  Með besta skor var Hulda Soffía Hermannsdóttir með 28 glæsileg pútt.  Næstar komu Margrét Sigmundsdóttir, Birna Ágústsdóttir og Vala Bjarnadóttir með 31 pútt.

Síðasta mótið á púttmótaröð Keiliskvenna var í gær, 21. mars.

Eftir mótið var kynning á golffötum frá www.icegolf.is, á efri hæðinni.

Þann 30. mars verður vorhátíð Keiliskvenna haldin með pompi og prakt. Dagskráin verður glæsileg og verðið er mjög hóflegt.

Þannig …. Keiliskonur….  takið frá 30. mars ef þið eruð ekki þegar búnar að því!

Staðan eftir næstsíðasta púttmótið er hér fyrir neðan:

Guðrún Bjarnadóttir                      113 pútt

Ólöf Baldursdóttir                          113 pútt

Þórdís Geirsdóttir                           114 pútt

Hulda Soffía Hermannsdóttir     115 pútt

Anna Snædís Sigmarsdóttir         115 pútt

Dagbjört Bjarnadóttir                    116 pútt

Valgerður Bjarnadóttir                  117 pútt

Jóhanna Sveinsdóttir                    118 pútt

Ragnheiður Ríkharðsdóttir         119 pútt

Birna Ágústsdóttir                          119 pútt

Úrslit úr síðasta púttmóti verða birt í lokahófinu, þ.e. á Vorhátíðinni.