Ölöf Baldursdóttir, GK. Mynd: Í einkaeigu
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2014 | 12:00

GK: Ólöf Baldurs best á 6. púttmóti Keiliskvenna

Farið er að síga á seinni hlutann í púttmótaröð Keiliskvenna, en á morgun miðvikudaginn 26. febrúar 2014 fer næstsíðasta púttmót Keiliskvenna fram.
Fyrir viku síðan létu Keiliskonur ekki slæma veðrið stoppa sig og komu askvaðandi gegnum storminn. Úrslit kvöldsins (þ. 19. febrúar 2014) þ.e. í 6. púttmótinu eru eftirfarandi:
1. sæti 30 högg Ólöf Baldursdóttir
2.-5. sæti 31 högg Svava Skúladóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Birna Loftsdóttir
Meðalskor kvöldsins var 34,5 og tóku 26 konur þátt.
Þá eru heildarúrslit eftir fyrstu sex mótin, en 30 konur hafa tekið þátt í 4 eða fleiri mótum, eftirfarandi:
1. sæti 116 högg  Þórdís Geirsdóttir
2. sæti 121 högg Ólöf Baldurs
3-4 sæti 124 högg Vala og Guðrún Bjarnadætur
5.  sæti 125 högg Lovísa Hermannsdóttir
Fast á hæla þessara fimm koma svo Anna Snædis, Hulda Soffía og Dagbjört með 127 högg og Jóhanna og Guðrún Einars með 130 högg þannig að allt getur gerst !!  Spennandi tvö púttmót eftir og um að gera að fjölmenna á morgun í 7. púttmót Keiliskvenna.