Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2011 | 07:00

GK: Púttmót og fjáröflun krakkanna úr Keili á gamlársdag – Vegleg verðlaun!

Hið árlega áramótapúttmót Hraunkots verður haldið á gamlársdag frá kl. 11-16.

Spilaðir verða 2 hringir og gildir betra skor, – en verð fyrir báða hringina er aðeins 500 krónur.

Í verðlaun verða flugeldapakkar frá björgunarsveitunum.

Síðan verða krakkar úr Keili með fjáröflun á sama tíma í Kotinu.

Settar verða upp tvær púttþrautir og getur fólk spreytt sig gegn vægu gjaldi.

Nöfn allra sem ná að setja niður pútt verða sett í pott.

Dregið verður um glæsilega vinninga, m.a. eftirréttaveislu sælkerans fyrir 8 manns,

dúsin af Callaway Tour boltum, lúffur, alfræðiorðabók golfarans, rósabúnt o.fl.

Heimild: Heimasíða Keilis www.keilir.is