Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2012 | 22:30

GK: Rúnar á glæsilegum 69 höggum – í 1. sæti á Meistaramóti Keilis eftir 2. dag

Rúnar Arnórsson átti annan glæsihringinn undir pari á Meistaramóti Keilis í dag.  Það verður alltaf neyðarlegra að gengið hafi verið framhjá kylfingi sem Rúnari í nývalið karlalandslið; hann átti svo sannarlega skilið sæti þar – maður sem skilar hringjum undir pari dag eftir dag, mót eftir mót.

Hann kom í hús í dag á 2 undir pari, glæsilegum 69 höggum!!! Hann er því samtals búinn að spila 7 undir pari, samtals 135 höggum  (66 69). Í dag átti hann stórkostlegan kafla í Hrauninu þegar hann fékk 4 fugla í röð (á 4., 5., 6. og 7. braut). Síðan tók við dekkri kafli þegar hann fékk 3 skolla á næstu 6 holum (þ.e. á 8., 11. og 13. braut).  Síðan náði Rúnar í fugl á glompumstráðri 17. brautinni.  Það myndi svo sannarlega muna um mann sem Rúnar í karlalandsliðinu sem keppir á Hvaleyrinni eftir rúma viku í undankeppni fyrir Evrópumót karlalandsliða!

Í 2. -3. sæti er Dagur Ebenezersson; hann spilaði líka undir pari í dag, var á glæsilegum 70 höggum, þ.e. 1 undir pari!!! Dagur er búinn að  spila báða hringi sína undir pari á samtals 139 höggum (69 70).  Stöðugt og gott golf hjá hinum stórefnilega Degi. Dagur deilir 2.-3. sæti með  Axel Bóassyni, sem líka er búinn að spila á 139 höggum (67 72).

Í 4. sæti er Björgvin Sigurbergsson á sléttu pari, 142 höggum (71 71) og 1 höggi á eftir í 5. sæti er Birgir Björn Magnússon á samtals 143 höggum (71 72).

Staðan í meistaraflokki karla eftir 2. dag á Meistaramóti Keilis er eftirfarandi:

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Dagar Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur D1 D2 D3 D4 D5 D6 D7 Alls Mismunur
1 Rúnar Arnórsson GK -1 F 33 36 69 -2 66 69 135 -7
2 Dagur Ebenezersson GK 2 F 33 37 70 -1 69 70 139 -3
3 Axel Bóasson GK -2 F 37 35 72 1 67 72 139 -3
4 Björgvin Sigurbergsson GK -1 F 34 37 71 0 71 71 142 0
5 Birgir Björn Magnússon GK 4 F 39 33 72 1 71 72 143 1
6 Kristján Þór Einarsson GK -3 F 36 36 72 1 73 72 145 3
7 Sigurþór Jónsson GOS 1 F 36 36 72 1 73 72 145 3
8 Einar Haukur Óskarsson GK 1 F 36 39 75 4 72 75 147 5
9 Hjörleifur G Bergsteinsson GK 2 F 37 38 75 4 73 75 148 6
10 Gísli Sveinbergsson GK 3 F 36 40 76 5 72 76 148 6
11 Ingi Rúnar Gíslason GK 0 F 41 34 75 4 74 75 149 7
12 Ísak Jasonarson GK 3 F 37 36 73 2 77 73 150 8
13 Steinn Freyr Þorleifsson GK 4 F 38 36 74 3 76 74 150 8
14 Helgi Runólfsson GK 1 F 39 36 75 4 80 75 155 13
15 Ólafur Þór Ágústsson GK 4 F 39 40 79 8 77 79 156 14
16 Ágúst Ársælsson GK 4 F 42 37 79 8 79 79 158 16
17 Benedikt Sveinsson GK 4 F 38 38 76 5 83 76 159 17