Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2019 | 09:00

GK: Sjaldséðar snjórúllur á Hvaleyrinni!

Vallarstarfsmenn hjá Golfklúbbnum Keili eru flinkir á mörgum sviðum.

Þeir eru í fremstu röð þegar kemur að umhirðu golfvalla og þeir eru einnig framarlega í því að miðla upplýsingum á samfélagsmiðlum.

Á þessum myndum sem teknar voru á Hvaleyrarvelli nýverið má sjá óvenjulegt og sjaldgjæft fyrirbæri.

Snjórúllur þöktu Hvaleyrarvöll en slíkar rúllur myndast þegar mikill vindur fer yfir svæði þar sem að blautur snjór er til staðar.

Þessar aðstæður voru svo sannarlega til staðar í Hafnarfirðinum og skildu eftir sig mögnuð listaverk.

Snjórúllurnar sjaldséðu á Hvaleyrinni

Texti og myndir: GSÍ