Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2022 | 12:00

GK: Þórdís Geirs fékk ás í Sandvíkinni!!!

Þórdís Geirs fór holu í höggi á 10. braut Hvaleyrarbrautarinnar (Sandvíkinni).

Þetta var flott högg, sem fór að sögn beint ofan í holu og skemmdi lítillega holubarminn í leiðinni, s.s. Þórdís greindi sjálf frá á facebook síðu sinni.

Þetta er í 2. skipti sem Þórdís fær ás í Bergvíkinni, en þetta er 5. ásinn á ferlinum.

Þórdís stefnir á að taka þátt í Íslandsmótinu í höggleik, sem fram fer á Vestmannaeyjavelli 4.-7. ágúst n.k.

Golf 1 óskar Þórdísi innilega til hamingju með ásinn!!!