Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2011 | 19:00

GKB: Aðalfundur fer fram 7. desember n.k.

Aðalfundur Golfklúbbs Kiðjabergs verður haldinn miðvikudaginn 7. desember að Skipholti 70 í Reykjavík. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 20.00. Stjórn GKB hvetur félagsmenn til að fjölmenna á fundinn.

Dagskrá aðalfundar:

1. Fundarstjóri og fundarritari kosnir.

2. Fundargerð síðasta Aðalfundar lesin upp.

3. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári.

4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.

5 Umræða um skýrslu stjórnar og reikninga klúbbsins.

6. Lagabreytingar kynntar og teknar til afgreiðslu.

7. Tillaga stjórnar um félagsgjöld 2012 lögð fram til samþykktar.

8.Kosning stjórnarmann og endurskoðanda samkvæmt samþykkum lögum klúbbsins

9. Önnur mál.

Heimild: Heimasíða GKB