Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2024 | 12:00

GKG: Sigríður og Gunnar Valdimar sigruðu í Regnbogamótinu

Það voru Sigríður Ólafsdóttir, GKG og Gunnar Valdimar Guðjohnsen, sem sigruðu í Regnbogamótinu, sem fór fram á Leirdalsvelli hjá GKG í gær 9. ágúst 2024. Keppt var í einum flokki (konur- karlar- og kvár-)

Keppnisfyrirkomulag var punktamót og hlutu Sigríður og Gunnar Valdimar bæði 39 punkta.

Þátttakendur, sem luku keppni, voru 60, þar af 11 karl- og 49 kvenkylfingar.

Fullt var af frábærum vinningum í mótinum, m.a.: frábærir regnjakkar frá Cintamani fyrir fyrstu sætin, út að borða á Grillmarkaðinn og Tres Locos, nautalund frá Esju, gjafabrét í SkyLagoon og margt fleira.

Sjá má öll úrslit í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR: